Morgunblaðið - 10.02.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. febrúar 2021BLAÐ 50 ára Einar er Hafn- firðingur, en býr í Hveragerði. Hann er PGA-golfkennari, er rekstrarstjóri Golf- klúbbs Hveragerðis og fararstjóri í golfdeild ferðaskrifstofunnar Vita. Maki: Rakel Árnadóttir, f. 1971, graf- ískur hönnuður hjá húsgagnaversluninni Ilva. Börn: Einar Gísli, f. 1996, Kolbrún María, f. 2000, og Rebekka Einarsdóttir, f. 2010. Stjúpdóttir er Dröfn, f. 1999. Foreldrar: Jenný Einarsdóttir, f. 1953, fyrrverandi skrifstofumaður, og Hjalti Sæmundsson, f. 1947, fyrrverandi yfir- varðstjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæsl- unnar. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Einar Lyng Hjaltason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gefur endalaust af þér í sam- bandi, meira en góðu hófi gegnir. Endur- skoðaðu ákvörðun þína varðandi lánamál, margt hefur breyst á þeim vettvangi. 20. apríl - 20. maí  Naut Djúpur skoðanaágreiningur ríkir á milli þín og makans. Gefðu þér tíma til þess að gaumgæfa lausnir á honum, það er öll- um fyrir bestu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gerðu eitthvað öðruvísi í dag, vanafestan hjá þér er út úr öllu korti. Þér berst boð í samkvæmi sem þú áttir ekki von á að fá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna. Stuttar ferðir út á land eða fyrirlestraröð er fram undan, passaðu að sinna fjölskyldunni líka. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta ávaxt- anna af mikilli vinnu þinni. Reiknaðu með því að þurfa að opna budduna næstu daga. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru margar hendur á lofti þér til aðstoðar. Peningar eru ekki allt, þótt þeir séu nauðsynlegir. Brennt barn forðast eld- inn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú færð oft góðar hugmyndir en fylgir þeim sjaldnast eftir. Þú færð frábæra við- skiptahugmynd og ættir að láta hana verða að veruleika. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú nýtur þess að fegra heim- ilið þessa dagana. Þú færð nýja nágranna sem eiga eftir að hrista upp í tilverunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar að kaupa eitthvað í dag vegna þess að þér finnst að þú verðir einfaldlega að eignast það. Börn þurfa festu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Vand- aðu framsetningu þína svo ekkert fari á milli mála. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt líklega lenda í einhvers konar valdabaráttu í dag. Njóttu þess að fara í stutt frí og hlaða batteríin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert hvatvís og gætir farið í óvænt ferðalag. Ef þú gefur því gaum kemstu að því að aðrir finna líka fyrir streitu eða kvíða af og til. sem Guðmundur hafði fengið starf sem aðalþjálfari hjá sundfélaginu Randers Svømmeklub Neptun. „Þar dvöldum við í fimm ár en við heimkomuna frá Danmörku síðsum- ars 1985 hóf ég ásamt konu minni að byggja upp heildsölufyrirtækið Aqua Sport, sem við höfðum stofnað í Danmörku. Rákum við Aqua Sport í ríflega 40 ár, fluttum inn og seldum sundvörur.“ Árið 1993 hóf Guð- mundur störf hjá Kópavogsbæ, sem forstöðumaður Sundlaugar Kópa- vogs, og starfaði þar í 13 ár, en tók náminu starfaði ég sem aðstoðar- þjálfari hjá Don Gambril, einum af ólympíuþjálfurum Bandaríkjanna í sundi. Það starf gaf mér góða reynslu í þekkingu í sundþjálfun.“ Samhliða kennslunni og sund- þjálfuninni var Guðmundur náms- stjóri í sundi hjá menntamálaráðu- neytinu í hlutastarfi. „Í því starfi samdi ég nokkrar bækur um sund- kennslu og sundfræði til nota til menntunar og símenntunar íþrótta- kennara.“ Árið 1980 flutti fjöl- skyldan til Randers í Danmörku, þar G uðmundur Þorbjörn Harðarson fæddist 10. febrúar 1946 í Holt- unum í Reykjavík og ólst þar upp. „Ég fór í sveit sex ára að aldri til afabróður míns, Sigurjóns Oddssonar, og Guð- rúnar konu hans og afkomenda þeirra á Rútsstöðum í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu. Þar dvaldi ég átta sumur hjá frændfólki mínu, mér til mikillar ánægju og gagns.“ Grunnskólaganga Guðmundar hófst við sjö ára aldurinn í Austur- bæjarskólanum, síðan lá leiðin í Lindargötuskólann. Síðustu tvö ár grunnskólagöngunnar fóru fram í Vogaskólanum þar sem hann var í námi í verslunardeild. „Ég innritaði mig í Sundfélagið Ægi í febrúar 1954, þá nýlega orðinn níu ára að aldri. Sú ákvörðun átti eft- ir að vera afdrifarík fyrir framtíðina. Ég æfði sund hjá Ægi í 13 ár og hóf þjálfun í félaginu árið 1965 og var aðalþjálfari samfellt í 15 ár. Auk þess sat ég í stjórn Ægis í 19 ár.“ Guðmundur var margfaldur Íslands- meistari í sundi og varð einnig Ís- landsmeistari í sundknattleik með Ægi. Guðmundur setti tvisvar sinn- um Íslandsmet, í 200 m skriðsundi og 1.500 m skriðsundi. Starfsferillinn Haustið 1964 hóf Guðmundur nám við Íþróttakennaraskólann á Laug- arvatni og útskrifaðist sem íþrótta- kennari sumarið 1965. Haustið 1965 hóf hann störf við Sundlaug Vestur- bæjar sem sundkennari og kenndi þar í tvö ár. „Þá var komið að því að mennta sig meira og hóf ég nám í íþróttafræðum við University of California Long Beach um haustið 1967, með séráherslu á sundíþróttir, og lauk því 1968.“ Guðmundur fékk stöðu sem íþróttakennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi haustið 1968 og hóf kennslu í nýju íþróttahúsi á Nesinu. Þar kenndi hann til 1980 að undan- teknum tveimur árum, 1973-1975, þegar hann dvaldi í University of Alabama í Tuscaloosa. Hann útskrif- aðist þaðan með BSc-gráðu í íþrótta- fræðum og heilsufræði. „Samhliða við stjórn Salalaugar þegar hún var opnuð á sumardaginn fyrsta 2005 og stýrði henni í 10 ár. Guðmundur hefur tekið þátt í fjöl- mörgum félagsstörfum á undan- förnum árum, aðallega félagsstarfi sem lýtur að íþróttastarfsemi, þó aðallega sundíþróttum. Þar má nefna setu í tækninefnd Smáþjóða- leikanna, sem fulltrúi Ólympíusam- bandsins 2004-2017, sundtækni- nefnd LEN, Sundsambands Evrópu 1998-2016, formennsku í Samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi 1995-1998 og setu í stjórn afreks- sjóðs ÍSÍ 1996-2014. Guðmundur varð heiðursfélagi í sundfélaginu Ægi 1987, hlaut gullmerki ÍSÍ 1997, varð heiðursfélagi í Samtökum for- stöðumanna sundstaða á Íslandi 2015, hlaut heiðurskross ÍSÍ, æðsta heiðursmerki ÍSÍ, 2017, varð heið- ursfélagi Sundsambands Íslands 2017 og hlaut gullmerki Íþrótta- bandalags Reykjavíkur sama ár. Ólympíuleikar Guðmundur hefur farið á sjö Ól- ympíuleika. Hann var fyrst valinn þjálfari á leikana 1972 í München, síðan 1976 í Montréal og loks á leik- ana í Seúl 1988. „Þetta var mikil upplifun og ánægjulegt að hafa feng- ið tækifæri á að sjá allt besta sund- fólkið í heiminum keppa, og þjálfa þá Íslendinga sem kepptu á þessum leikum. Auk þess að fara á þrenna Ólympíuleika sem þjálfari hlotnaðist mér sá heiður að að fara á ferna leika með RÚV til þess að lýsa sund- keppni leikanna. Eftir að hafa lýst leikunum árin 1992 og 1996 úr sjón- varpssal fékk ég tækifæri á að fara á leikana 2000 í Sydney, 2004 í Aþenu, 2008 í Peking og 2012 í London. Þarna vann ég með miklum fag- mönnum sem kenndu mér til verka, s.s. Samúel Erni Erlingssyni, Arnari Björnssyni, Bjarna Fel. og Ingólfi Hannessyni. Ég fylgist enn með sundinu, það er auðveldara núna á netinu en þeg- ar heimsafrekaskráin kom út tvisvar á ári. Annars er ég enn að venjast því að vera kominn á ellilaun, en við hjónin seldum fyrirtækið okkar, Aqua Sport, 1. júlí í fyrra.“ Guðmundur Þ. Harðarson, íþróttakennari, fv. forstöðumaður og sundþjálfari – 75 ára Stórfjölskyldan Guðmundur og Ragna á 70 ára afmæli hennar fyrir þrem- ur árum ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Framtíðin var ráðin í sundinu Hjónin Stödd á Fídjí-eyjum. Sundþjálfarinn Guðmundur 1976. 40 ára Mariya er frá Novosibirsk í Síberíu, Rússlandi, en fluttist til Íslands árið 2018 og býr í Reykjavík. Hún er barnalæknir að mennt frá Lækna- háskólanum í Novosi- birsk og lauk námi í stjórnun við The Open University á Englandi. Mariya var innkaupastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Katren í Novosibirsk en er núna í námi til viður- kenningar bókara hjá NTV. Maki: Ágúst Harðarson, f. 1969, B.Sc. í umhverfissskipulagi frá LBHÍ og sjálf- stætt starfandi. Foreldrar: Nadezda Glazunova, f. 1958, og Sergei Glazunov, f. 1954. Þau störf- uðu við vatnsveitu, en eru komin á eft- irlaun. Þau eru búsett í Novosibirsk. Mariya Fominykh Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.