Morgunblaðið - 24.02.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Bjarni Jónsson rafmagnsverk-fræðingur skrifar á blog.is:
„Bæði Ísland og Noregur eiga nóg
afl fólgið í vatnsföllum sínum til
að anna orkuþörf sinni um fyr-
irsjáanlega framtíð,
þótt þjóðirnar út-
rými notkun jarð-
efnaeldsneytis sem
orkugjafa. Íslend-
ingar búa þar að
auki að jarðvarma
til húshitunar og
raforkuvinnslu. Það
dregur að vísu tímabundið og
staðbundið úr honum við notkun,
svo að sífellt þarf að sækja á ný
mið, en aukið vatnsrennsli vegna
hlýnandi loftslags veitir hins veg-
ar færi á meiri orkuvinnslu í þeg-
ar virkjuðum ám en upphaflega
var reiknað með.
Þessar gerðir virkjana eru sjálf-bærar og afturkræfar, ef rétt
og nútímalega er staðið að hönnun
og rekstri þeirra. Það er þess
vegna skrýtið, þegar upp kemur
ásókn í þessum löndum í að virkja
vindinn, sem hingað til hefur verið
neyðarbrauð þeirra, sem ekki hafa
úr ofangreindum orkulindum að
spila.
Þjóðverjar hófu að virkja vind-inn af miklum móði, eftir að
Sambandsþingið í Berlín hafði
samþykkt stefnu græningja, sem
kanzlarinn Merkel gerði að sinni
árið 2011 eftir Fukushima-slysið,
að leggja niður öll kjarnorkuver
sín fyrir árslok 2022. Vindorkan
var niðurgreidd, sem veitti henni
forskot inn á markaðinn og
skekkti samkeppnisstöðuna. Gas-
orkuver verða að standa ónotuð
tilbúin að taka við álaginu, ef
vinda lægir. Þetta veldur óhag-
kvæmni innan orkugeirans.“
Þetta eru athyglisverð sjón-armið frá rafmagnsverkfræð-
ingi.
Bjarni Jónsson
Þarf vindmyllur
hér á landi?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbanda-
lagsins við Ísland er hafin með komu
flugsveitar norska flughersins. Alls
munu um 130 liðsmenn norska flug-
hersins taka þátt í verkefninu ásamt
starfsmönnum í stjórnstöðvum
NATO í Uedem í Þýskalandi og á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Í tilkynningu hjá Landhelgisgæsl-
unni kemur fram að fjórar F-35-orr-
ustuþotur séu komnar til landsins og
hafi aðsetur á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli.
Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum
að varaflugvöllum á Akureyri og Eg-
ilsstöðum til 5. mars, ef veður leyfir.
Framkvæmd verkefnisins verður
með sama hætti og fyrri ár og í sam-
ræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atl-
antshafsbandalagsins fyrir Ísland.
Eins og með annan erlendan liðs-
afla sem hér á landi dvelur tíma-
bundið gilda strangar sóttvarnaregl-
ur meðan á dvöl norsku
flugsveitarinnar stendur. Fram-
kvæmdin er unnin í samvinnu við
Embætti landlæknis og aðra sem
koma að sóttvörnum hér á landi og í
Noregi.
Landhelgisgæsla Íslands annast
framkvæmd verkefnisins í samvinnu
við Isavia. Ráðgert er að loftrýmis-
gæslunni ljúki í lok mars, segir í til-
kynningu Gæslunnar.
Norðmenn með loftrýmisgæslu
Fjórar F-35-þotur norska hersins
æfa aðflug á Akureyri og Egilsstöðum
Morgunblaðið/Eggert
Æfing Fjórar F-35-orustuþotur eru
komnar til landsins til æfinga.
„Frá því að heimsfaraldur kórónu-
veiru hófst hafa verið endurgreiddir
um 5,6 milljarðar króna aukalega af
virðisaukaskatti (vsk) vegna margs
konar framkvæmda en endur-
greiðslurnar nýtast einkum ein-
staklingum og félögum á borð við
sveitarfélög, almannaheillafélög og
íþróttafélög.“ Þetta segir í tilkynn-
ingu fjármála- og efnahagsráðuneyt-
isins frá í gær.
Stuðningsfjárhæðirnar eru upp-
færðar vikulega á sérstökum töl-
fræðivef yfir úrræði stjórnvalda
vegna kórónuveirunnar. Fram kem-
ur að undanfarið hafi „Covid-
tengdar endurgreiðslur“ verið að
jafnaði um 300 milljónir króna í
hverri viku.
40 þús. umsóknir afgreiddar
Rúmlega 40 þúsund afgreiddar
umsóknir standa að baki þessum
endurgreiðslum. „Þar af eru tæpar
27 þúsund vegna íbúðar- og frí-
stundahúsnæðis, 13 þúsund vegna
bíla, 100 frá almannaheillafélögum
og 400 frá sveitarfélögum,“ segir í
tilkynningu ráðuneytisins.
Bent er á að endurgreiðsluhlutfall
virðisaukaskatts af vinnulið fram-
kvæmda við íbúðarhúsnæði sem
venjulega er 60% var hækkað í 100%
með þeim aðgerðum sem ákveðnar
voru í upphafi faraldursins til að
örva hagkerfið. Einnig voru endur-
greiðslur útvíkkaðar til fleiri teg-
unda framkvæmda og til fleiri aðila.
Í öllum tilvikum er um að ræða 100%
endurgreiðsluhlutfall vegna kostn-
aðar við vinnu. Fram kemur að skv.
talningum á rafrænum umsóknum
hefur nú 51 þúsund umsóknum verið
skilað til skattsins frá 1. mars í fyrra
eða á tæplega einu ári. omfr@mbl.is
5,6 milljarða auknar
endurgreiðslur
Að jafnaði eru
greiddar 300 millj-
ónir í hverri viku
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðhald Endurgreiðsluhlutfall virð-
isaukaskatts var hækkað í 100%.