Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ísfélagið í Vestmannaeyjum tók í gær við nýju uppsjávarskipi sem er keypt frá Nor- egi. Skipið bar áður nafnið Hardhaus, en fær nafnið Álsey VE 2. Það var smíðað í skipasmíðastöðinni Fitjum í Noregi 2003 og er 68,8 metrar á lengd og 13,83 m á breidd. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ís- félagsins, segir að skipið sé vel búið, hafi verið vel við haldið og gengið vel alla tíð. Ekkert sé að vanbúnaði að halda til veiða á loðnu til hrognatöku eftir helgi og verður Jón Axelsson með skipið á vertíðinni. Stefán segir að Ísfélagið sé búið að veiða um tvö þúsund tonn af 13.700 tonna kvóta og verði öll þrjú uppsjávarskip félagsins að veiðum í næstu viku. Áhersla sé lögð á loðnuhrognin á þessari snörpu vertíð. Hann segir að loðna sé víða og gott ástand á henni. Síðasta sunnudag hafi skip verið að veiðum út af Grindavík, við Vestmanna- eyjar og á Meðallandsbugt og alls staðar hafi verið góður afli. Í gær hafi Geir á Polar Amaroq orðið var við stóra torfu á Faxaflóa og það séu ánægjuleg tíðindi. Greinilega sé umtalsvert magn af loðnu á ferðinni. Í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar er haft eftir Geir Zoëga, skipstjóra á Polar Amaroq, að í Jökuldýpi norðvestur úr Garð- skaga hafi þeir komið í „svakalega torfu“, sem nái frá kili og niður undir botn. „Hér er sko alvöruvertíðarganga á ferð- inni,“ sagði Geir meðal annars á heimasíðu SVN. aij@mbl.is Búa sig undir veiðar á loðnu til hrognatöku á þremur skipum á snarpri loðnuvertíð Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Umtalsvert magn af loðnu Til veiða Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, og Jón Axelsson skipstjóri spjalla í brúnni á Álsey í gær. Jón verður með skipið út vertíðina, en hann er annars annar tveggja skipstjóra á Sigurði VE. Þriðja uppsjávar- skip Ísfélagsins er Heimaey VE. Til hægri sést Hardhaus koma til Eyja. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Fyrirhugað íbúðahverfi á Ártúns- höfða og Vogabyggð verður álíka fjölmennt og Grafarvogur en sjöfalt minna. Frumdrög að uppbyggingu á þessum svæðum gera ráð fyrir að um 20 þúsund íbúar rúmist á um 120 hektara svæði. Í Grafarvogi búa um 18 þúsund manns á tæplega 800 hektara svæði. Svokölluð forkynning deiliskipulagstillagna verður haldin á morgun, fimmtudag, en einnig má nálgast frekari upplýsingar á kynn- ingarvef Reykjavíkurborgar, skipu- lag.reykjavik.is. Ámóta þétt og aðrir reitir Pawel Bartoszek, forseti borgar- stjórnar og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Morgunblaðið að svæðið sé ámóta þétt og aðrir þétt- ingarreitir í borginni þar sem upp- bygging íbúðarhúsnæðis sé þegar hafin eða lokið. „Vissulega, við erum að byggja þéttar en þegar við vorum að byggja Staðahverfið í Grafarvogi á sínum tíma, eða þá þessi hverfi sem byggð- ust upp um aldamótin,“ segir Pawel og bætir við að mjög mikið af fólki vilji búa í höfuðborginni, og því sé þörf á fleiri íbúðum til að gera það auðveldara. Pawel segir að við uppbyggingu nýs hverfis sé gert ráð fyrir þremur skólum, einum safnskóla og sund- laug. Þetta verði því hið bærilegasta hverfi. Á myndum sem Reykjavík- urborg hefur látið gera má sjá sér- rými borgarlínu og græn svæði inn- an um þétta byggð, verslun og þjónustu. Segir Pawel að þegar áfangar 1-7 verði kláraðir sé um 8.000 íbúðir að ræða, sem aftur þýði um 20.000 manna byggð. Þá verði hluti hverfisins byggður á landfyll- ingu. Einkabílnum ekki úthýst Pawel segir að í nýju hverfi verði ákjósanlegt fyrir íbúa sem lifa bíl- lausum lífsstíl að búa, en gert er ráð fyrir að ferðatími frá hverfinu og niður á Hlemm með borgarlínu verði um 10 mínútur og skal borg- arlína ekki ganga sjaldnar en á sjö mínútna fresti. „Tengingin á að vera góð, þannig að þeir sem búa þarna, hvort sem það er fólk sem vinnur niðri í bæ, fólk sem vinnur á Landspítalanum eða fólk sem stundar nám við há- skólann, geti þá allavega farið sinna daglegu reglulegu ferða öðruvísi en á bíl.“ Pawel segir að þrátt fyrir það verði einkabílnum ekki úthýst, enda sé stutt í bæði Gullinbrú og Ártúns- brekku, sem og aðrar helstu stofn- æðar höfuðborgarsvæðisins. Álíka fjölmennt og í Grafarvogi  Borgin kynnir tillögu að deiliskipulagi íbúðahverfis á Ártúnshöfða og Vogabyggð á morgun  Gert ráð fyrir 20.000 manna hverfi á um 120 hektara svæði  Ákjósanlegt hverfi fyrir bíllausan lífsstíl Ljósmynd/Reykjavíkurborg Nýtt hverfi Við Krossmýrartorg á að rísa hjarta nýs hverfis á Ártúnshöfða. Lengri útgáfa af viðtalinu verður birt á mbl.is. mbl.is Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Formaður og varaformaður um- hverfis- og samgöngunefndar Alþing- is eru sammála um að bjóða ætti út al- þjónustu póstsins sem í dag er veitt af Íslandspósti, en nefndin hefur fjallað um málið að undanförnu. Að sögn Jóns Gunnarssonar, varaformanns nefndarinnar, hafa helstu hagaðilar verið kallaðir til ásamt fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins. Jón sagði í samtali við mbl.is í gær- kvöldi augljóst að bregðast þurfi við þeirri stöðu að ríkisrekið fyrirtæki skekki samkeppnisstöðu annarra dreifingaraðila, og hljóti til þess myndarlegan styrk úr ríkissjóði. Póst- og fjarskiptastofnun hefur metið alþjónustubyrði Íslandspósts fyrir síðasta ár upp á 509 milljónir, og ber ríkinu að bæta fyrirtækinu þann kostnað. Jón bætir við að fyrirkomulag og verðlagning Póstsins á alþjónustu skekki samkeppnisstöðu annarra að- ila umfram það sem menn gerðu sér grein fyrir við breytingar á lögum sem tóku gildi í fyrra. Hans grund- vallarskoðun sé að eðlilegt sé að bjóða þessa þjónustu út. „Ég tel að það sé margt sem styðji við það að með því fáist miklu eðlilegri sam- keppnisgrundvöllur og hagkvæmasta leiðin til að stuðla að öruggri dreif- ingu til allra landsvæða,“ segir Jón, og bætir við að Pósturinn sé í erfiðri stöðu þar sem hærri verðskrá myndi hafa neikvæð áhrif á samkeppnis- stöðu Póstsins á höfuðborgarsvæðinu og skilja fyrirtækið eftir með dýrasta reksturinn. Undirverðlagning blasi við Bergþór Ólason, formaður nefnd- arinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann efaðist um að nokkrum nefndarmanni hefði komið til hugar, hvað þá hugnast, að verðlagning Ís- landspósts á pakkasendingum um landið allt yrði með þeim hætti að þau fyrirtæki sem hafa sinnt flutninga- starfsemi áratugum saman væru skyndilega í þeirri stöðu að vera und- irverðlögð með þeim hætti sem nú virtist blasa við að væri raunin. Bergþór segir að sér gæti vel hugnast útboðsleið á alþjónustu. Vilja bjóða alþjónustuna út  Íslandspóstur í sjálfheldu að mati varaformanns umhverf- is- og samgöngunefndar  Áhöld um lögmæti ákvörðunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.