Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar demókrata og repúblikana í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, þeir Chuck Schumer og Mitch McConnell, komust að sam- komulagi í fyrrinótt um hvernig haga ætti rétt- arhöldum deildarinnar yfir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en fulltrúa- deild þingsins ákærði hann í síðasta mánuði fyrir að hafa ýtt undir árás stuðningsmanna sinna á þinghúsið 6. janúar síðastliðinn. Réttarhöldin hófust í gær, en áætlað var að fyrsti dagurinn færi að mestu leyti í umræðu um hvort stjórnarskráin heimilaði slík réttar- höld yfir embættismönnum, jafnvel eftir að þeir yfirgefa embætti sitt, en lögfræðingar Trumps hafa reynt að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að það standist ekki stjórn- arskrá. Fleiri lögspekingar vestanhafs virðast þó vera á þeirri skoðun að réttarhöldin eigi að fara fram, með vísan til tveggja fordæma frá 18. og 19. öld, þar sem öldungadeildin rökræddi hvort hún ætti að rétta yfir ráðherrum sem þegar höfðu sagt af sér. Var það samþykkt með þeim rökum að stjórnarskráin veitir deildinni einnig heimild til þess að meina þeim einstaklingum sem hún sakfellir að gegna nokkru öðru emb- ætti á vegum Bandaríkjanna. Ólíklegt þykir þó að Trump verði sakfelldur, en tvo þriðju hluta þingmanna deildarinnar þarf til þess. Gera má fastlega ráð fyrir því að allir demókratar greiði atkvæði með sekt Trumps, en aðeins um fimm eða sex repúblik- anar. Mun þá enn vanta um tólf atkvæði í við- bót til þess að ná þeim fjölda sem þarf. Réttarhöldum lokið í næstu viku? Samkomulag Schumers og McConnells vakti ekki síst athygli fyrir það að standist þær tímasetningar sem í því eru gæti réttarhöld- unum yfir Trump verið lokið í næstu viku með atkvæðagreiðslu um sekt eða sýknu. Samþykki deildin að málið standist stjórnar- skrá fá bæði sækjendur og verjendur 16 klukkustundir hvorir um sig til að setja fram mál sitt. Hefð er svo fyrir því að öldungadeild- arþingmenn fái heilan dag til þess að leggja fram fyrirspurnir. Atkvæðagreiðsla um lyktir málsins gæti því farið fram strax næsta þriðju- dag. AFP Þinghúsið Þjóðvarðliði stendur vörð í gær. Réttarhöld hafin í öldungadeildinni  Rökræddu hvort málaferlin stæðust stjórnar- skrána  Stefnt að lyktum máls í næstu viku Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu her- foringjastjórnina í Búrma í gær fyrir að beita mótmælendur aukinni hörku eftir að lögreglan beitti gúmmíkúlum og táragasi til þess að leysa upp mótmæli gegn valdaráni hersins. Var þetta fjórði dagurinn í röð sem mótmælendur héldu út á götur helstu borga landsins, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, og létu þeir bann hersins við frekari mótmælum sem vind um eyru þjóta. Héldu þeir á fánum og borðum með myndum af Aung San Suu Kyi, leið- toga stjórnarflokksins NLD, en henni hefur verið haldið í stofufang- elsi allt frá valdaráninu fyrir rúmri viku, en hún er í hávegum höfð meðal landsmanna. Talsmenn NLD-flokksins til- kynntu á facebook-síðu hans í gær- kvöldi að herinn hefði gert rassíu á höfuðstöðvar flokksins í Jangon, brotið allt og bramlað. „Óásættanlegt“ framferði Ola Almgren, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í landinu, sagði að beiting ofbeldis gegn mótmælendum væri óásættanleg, en ekki var ljóst hversu margir þeirra hefðu særst eða slas- ast eftir aðfarir lögreglu og örygg- issveita. Nýsjálensk stjórnvöld greindu frá því í gær að þau hygðust hætta öllum samskiptum við stjórnvöld í Búrma, en þar á meðal væri samstarf milli herja ríkjanna sem nú yrði hætt vegna valdaránsins. Þá ítrekuðu bandarísk stjórnvöld í fyrrinótt að þau stæðu með almenn- ingi í landinu og rétti hans til þess að mótmæla á friðsaman hátt og til stuðnings réttkjörnum stjórnvöld- um. Sagði Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að kröfum Bandaríkjastjórnar um að fá að ræða við Aung San Suu Kyi hefði verið hafnað. SÞ fordæmir ofbeldi hersins  Gúmmíkúlum beitt á mótmælendur AFP Órói Mótmælendur í Jangon hengdu upp borða með mynd af Suu Kyi. Fimbulkuldi var víða um norðanverða Evrópu í gær, þar á meðal í Bretlandi, Þýskalandi og í norðurhluta Frakklands. Áttu bílstjórar í Þýska- landi í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar og voru gosbrunnar á hinu fræga Trafalgartorgi í Lundúnum í klakaböndum. AFP Trafalgartorg í klakaböndum Josep Borrell, ut- anríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, sagði í gær á fundi Evr- ópuþingsins að hann hygðist leggja fram til- lögu um refsiað- gerðir gegn Rússum á næsta leiðtogafundi sambandsins 22. febrúar vegna með- ferðar þeirra á Alexei Navalní og harkalegra viðbragða stjórnvalda við mótmælum gegn fangelsun hans. Borrell heimsótti Moskvu í síð- ustu viku og ræddi þar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, en sendiráðsstarfsmönnum þriggja ESB-ríkja var vísað úr landi meðan þeir funduðu. „Ég gerði mér engar vonir fyrir heimsóknina, og ég er enn áhyggjufyllri eftir hana,“ sagði Borrell. Leggur til refsi- aðgerðir Josep Borrell  Borrell ósáttur við framferði Rússa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.