Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 FALLEG LJÓS Í ÚRVALI Ármúla 24 • rafkaup.is Páll Vilhjálmsson hefur, einsog landar hans, ótal skoð- anir á bólugátunni miklu:    Líklega fáumvið bóluefni frá Pfizer og lík- lega verður þjóðin bólusett með snöggu átaki. Við erum nokkuð flink í áhlaupsverkum.    Efasemdir, sem komið hafafram, t.d. hjá Vilhjálmi Árnasyni og fleirum, fá ekki hljómgrunn.    Allar þjóðir eru í innbyrðissamkeppni um bóluefni.    Frá lýðheilsusjónarhorni get-ur tilraunin ekki klikkað. Nema svo ólíklega vildi til að bóluefnið yrði gallað.    En það er fleira sem hangir áspýtunni.    Takist tilraunin eru Íslend-ingar í þeirri stöðu að þurfa ekki að hafa áhyggjur af faraldri sem nær allar þjóðir heims eru í öngum sínum yfir, a.m.k. næstu mánuði ef ekki misseri.    Hvernig ætlum við að hagaokkur í þeirri stöðu?    Íslandi sem vin í farsótt-areyðimörkinni stafar hætta af átroðslu.    Huggulegheit geta auðveld-lega breyst í hörmungar. Þá er betra heima setið en af stað farið.“ Páll Vilhjálmsson Ótal sjónarhorn STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir börn og fjölskyldu Freyju Egilsdóttur sem nýverið var ráðinn bani í Danmörku. Hún lét eft- ir sig tvö ung börn sem eru nú í umsjá nákominna ættingja. „Freyja var yndisleg móðir og góð vinkona sem vildi allt fyrir alla gera. Hún var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd þegar á reyndi og gaf sér tíma til að hlusta á aðra, hún var sannarlega vinur vina sinna. Freyja á tvær systur og móður búsettar hér á Íslandi og langar okkur að styrkja fjölskylduna til þess að þau hafi tækifæri á að vera saman á þessum erfiðu tímum. Hugur okkar er hjá þeim og blessuðum börnunum,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Númer söfnunarreikningsins er 0511-14-007189 kt. 250463-2789. Sem kunnugt er fannst Freyja lát- in á heimili sínu í bænum Malling á Austur-Jótlandi 2. febrúar síðast- liðinn. Fyrrver- andi sambýlis- maður Freyju, 51 árs gamall, var handtekinn grun- aður um að vera valdur að dauða hennar. Hann hafði áður tilkynnt að hún væri horfin og vöknuðu strax grunsemdir við lýsingar mannsins. Leitin beindist fljótt að heimili Freyju þar sem lík hennar fannst. Maðurinn játaði við yfirheyrslu hjá lögreglu og var ákærður fyrir manndráp og fyrir ósæmilega með- ferð á líki. Hann fékk tíu ára dóm ár- ið 1996 fyrir manndráp á barnsmóð- ur sinni. gudni@mbl.is Söfnun fyrir fjölskyldu Freyju Freyja Egilsdóttir  Börn hennar eru í umsjá nákominna ættingja  Tvær systur og móðir búa á Íslandi Að fenginni tillögu Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands til mennta- og menningarmálaráðu- neytisins hefur ráðherra tekið ákvörðun um að verkefni Safnahúss- ins við Hverfisgötu færist til Lista- safnsins frá og með 1. mars næst- komandi og verði vettvangur nýrrar grunnsýningar þess. Sýningin Sjón- arhorn sem staðið hefur yfir frá árinu 2015 mun renna sitt skeið í apríl en sýningin er samstarfsverk- efni sex menningarstofnana um sjónrænan menningararf. Einstakur menningararfur „Þjóðminjasafnið hefur veitt hús- inu forstöðu frá 2013 og á þeim tíma hefur rík áhersla verið lögð á sam- vinnu stofnana í anda nýsköpunar í opinberri stjórnsýslu. Það fer því vel á því nú að Listasafn Íslands taki við húsinu frá Þjóðminjasafninu,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður. „Það er ánægjulegt að ráð- herra hafi nú tekið ákvörðun um það að þessi merka og fagra bygging verði áfram vettvangur fyrir spenn- andi safnastarf í þágu almennings. Sérstaklega er spennandi að takast á við það að nýrri grunnsýningu verði ætlað að veita börnum og safn- gestum almennt hughrif á grundvelli okkar einstaka menningararfs sem Listasafn Íslands varðveitir,“ segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Lista- safns Íslands. Stefnt á Menningarnótt Aðspurð segir Harpa að það sé áhugaverður kostur að nýta nýja tækni og byggja á vísindum til fjöl- breyttrar miðlunar, ekki síst til yngstu gestanna. Undirbúningur og hugmyndavinna við mótun sýningar er hafin og viðmiðið að hún verði opnuð á Menningarnótt, í síðari hluta ágústmánaðar. sbs@mbl.is Ný grunnsýning opnuð í sumar  Listasafn Íslands fær Safnahúsið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Safnahúsið Glæsilegri byggingu verður fengið nýtt hlutverk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.