Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 ✝ Sigfríð Hall-grímsdóttir fæddist á Skála- nesi við Seyðis- fjörð 14. júní 1927. Hún lést 1. febr- úar 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hallgrímur Óla- son, bóndi í Skála- nesi, f. 22.1. 1889, d. 9.6. 1965, og María Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 26.1. 1891, d. 13.4. 1969. Önnur börn þeirra: Óli Svavar, f. 30.5. 1912, d. 6.5. 1987, Valgerður, f. 8.10. 1913, d. 21.4. 1987, Steinunn, f. 9.3. 1915, d. 16.10. 1994, Guðmundur, f. 6.7. 1916, d. 15.5. 1930, Jónína Margrét, f. 21.8. 1918, d. 19.8. 2005, Hulda, f. 28.9. 1919, d. 15.12. 1988, Hallgrímur, f. 14.9. 1923, d. 14.9. 1998, Hólm- steinn, f. 31.5. 1925, d. 7.3. 2003 og Helga, f. 17.8. 1928. Sigfríð giftist Kristjáni Herði Hjartarsyni, loftskeyta- manni og framkvæmdastjóra þann 21. ágúst 1948. Hörður var fæddur 11. nóvember 1927 á Ísafirði, sonur Ingibjargar Amelíu Kristjánsdóttur, f. 7.10. 1898, d. 24.03. 1974, og Hjartar Guðmundssonar, f. Hallgrímur, f. 4.7. 1958, m. Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, f. 21.7. 1964. Hallgrímur var áður kvæntur Kristínu Guð- nýju Klemensdóttur, börn þeirra eru Klemens, f. 5.2. 1980, og Sigfríð, f. 14.11. 1986. 5) Helena, f. 19.4. 1964. Barn hennar og Kristins Finn- boga Kristjánssonar er Hörð- ur Ingi, f. 7.10. 1981. Barn hennar og Vilhjálms Árnason- ar er Hjálmdís Ólöf, f. 2.5. 1988. Fyrir átti Sigfríð Ingu Þórarinsdóttur, f. 14.11. 1946, m. Ólafur Magnús Kristinsson, f. 2.12. 1939, d. 4.1. 2018. Börn þeirra eru Helga, f. 20.8. 1970, Lilja, f. 17.2. 1972, Guð- laugur, f. 27.10. 1973, Krist- inn, f. 10.2. 1978, d. 22.3. 2017, og Hildur, f. 29.9. 1984. Sigfríð fæddist á bænum Skálanesi við Seyðisfjörð og ólst upp í stórri fjölskyldu. Hún ól börnin sín upp á Seyð- isfirði og hafði hönd í bagga með uppeldi barnabarna sinna. Síðar fluttist Sigfríð til Reykjavíkur þar sem hún bjó og starfaði fram á eftirlauna- ár. Stuttu fyrir aldamót missti hún sjónina. Hún var virk í starfi Blindrafélagsins þar til hún lagðist inn á Grund snemma árs 2018. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju 10. febrúar 2021. Streymt verður frá útför, stytt slóð á streymi: tinyurl.com/3p4jxaqp Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 29.1. 1901, d. 15.11. 1986. Fóst- urforeldrar Harð- ar voru Bjarni Andrésson, f. 14.4. 1886, d. 12.1. 1947, og Jónína Ósk Guð- mundsdóttir, f. 28.9. 1886, d. 9.3. 1966. Hörður lést 22. september 2014. Börn Harðar og Sigfríðar eru 1) Bjarndís, f. 16.11. 1948, m. Steindór Guðmundsson, f. 8.6. 1947, d. 15.2. 2000. Börn þeirra eru Eva Hrönn, f. 13.7. 1971, Fríða Dóra, f. 27.8. 1974, og Snorri Valur, f. 10.7. 1981. 2) Valur, f. 11.3. 1954, d. 24.10. 2018, m. Þuríður Höskulds- dóttir, f. 28.12. 1967. Valur var áður kvæntur Kristínu Aðalbjörgu Árnadóttur, börn þeirra eru Arna Hildur, f. 14.7. 1976, d. 30.3. 2002, Sig- rún, f. 20.8. 1985, og Þórdís, f. 7.11. 1987. 3) Hjörtur, f. 23.10. 1955, m. Mimie Fríða Libongcogon, f. 2.6. 1962. Börn þeirra eru María Elisa- beth, f. 31.3. 1993 og Hörður, f. 9.2. 1996. Sonur Hjartar og Katrínar Guðmundsdóttur er Guðmundur, f. 31.10. 1973. 4) Elsku amma, mín önnur móð- ir og besta vinkona. Ég er svo glöð fyrir þína hönd að þú hafir fengið hvíldina góðu og að þú skulir nú vera með afa, en sársaukinn er mikill og erfitt að koma orðum að því hversu mikið ég sakna þín. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðasta spöl- inn, enda áttum við tvær svo sérstakt samband og dýrmætt að ég hafi setið hjá þér síðustu nóttina að spila tónlist sem var í uppáhaldi hjá þér. Síðastliðna daga hef ég verið að rifja upp minningar um þig í gegnum tíðina og ég brosi þegar ég hugsa til þín. Sérlega minn- isstæð er ferðin þegar þú komst í útskriftina mína í Bandaríkj- unum 87 ára gömul. Þú varst harðákveðin að koma alla þessa leið til að fagna þessum áfanga með mér, enda léstu ekki neitt stoppa þig þegar þú varst búin að gera upp hug þinn. Þetta var ógleymanleg ferð og ekki marg- ir sem hafa sötrað bjór eða synt í sjónum með ömmu sinni á South Beach í Miami. Það var alltaf svo gaman með þér og þú varst ávallt til í að bralla eitt- hvað saman, enda finnst mér orðatiltækið „hrókur alls fagn- aðar“ eiga svo vel við þig og ég er viss um að margir séu sam- mála mér. Amma var mikil félagsvera og naut samveru með skemmti- legu fólki. Einn ljós punktur í því þegar hún missti sjónina var að þá fór hún að mæta í Blindrafélagið tvisvar í viku með afa og eignaðist hún kæra vini þar. Má sérstaklega nefna vinkonurnar skemmtilegu sem hittust oft í „happy hour“ og gerðu sér glaðan dag. Í uppá- haldi var að fara á Café Bleu þar sem þjónustufólkið var farið að þekkja þær vel og því fengu þær sérlega góða þjónustu, enda fáir kúnnar skemmtilegri. Afi fékk það hlutverk að vera bílstjóri sem honum fannst fínt því hann vildi ekkert meira en að gera Fríðu sína hamingju- sama. Amma sagði mér að þegar ég var lítil hafi ég reglulega sagt við hana að hún væri svo hörð af sér og þegar hún missti sjónina þá var augljóst hversu sterk hún var því hún ákvað fljótt að láta sjónleysið ekki stjórna lífi sínu. Amma gerði orðatiltækið „ég get, ég skal“ að sínu og lifði eftir því. Hún sýndi mér hvað styrkur er og að mótlæti sé yf- irstíganlegt. Í gegnum hana sá ég hvað jákvætt viðhorf til lífs- ins er mikilvægt – amma er og mun alltaf vera mín helsta fyr- irmynd. Komið er að kveðjustund, en minningarnar um yndislega manneskju lifa að eilífu. Takk fyrir að vera ekki bara besta amman, heldur líka besta vinkona mín. Takk fyrir fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig. Takk fyrir að elska mig eins og þína eigin dóttur. Takk fyrir að vera þú. Þín Hjálmdís. Amma Fríða var einstök. Ég dáðist alltaf að þessari kraft- miklu, hressu og sjálfstæðu konu. Við vorum nánar vinkonur og skipti aldursmunurinn þar litlu máli, ég gat leitað til ömmu með alls kyns mál og mætti allt- af skilningi af hennar hálfu. Það kemur svo margt upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu og margar góðar stundir sem tengjast henni. Ömmu sem bauð heim í blómkálssúpu, bak- aði snúða og skonsur þrátt fyrir að hafa misst sjónina fyrir mörgum árum, ömmu sem lét sjónleysið ekki aftra sér og gekk í Laugardalslaugina því hún sagði það svo mikilvægt að halda sér í formi á gamals aldri. Ömmu sem var fyrirmynd í svo mörgu. Amma var mikil selskapskona og hún sagði mig hafa erft þann eiginleika frá sér. Mér er minn- isstætt þegar við stöllur fórum út að borða og amma, sem þá var 89 ára, bauð mér í fordrykk heim til sín í Blindrafélagið, þaðan fórum við út að borða og vorum úti á lífinu fram undir miðnætti. Flestir í kringum mig hafa heyrt mig tala um ömmu Fríðu og ég hef líklega sagt flestum vinum mínum að átt- ræðisafmælisgjöfin frá Helgu systur hennar var klukka sem einungis innihélt tölustafinn 5 og á stóð „it’s always 5 o’clock somewhere“. Amma naut lífsins og lifði í núinu og er það eig- inleiki sem ég hef reynt að til- einka mér. Þegar ég bjó í Barcelona sagði pabbi sálugi að amma vildi hafa almennilegt partí á níræð- isafmælinu sínu og því kom ekk- ert annað til greina en að ég gerði mér ferð til Íslands til að taka þátt í fjörinu. Amma sá mjög illa en hún varð klökk og þakklát þegar hún hitti mig óvænt í veislunni, veislunni sem var fram á nótt og þær systur, báðar um nírætt, dönsuðu manna mest. Amma hafði beðið lengi eftir að fá hvíldina og því sé ég hana fyrir mér núna, alsæla og dans- andi við afa og pabba í sum- arlandinu. Takk fyrir allt elsku amma mín. Sigrún K. Valsdóttir. Fríða var búin að bíða lengi eftir kallinu og sagði stundum í hálfkæringi að hún vissi ekki hvað hún hefði til saka unnið að fá ekki að fara. Hún lagði end- anlega árar í bát þegar Valur sonur hennar dó eftir langa og stranga baráttu í október 2018. En hjarta Fríðu var sterkt og neitaði að hætta að slá þótt allt annað væri farið. Hún sofnaði loks friðsælum svefni, svefnin- um langa, eftir þriggja ára bið. Við Fríða kynntumst austur á Seyðisfirði þegar ég var rúm- lega sextán ára og hún var tengdamóðir mín í næstum þrjá áratugi. Sá þráður slitnaði aldr- ei þótt leiðir okkar Vals skildi. Ég á Fríðu margt að þakka og hjá henni lærði ég kúnstir í eld- húsi og við heimilishald sem ég hef alla tíð búið að. Allt varð að dýrindis krásum í meðferð Fríðu sem vann öll sín verk af mikilli röggsemi og vandvirkni. Hún kunni líka að njóta lífsins og fátt sló hana út af laginu. Það kom best í ljós hve kröftug og órög hún var þegar hún missti sjónina. Hún hélt sínu striki, fór áfram í sund daglega, gekk úr Skipholtinu þar sem þau Hörður bjuggu, og það snart hjarta manns að sjá þau leiðast á göng- unni niður í Laugardalslaug. Hörð missti hún haustið 2014. Þá missti Fríða mikið þótt hún héldi sínu striki. Áfram fór hún allra sinna ferða fótgangandi og þáði litla aðstoð svo sjálfstæð og kjörkuð sem hún var. Fríðu var ekki skemmt þegar hún heyrði að einhver hefði látið fólkið hennar vita hve óvarlega hún hefði farið yfir mikla umferð- argötu og næstum orðið fyrir bíl. Hún krafðist þess að fá að vita hvaða klöguskjóða hefði lapið þetta í Sigrúnu sonardótt- ur hennar og hefði ugglaust les- ið þeirri pistilinn. Við munum Fríðu eins og hún var. Hugsum til æskuslóða hennar, Skálaness við Seyðis- fjörð þar sem hún ólst upp í stórum og samheldnum systk- inahópi. Stúlkan var svipfögur og fríð, og var kölluð Fríða. Þegar hún var sex ára var prestur fenginn til að skíra hana og þá fékk hún nafnið Sigfríð. Á Seyðisfirði bjuggu þau Hörður lengst af, á meðan börnin uxu úr grasi, en Fríða var alltaf stað- ráðin í því að flytja suður til Reykjavíkur, ekki síst til að búa nærri systkinum sínum. Í þeim hópi ríkti mikil lífsgleði og sam- heldni. Og Fríða sem lét aldrei sitja við orðin tóm flutti þótt nokkur bið yrði á því að Hörður fylgdi henni. Hann sinnti fullu starfi fyrir austan á meðan hann gat og þau héldu tvö heimili um nokkurt skeið. Fríða sem heldur aldrei lét deigan síga hélt út á vinnumarkaðinn og vann við umönnun á Hrafnistu á meðan hún hafði sjón. Eftir að sjónin fór að daprast varð Fríða mjög virk í starfi Blindrafélagsins og naut þess. Hún var félagslynd og vinsæl, áhugasöm, opin og já- kvæð, og ég held að ég geti full- yrt að hún varð vinkona flestra minna og þeim kær. Svo frjáls- huga, eins og ein orðaði það, og fordómalaus sem hún var. Dætur okkar Vals hafa nú misst pabba sinn, afa sína og báðar ömmur á skömmum tíma. Stórt skarð og tóm sem ein- ungis er hægt að fylla með góð- um minningum. Minningin lifir, þakklætið fyrir veganestið og skilyrðislausan kærleika lifir að eilífu. Hvíl í friði, elsku Fríða. Kristín Aðalbjörg Árnadóttir. Fríða móðursystir mín hefur kvatt þessa jarðvist og fengið langþráða hvíld. Fríða var alla tíð hluti af mínu lífi. Þó að nokkur aldurs- munur væri á þeim systrum mömmu og Fríðu voru þær og fjölskyldurnar báðar mjög nán- ar og samgangur mikill. Hug- urinn leitar aftur til æskuár- anna þegar ég fékk að vera á Túngötunni hluta úr nokkrum sumrum, en með mér voru krakkarnir, þá orðnir sex á heimilinu. Gestagangur fylgdi sumarmánuðunum og eins vegna starfa Harðar. Eins og gefur að skilja útheimti heim- ilishaldið mikla vinnu en hjá Fríðu var röð og regla á þeim hlutum. Það var bakað á ákveðnum dögum, þvottur þveg- inn á öðrum og svo voru tiltekt- ardagar. Þá var úthlutað verk- efnum og ég man það að ég fékk, að því er mér fannst, ansi oft það hlutverk að taka til í skóskáp sem var í forstofunni sem fólst í að raða skóm og bursta yfir þá, sem segir nokk- uð til um hvað vandað var til við tiltektina á Túngötunni. Það var mikil vinna á þessum árum að vera með stóran barnahóp, þá voru föt á börnin útbúin heima, saumað og prjónað. Fríða var einstaklega fær á þessum svið- um og allt hennar handbragð með afbrigðum fallegt. Þrátt fyrir að reka stórt heimili gaf Fríða sér tíma í að sinna áhugamálum sínum, hún hafði gaman af að syngja, söng m.a. með Bjarma og kirkjukór Seyðisfjarðarkirkju. Hún starf- aði með leikfélaginu, tók þátt í uppsetningum á leikritum og var í kvenfélagi eins og tíðkaðist gjarna á þessum árum. Fríða ákvað að söðla um í lífi sínu eftir sex áratugi á Seyð- isfirði, flutti suður til Reykjavík- ur og réð sig til starfa á Hrafn- istu. Það þarf kjark til að taka svona ákvörðun og Fríða var kjörkuð kona. Þessi ákvörðun reyndist henni farsæl, hún kunni vel við sig og naut sam- vista við fjölskyldu, systkini og vini. Fríða kunni vel að meta lífsins gæði og hafði gaman af að skemmta sér. Fríða og Hörð- ur voru ávallt höfðingjar heim að sækja og eins og á Túngöt- unni forðum daga var oft gest- kvæmt hjá þeim í Skipholtinu þar sem þau bjuggu á Reykja- víkurárunum. Fyrir ríflega 20 árum missti Fríða að miklu leyti sjónina. Hún tókst á við það með ein- stöku æðruleysi og dugnaði. Lét það ekki aftra sér frá að lifa líf- inu, fór í ferðir innanlands og erlendis, sinnti öllum heimilis- störfum með myndarskap eins og áður. Það var tekið slátur og allir keppir auðvitað saumaðir, bakaðar randalínur fyrir jólin og sendar á fjölskyldu og vini alveg eins og áður en hún missti sjónina. Hún hélt áfram að stunda hreyfingu af sama krafti og áður, gekk og fór nánast daglega í sund. Fríða tók virkan þátt í félagsstarfi Blindrafélags- ins. Hún eignaðist þar góða vini og naut mjög starfsins og fé- lagsskaparins þar. Eftir að hún missti Hörð fór að draga af henni og þessi sterka kona missti smám saman lífsneistann. Nú er mín elsku- lega móðursystir komin á betri stað og ég vil þakka samfylgd- ina, góðsemi og hlýju í minn garð alla tíð. Far þú í friði, mín kæra. Við Tryggvi vottum Ingu, Bjarndísi, Hirti, Hallgrími og Helenu, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum okkar dýpstu samúð. Halla María Árnadóttir. Meira á www.mbl.is/andlat Frá því að ég man eftir mér hefur „amma Fríða“ verið til staðar. Þó var hún ekki amma mín, hún var amma Örnu Hild- ar, Sigrúnar og Þórdísar, frænkna minna. Þegar ég og Arna vorum litl- ar, austur á fjörðum, veltum við oft fyrir okkur lífinu og tilver- unni. Örnu fannst á mig halla, að ég ætti eina ömmu og afa – ömmu Diddu og afa Árna – en hún þau bæði, auk Fríðu og Harðar. Arna var hins vegar aldrei ráðalaus og hún leysti þetta vandamál snögglega og „gaf mér“ helming sinn í þeim síðarnefndu. Þá vorum við jafn- ar, sem henni fannst alltaf best. Þessu hlógum við Fríða að fyrir ekki svo löngu, þá búnar að kveðja Örnu. Fríða var einstök kona. Ég mun ætíð minnast Fríðu sem sterkrar konu sem var síglöð, umhyggjusöm, forvitin og ofur- skörp. Það var alltaf stutt í kæti, fallegt bros og dillandi og smitandi hlátur. Nú hefur elsku Fríða kvatt og er komin í sumarlandið til Harðar, Vals og Örnu. Ég færi fjölskyldu Fríðu mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Auður. Sigfríð Hallgrímsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GÚSTAFSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 28. janúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju laugardaginn 13. febrúar klukkan 13. Hjalti Gunnarsson Gústaf Adólf Hjaltason Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir Sigurþór Hjalti Gústafsson Arna Þórdís Árnadóttir Kristrún Gústafsdóttir Kristinn Arnar Svavarsson Ásbjörg Gústafsdóttir Benjamin Collins Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Eygló Ósk Gústafsdóttir Snorri Rafn Theodórsson Hjalti Reynir Ragnarsson Aníta María Hjaltadóttir og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA DAHLMANN, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Laugarás föstudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg föstudaginn 12. febrúar klukkan 15. Ekki verður streymt frá athöfninni en allir ættingjar og vinir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sigurður Bragi Guðmunds. Irina Kiry Gunnar Karl Guðmundsson Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir Heimir Guðmundsson Margrét Helgadóttir Hanna Guðlaug Guðmundsd. Bertrand Lauth Bryndís Guðmundsdóttir Ívar Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra VALRÓS ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis á Karlsrauðatorgi 12 á Dalvík, lést á dvalarheimilinu Dalbæ mánudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 12. febrúar klukkan 13.30 Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni jarðarfarir í Dalvíkurkirkju. Friðbjörg R. Jóhannsdóttir Helga Jóhannsdóttir Óli Þór Jóhannsson Ingunn Bragadóttir ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.