Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Heildsöludreifing
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Bæði íslensku varðskipin, sem nú eru í þjónustu
Landhelgisgæslunnar, verða tekin í slipp á
þessu ári til viðgerða og viðhalds.
Vegna óvæntrar bilunar í skrúfubúnaði varð-
skipsins Týs var það tekið í Slippinn í Reykjavík
fyrr í þessum mánuði. Bilunin var ófyrirséð og
því liggur endanleg kostnaðaráætlun ekki fyrir,
samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar,
upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Ákveðið var að flýta skylduviðhaldi á Tý í leið-
inni en það átti að fara fram á næsta ári. Sömu-
leiðis var ákveðið að ráðast í viðgerðir á bilunum
sem komu í ljós við skoðunina. Varðskipið Týr
var smíðað í Árósum árið 1975 og ber aldurinn
nokkuð vel, að því er fram kemur í frétt á
heimasíðu Gæslunnar. Miklar skemmdir urðu á
skrokk skipsins þegar breska freigátan Falmo-
uth sigldi á það í maí árið 1976. Viðgerð fór fram
erlendis þegar þorskastríðinu lauk. Síðan þá
hafa verið gerðar miklar breytingar og end-
urbætur á Tý í Póllandi.
Gert er ráð fyrir að varðskipið Þór verði tekið
í slipp í júní í sumar. Um lögbundið og reglu-
bundið viðhald er að ræða á skipinu.
Slipptakan var boðin út og voru tilboð opnuð
á dögunum hjá Ríkiskaupum. Þrjú tilboð bár-
ust. Það lægsta var frá Vélsmiðju Orms og Víg-
lundar ehf., krónur 43.322.850. Slippurinn
Akureyri ehf. bauð örlitlu hærra, eða krónur
43.908.000. Langhæsta tilboðið var frá Net
Marine Sp. z o.o., eða krónur 79.427.000.
Ekki hefur verið ákveðið hvaða tilboði verði
tekið í slipptökuna, að sögn Ásgeirs.
Varðskipið Þór er flaggskip Landhelgisgæsl-
unnar. Það var smíðað í ASMAR-skipa-
smíðastöðinni í Talcahuano í Síle og kom það
fyrst til Reykjavíkur í október 2011.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Týr á landi Varðskipið hefur verið í Slippnum í Reykjavík að undanförnu. Unnið er að viðgerðum og viðhaldi. Skipið er áberandi í umhverfinu við gömlu höfnina, eins og sjá má.
Varðskip Gæslunnar bæði tekin í slipp í ár
Óvænt bilun varð í skrúfubúnaði varðskipsins Týs Skylduviðhald í leiðinni Þór í slipp í sumar
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Bólusetningar við kórónuveirunni
ganga afar misjafnlega, en meðal
vestrænna ríkja hafa Ísrael, Banda-
ríkin og Bretland algera sérstöðu
meðan Evrópusambandið er enn í
bullandi vandræðum, bæði með öfl-
un bóluefnis og dreifingu þess. Í
Bandaríkjunum og Bretlandi er hins
vegar búið að bólusetja ríflega 80
milljónir manna og um tvær millj-
ónir bætast þar við á degi hverjum.
Þessar tvær þjóðir skipta Íslend-
inga sérstaklega miklu máli, því þær
hafa verið fjölmennastar meðal er-
lendra ferðamanna undanfarin ár,
ríflega þriðjungur þeirra. Þær eru
jafnframt örlátari en aðrar, svo
tekjur af ferðamönnum þaðan nema
45% af heildinni.
Það kann því að skipta mjög miklu
máli fyrir endurreisn íslenskrar
ferðaþjónustu, að Ísland standi
þessum þjóðum opið sem fyrst, að
því tilskildu auðvitað að ferðamenn
þaðan séu bólusettir eða hafi þegar
fengið veiruna og batnað.
Íslenskar reglur miðast við EES,
ekki Bandaríkin og Bretland
Ekki er að sjá að minnsta tillit sé
til þess tekið í reglum landlæknis-
embættisins um gild vottorð til und-
anþága við komu til landsins. Þau
skilyrði miðast nær öll við Evrópska
efnahagssvæðið, en þaðan er fárra
ferðamanna að vænta í bráð.
Þar kemur fram að vottorð um
bólusetningu (og afstaðin veikindi),
sem taka megi gild hér á landi, séu
nokkrum skilyrðum háð. Sem sagt
aðeins vottorð upprunnin innan
EES og aðeins fyrir þeim þremur
bóluefnum sem fengið hafa mark-
aðsleyfi þar. (Litið er hjá því að
Spútnik V er leyft í Ungverjalandi.)
Lönd utan EES fá þó eina leið, því
taka má „gulu bókina“ á vegum Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) gilda, enda hafi viðkomandi
bóluefni verið vottað af henni. Hún
hefur þó ekki verið notuð í nokkrum
mæli til þess, enda mælir WHO
gegn því að slík vottorð séu notuð
sem skilyrði ferðalaga og gegn hvers
konar undanþágum bólusettra við
landamæri. WHO er þó sjálft með
aðra ráðagerð í þeim efnum, sem
alþjóðlegt rafrænt „gult kort“, sem
nota mætti í þeim tilgangi.
Grafið undan bólusetningu
Fleira kemur þó til. Hér á Íslandi
hefur andstöðu við bólusetningar lít-
ið gætt, en hið sama er ekki upp á
teningnum í ýmsum löndum öðrum,
eins og Þýskalandi og Frakklandi,
þar sem upp undir þriðjungur ef-
aðist um bólusetningu þega að var
spurt undir áramót. Það hefur svo
örugglega ekki bætt úr skák að eftir
bóluefnaklúður Evrópusambandsins
fóru háttsettir embættismenn í
Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki
og Spáni að fordæmi Ursulu von der
Leyen, forseta framkvæmdaráðs
ESB, og lögðust í falsfréttaherferð
gegn bóluefni AstraZeneca, þvert
gegn ráði vísindamanna.
Það kann að tefja bólusetningu
verulega, því á Spáni og Þýskalandi
hafa aðeins um 10% bóluefnis Astra-
Zeneca verið notuð og allir kælar
fullir; bæði vegna tregðu heilbrigðis-
starfsmanna til þess að nota það og
almennings til þess að þiggja það.
Hálfu verra er þó að falsfréttir Evr-
ópuleiðtoganna hafa ýtt undir
vantrú á bóluefni yfirleitt. Sú upp-
lýsingaóreiða stjórnvalda kann að
gera hjarðónæmi ómögulegt og mun
án vafa kosta mörg mannslíf.
Þá kunna bólusetningarvegabréf
að koma að notum víðar en á landa-
mærum, svo aflétta megi hömlum
þótt ekki sé búið að bæla veiruna.
Gera mætti bólusetningu að skilyrði
fyrir ýmsum störfum, svo sem í heil-
brigðiskerfi og við aðhlynningu aldr-
aðra, nú eða til að fá aðgang að veit-
ingastöðum eða ámóta. Sem þá
vekur spurningar um persónufrelsi,
atvinnufrelsi, réttinn til þess að
hafna bólusetningu og það allt.
Ekki gefið að bólu-
setning opni gáttir
Bólusetning gengur vel í Bretlandi og Bandaríkjunum
Stjórnvöld viðurkenna aðeins EES-bólusetningarvegabréf
Bólusetningarvegabréf Ísland er
ekki opið fyrir helstu ferða-
mannaþjóðum landsins.
Héraðsdómur Reykjavíkur fram-
lengdi í gær gæsluvarðhald yfir karl-
manni á fimmtugsaldri til 2. mars
næstkomandi vegna Rauðagerðis-
málsins svonefnda. Þá voru tveir
menn látnir lausir en þeir voru úr-
skurðaðir í farbann til 9. mars næst-
komandi.
Í tilkynningu lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu sagði að krafan
um framlengingu gæsluvarðhaldsins
og farbannið hefði verið sett fram á
grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Sagði lögreglan að ekki væri hægt að
veita frekari upplýsingar um rann-
sókn málsins að svo stöddu.
Samkvæmt heimildum mbl.is var
gæsluvarðhaldið framlengt yfir Ís-
lendingi en tveir erlendir menn voru
úrskurðaðir í farbann. Koma þeir frá
Litháen og Spáni og voru mennirnir
handteknir í sumarhúsi.
Gæsluvarðhald
framlengt um viku
Tveir látnir lausir og settir í farbann
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Rauðagerði Héraðsdómur fram-
lengdi gæsluvarðhald yfir einum.