Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 46. tölublað 109. árgangur
ÓVISSA UM
LYKILMENN
ÍSLANDS FRÆGÐARFÖR TIL ÍSRAELS
TÓNLEIKA-
HALD Á NÝ
Í HAUST
HATARI 28 VIÐSKIPTAMOGGINNUNDANKEPPNIN 27
Nóg var um að vera á veitingastaðnum Sümac á Laugavegi í
gærkvöldi, og höfðu þeir Halldór Hafliðason og landsliðs-
kokkurinn Jakob Zarioh í nægu að snúast þegar ljósmyndara
Morgunblaðsins bar að garði. Létt verður á sóttvarnaaðgerð-
um í dag, og munu því veitingastaðir nú geta tekið á móti allt
að fimmtíu manns í einu. »4
Morgunblaðið/Eggert
Nóg að gera
í aðdraganda
tilslakana
Með því að
velja íslenska
hönnun inn í ný-
byggingar myndi
hið opinbera
styðja við iðn-
aðinn á krefjandi
tímum. Jafn-
framt myndi for-
dæmið hafa já-
kvæð áhrif á
eftirspurnina til
framtíðar. Skapa ný vörumerki.
Þetta segir Jóhanna Klara Stef-
ánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkja-
sviðs hjá Samtökum iðnaðarins, í
samtali við ViðskiptaMoggann.
Tilefnið er að nú eru að rísa
byggingar í miðborginni sem kosta
samtals ekki undir 70 milljörðum.
Vilja sjá íslenska
húsgagnahönnun
Jóhanna Klara
Stefánsdóttir
Formenn umhverfis- og sam-
göngunefndar Alþingis eru sammála
um að bjóða ætti út alþjónustu pósts-
ins sem í dag er veitt af Íslandspósti.
Bergþór Ólason, formaður nefnd-
arinnar, sagði í samtali við mbl.is í
gær að ákvörðun Íslandspósts um að
leggja verð á höfuðborgarsvæðinu
til grundvallar verði á landsvísu
væri fyrirtækisins, og því á ábyrgð
stjórnar þess samkvæmt lögum, þó
að áhöld virðist um það nú hvort að
þeirri ákvörðun hafi verið staðið
með löglegum hætti. »2
Bjóða eigi út
póstþjónustuna
Þóroddur Bjarnason
Baldur Arnarson
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar,
segir stjórnvöld hafa sýnt andvara-
leysi gagnvart miklum breytingum
sem orðið hafi á sjónvarpsmarkaði.
Erlendar streymisveitur herji á
markaðinn með undirverðlagningu
samhliða því að þurfa ekki að lúta
sömu reglum og íslensku fyrirtækin.
Telur Heiðar að annaðhvort þurfi
að jafna leikinn eða styrkja innlenda
fjölmiðla í þessari ójöfnu samkeppni.
Orri Hauksson, forstjóri Símans,
tekur í sama streng. „Þetta er orðinn
alþjóðlegur markaður og það er
óheilbrigt að á Íslandi gildi einar
reglur um innlenda aðila og aðrar
um erlenda. Þar á ég meðal annars
við kröfur um talsetningu, textun og
þuli í beinum útsendingum.
Maður spyr sig hvers vegna í
ósköpunum stjórnvöld og þá sér-
staklega menntamálaráðuneytið,
sem á að halda utan um íslenska fjöl-
miðla og íslenska menningu og
tungu, eru ekki búin að jafna leikinn
hvað þetta varðar,“ segir Orri. Til
dæmis verji Síminn grófreiknað
álíka fjárhæð í þýðingar á ári og
streymisveitan Disney+ fær í
áskriftartekjur á Íslandi.
Titringur á markaðnum
Til tíðinda hefur dregið á íslensk-
um sjónvarpsmarkaði undanfarið.
Stöð 2 ákvað að hafa fréttir hluta
af læstri dagskrá og Viaplay samdi
við KSÍ um útsendingar á leikjum
landsliðsins í knattspyrnu.
Hefur þetta tvennt vakið umræðu
um aðgengi að sjónvarpsefni og upp-
runa þess á íslenskum markaði. En
Íslendingar geta
nú horft á erlent
efni og erlendar
íþróttir án þess
að skipta við ís-
lensku stöðvarn-
ar. Vegur þar
þyngst að að-
gengi að
streymisveitum
eykst ár frá ári.
Með þetta í
huga efndi ViðskiptaMogginn til
hringborðsumræðna um framtíð
sjónvarps með þeim Orra og Heiðari
og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra.
Stefán segir málið líka varða
menningarlegt sjálfstæði.
„Hvenær munu [erlendu efnisveit-
urnar] fara að segja okkur hvernig
innlent efni við eigum að framleiða?“
spyr Stefán um ritstjórnarvaldið.
Talið barst einnig að félagsmiðlum
en Heiðar segir það einfalt mál að
skattleggja milljarðatekjur slíkra
miðla vegna auglýsingasölu.
Undirverðlagning
og ójafn leikur
Sjónvarpsstjórar segja erlenda risa fá forskot hér á landi
Stefán
Eiríksson
Orri
Hauksson
Heiðar
Guðjónsson
MViðskiptaMogginn
Sveitarfélög og félög sérfræðinga
hafa kvartað til Sjúkratrygginga Ís-
lands (SÍ) og heilbrigðisráðuneytis
vegna erfiðra samskipta við SÍ.
Akureyri, Vestmannaeyjabær,
Höfn og Fjarðabyggð sögðu upp
samningum um rekstur hjúkrunar-
heimila. Ásthildur Sturludóttir
bæjarstjóri sagði að hún hefði talið
að viðræður við SÍ færu fram af heil-
indum. Annað kom í ljós þegar sveit-
arfélögin báru saman bækur sínar.
Félag sjúkraþjálfara hefur kvart-
að við ráðuneytið vegna framkomu
SÍ og forstjórans. Talmeinafræð-
ingar eru einnig óánægðir. »10
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjúkratryggingar Ýmsir óánægðir.
Erfið
samskipti
Kvartað vegna
Sjúkratrygginga