Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Við förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Nú ætti allt að komast í fullan gang
aftur,“ segir Þórarinn Finnbogason
veitingamaður á Café Mílanó í
Reykjavík. „Síðustu vikur hafa að-
eins 20 manns mátt vera hér í húsi í
einu en núna getum við verið með
nánast fullan sal eða 50 gesti. Þetta
er algjör bylting og strax og fréttir
um rýmri fjöldatakmarkanir komu
brá hér fyrir fastakúnnum sem ég
hafði ekki séð lengi. Margir hafa
haldið sig í kúlunni sinni í mjög lang-
an tíma og fagna því nú að komast
aftur á kaffihús.“
Í dag taka gildi nýjar reglur um
fjöldatakmarkanir, byggðar á til-
lögum Þórólfs Guðnasonar sótt-
varnalæknis til Svandísar Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra, sem
ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gær.
Sagði Svandís eftir fundinn að Ís-
lendingar ættu að geta glaðst yfir
þeim tilslökunum sem nú taka gildi,
en meginreglan er sú að 50 manns að
hámarki mega vera á sama stað í
einu. Í verslunum, á söfnum,
kirkjum og tilteknum viðburðum
mega vera allt að 200 manns. Sam-
kvæmt þessu verða til dæmis jarðar-
farir ekki háðar jafn ströngum
fjöldatakmörkunum og verið hefur
en síðustu misseri hefur reglan verið
sú að aðeins nánasta fjölskylda hins
láta hefur getað verið viðstödd.
Áhorfendur aftur
Í sundlaugum og á skíðasvæðum
verður heimilt að taka á móti 75% af
leyfilegum hámarksfjölda gesta. Á
líkamsræktarstöðvum mega mest
vera 50 manns í rými. Á íþrótta-
keppnum verður heimilt að hafa
áhorfendur, samkvæmt fyrr-
greindum reglum um hámarksfjölda
í húsi hverju sinni.
Reglur um grímunotkun verða
óbreyttar og áfram verður tveggja
metra nándarregla meginviðmið.
Þetta er gerlegt vegna góðrar stöðu
á kórónuveirufaraldrinum, smit eru
fá og öflug gát á landamærum. Ekki
er þó hægt að fullyrða að landið sé
veirufrítt, og því verður þörf áfram á
góðum smitvörnum, að sögn sótt-
varnalæknis.
Byrja á plokkfiski
Margir munu efalaust fagna því
að veitingastofa IKEA í Kauptúni í
Garðabæ verður opnuð að nýju í dag
eftir langt stopp. Þar verður salar-
kynnum skipt í þrennt og í hverju
rými verða sæti fyrir 50 manns. „Við
byrjum á föstu réttunum; sænskum
kjötbollum, kjúklingi og plokkfiski.
Þegar svo líður lengra fram í vikuna
verður úrvalið meira og matseðillinn
fjölbreyttari,“ sagði Stefán R. Dags-
son framkvæmdastjóri IKEA í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Raunar
hafa síðustu vikur verið nýttar vel
því nú er búið að skipta um gólfefni
og húsgögn í veitingastofunni, mála
veggi og færa sitthvað í nýjan bún-
ing. Viðskiptavinir koma því á enn
betri stað, hvort heldur er matsölu-
stað eða kaffihús.
Rýmri reglur í skólastarfi
Hvað skólastarf áhærir er mesta
breytingin í sóttvörnum sú að
tveggja metra reglan er afnumin og
nú mega 150 manns koma saman,
það er frá og með komandi mánaða-
mótum. Sé ekki unnt að halda eins
metra fjarlægð skulu nemendur og
starfsfólk nota grímu. Viðburðir
tengdir starfi eða félagslífi fram-
haldsskóla, svo sem fyrirlestrar,
ræðukeppnir og slíkt, eru heimilir í
skólabyggingum með áðurnefndum
fjölda- og nálægðartakmörkunum.
Reglur fyrir háskóla eru í sama dúr.
„Þessar opnanir eru mikið fagn-
aðarefni. Nemendur og starfsfólk
hér hafa farið mjög gætilega og gætt
smitvarna, rétt eins og samfélagið
allt. Sem betur fer sjáum við fyrir
endann á þessu ástandi,“ segir
Komast úr kúlunni á kaffihúsið
Slakað á sóttvarnareglum Áfram grímur og fjarlægðarmörk Í 50 manns úr 20 Veitinga-
menn fagna Aftur kjötbollur í veitingahúsi IKEA Félagsstarf í framhaldsskólum hefst að nýju
Ekkert kórónuveirusmit greind-
ist innanlands síðasta sólar-
hring. Í gær voru aðeins 17 í ein-
angrun, sem er fækkun um átta
frá því á mánudag. Níu voru á
sjúkrahúsi rétt eins í fyrradag.
Á landamærunum greindist
einn með mótefni við veirunni.
Tekin voru 1.447 sýni, þar af
voru einkennasýnatökur 1.188
talsins.
Aðeins 12 voru í gær í ein-
angrun á höfuðborgarsvæðinu,
tveir á Suðurnesjum, tveir á
Norðurlandi eystra og einn á
Suðurlandi. 14 daga nýgengi
innanlandssmita á hverja 100
þúsund íbúa er komið niður í
1,4. Alls voru 24 í sóttkví og 882
í skimunarsóttkví.
Aðeins 17 í
einangrun
EKKERT VEIRUSMITTilslakanir á samkomutakmörkunum vegna kórón u veiru
Nándarregla verður
áfram tveir metrar
Áhorfendur mega vera allt að 200 manns
Ef áhorfendur eru standandi er hámarksfjöldi 50
Heimilt er að hafa áhorfendur
á íþróttaviðburðum
Almennar fjöldatak-
markanir verða
50 manns í stað 20 áður
Heimilt verður að
hafa að hámarki
200 viðskiptavini í verslunum,
á söfnum, í kirkjum og
á tilteknum viðburðum
í stað 150 áður
Sund- og baðstöðum og skíða-
svæðum verður heimilt að
hafa 75% af leyfi legum
hámarksfjölda í stað 50%
áður – einnig heilsu-
og líkamsræktar-
stöðvum en að hámarki
50 manns í rými
Almennt verður heimilaður há-
marksfjöldi nemenda 150 í hverju
rými og blöndun milli sóttvarna-
hólfa heimil á öllum skóla-
stigum, líka í háskólum
Regla um nándarmörk verður
1 metri í stað tveggja
Aðeins þarf að bera grímur ef ekki
er unnt að virða 1 metra regluna
Á öllum skólastigum öðrum
en á háskólastigi verður
foreldrum og
öðrum utan-
aðkomandi
heimilt að
koma inn
í skóla-
byggingar
Veitingastaðir
með áfengisveitingar
Hámarksfjöldi verður
50 manns. Heimilt er að
taka á móti viðskiptavinum til
kl. 22.00 en þeir skulu yfi rgefa
staðinn fyrir kl. 23.00
Skóla-
starf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaffihús Þórarinn Finnbogason á Café Mílanó segir að þar hafi brugðið
fyrir fastakúnnum sem ekki hafi sést lengi eftir góðu tíðindin í gær.
Steinn
Jóhannsson
Stefán
Dagsson
Steinn Jóhannsson rektor Mennta-
skólans við Hamrahlíð í Reykjavík.
Staðkennsla hefur verið með
hefðbundnu sniði frá 1. febrúar síð-
astliðnum; eins metra fjarlægðar-
regla í stofum og allir með grímu.
Svo verður áfram, en stóra breyt-
ingin er sú að svigrúm verður fyrir
félagslíf og samkomur í skólanum.
Fleiri geta mætt í matsal og sömu-
leiðis á viðburði í félagslífinu. Nefnir
Steinn þar ræðukeppnina Morfís og
Gettu betur á RÚV, hvort tveggja
viðburði sem eru á dagskrá í vik-
unni.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Létt á sóttvarnaaðgerðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
kynnti nýju tilslakanirnar í gær og sagði að Íslendingar ættu að geta glaðst.
Um 850 manns voru bólusettir á
Suðurlandsbraut 34 í gær með
mjög góðum árangri, að sögn
Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur,
framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá
Heilsugæslunni á höfuðborgar-
svæðinu.
Ragnheiði telst til að 80-90% ald-
urshópsins, þ.e. eldri en 90 ára, séu
nú bólusett. 750 komu í sína aðra
sprautu í gær og teljast þar með
ónæmir að viku liðinni, alltént að
svo miklu leyti sem fullyrða má að
ónæmi sé náð. 100 voru að koma í
fyrri sprautuna og bíða því í þrjár
vikur eftir þeirri seinni. Bólusett
var með efni frá Pfizer.
80-90% búin í bólusetningu
90 ára og eldri
fengu seinni
sprautu í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pfizer Eldri borgarar fengu sprautu fyrir Covid-19 á Suðurlandsbraut 34.
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI