Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 stöðu sína og brjóta gegn skyldum sínum með því að „beita fyrir sig sjúklingum“. Heilbrigðisráðuneytið svaraði bréfi FS 7. desember 2020 og fór yfir atriði málsins. Í lok bréfsins sagði ráðuneytið að það teldi ekki tilefni til að „beita yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilum ráðherra vegna framangreindra atriða er viðkoma háttsemi forstjóra SÍ“. Viðbótarskilyrðum mótmælt FS sendi heilbrigðisráðherra annað bréf 1. febrúar sl. og mót- mælti nýjum viðbótarskilyrðum í reglugerð um endurgreiðslu kostn- aðar vegna sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Breytingin felur í sér það skilyrði að sjúkraþjálfarinn hafi starfað í a.m.k. tvö ár sem sjúkraþjálfari í a.m.k. 80% starfs- hlutfalli eftir löggildingu. FS segir þessa breytingu vera í andstöðu við lög og stjórnarskrá. Þá kom fram í bréfinu að FS hefði á und- anförnum tveimur árum reynt að eiga samstarf og samtal með SÍ og Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sveitarfélög og félög sérfræðinga hafa kvartað til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og heilbrigðisráðu- neytisins vegna óánægju með sam- skiptin við SÍ. Það vakti mikla athygli þegar fjögur sveitarfélög; Akureyri, Vestmannaeyjabær, Höfn og Fjarðabyggð, sögðu upp samn- ingum við ríkið um rekstur hjúkr- unarheimila. Ástæðan var viðvar- andi halli á rekstrinum og að sveitarfélögunum þótti daufheyrst við ákalli þeirra um úrbætur og hærri greiðslur. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, gagnrýndi vinnubrögð SÍ harðlega við um- ræðu um rekstur hjúkrunarheimila í bæjarstjórn Akureyrar eins og fréttavefurinn akureyri.net greindi frá 17. febrúar. Hún sagði að sveit- arfélög sem sögðu upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna hefðu haft samráð sín á milli og upplýst Samband íslenskra sveitar- félaga um gang viðræðna. „Í desember [innsk. 2020] var orðið ljóst að trúnaðarbrestur hafði orðið á milli SÍ og sveitar- félaganna sem um ræðir,“ sagði Ásthildur og bætti við: „Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt þegar opinber stofnun verður uppvís að slíkum vinnubrögðum og það voru mér og starfsfólki mínu mikil von- brigði þegar kom í ljós hvers kyns var. Ég taldi að viðræðurnar við SÍ færu fram af fullum heilindum en annað kom á daginn þegar sveitarfélögin báru saman bækur sínar og ljóst var að forstjóri SÍ bar ólíkar upplýsingar á milli að- ila.“ Akureyrarbær hefur ráðið lögmann til að gæta hagsmuna sinna gagnvart SÍ. Kvartað við ráðherra Umrædd fjögur sveitarfélög skrifuðu Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þann 17. des- ember 2020 vegna samninganna um rekstur hjúkrunarheimilanna sem þau höfðu sagt upp. Í bréfinu sagði m.a. að algjör trúnaðar- brestur væri kominn upp af hálfu sveitarfélaganna gagnvart for- stjóra SÍ og sögðu þau hann hafa orðið uppvísan að ósannsögli í við- ræðum aðila. Sveitarfélögin óskuðu eftir fundi með ráðherra um málið. Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu (SVF) og Samband ís- lenskra sveitarfélaga (sambandið) sendu bréf 8. febrúar sl. til að vekja athygli forstjóra SÍ og heil- brigðisráðuneytisins „á þeim seina- gangi og samskiptaleysi sem virð- ist einkenna afgreiðslu mikilvægra mála sem upp hafa komið í tengslum við þjónustusamninga SÍ við hjúkrunarheimili landsins“. Þar kemur fram að SFV og sambandið hafi lagt fram bókun á fundi samstarfsnefndar SÍ, SFV og sambandsins þann 18. desem- ber 2020. Þar gerðu SFV og sam- bandið alvarlegar athugasemdir við hve langan tíma hafði tekið að láta hjúkrunarheimilin fá viðbótar- fjárveitingu vegna kostnaðar út af kórónuveirufaraldrinum. Einnig voru vinnubrögð SÍ við gagnaöflun gagnrýnd. Þegar þrýst sé á um málið vísi SÍ og heilbrigðisráðu- neytið ábyrgðinni hvort á annað. Einnig hafa fulltrúar SFV og sam- bandið gert athugasemdir vegna seinagangs í afgreiðslu annarra mála varðandi hjúkrunarheimilin. Sjúkraþjálfarar óánægðir Heilbrigðisráðuneytinu var send ábending þann 10. ágúst 2020 vegna „framferðis og ummæla for- stjóra Sjúkratrygginga Íslands í garð sjúkraþjálfara og Félags sjúkraþjálfara“. Ábendinguna sendi lögmaður fyrir hönd Félags sjúkraþjálfara (FS) og vakti þar með athygli „á ósæmilegu og ólög- mætu framferði forstjóra Sjúkra- trygginga Íslands (SÍ) í opinberri umfjöllun um sjúkraþjálfara og FS í árslok 2019“ eins og segir í bréf- inu. Meint háttsemi SÍ var dregin saman í þrjú atriði. Það fyrsta voru aðdróttanir um að FS hefði brotið samkeppnislög. Í öðru lagi hótanir um að sjúkraþjálfarar sem ekki færu eftir „löglausum kröfum SÍ“ yrðu dregnir til ábyrgðar. Í þriðja lagi aðdróttanir um að sjúkraþjálfarar væru að misnota ráðuneytinu. „Því miður hefur slík- um óskum oftast verið tekið fá- lega.“ Heilbrigðisráðuneytið svaraði 17. febrúar sl. og kvaðst telja að með skilyrðinu um tveggja ára starfs- reynslu væri ekki verið að skerða atvinnufrelsi. Með reglugerðinni hefði verið sett skilyrði fyrir greiðsluþátttöku ríkisins. Talmeinafræðingar kvarta Félag talmeinafræðinga á Ís- landi (FTÍ) hefur einnig staðið í stappi við SÍ. Það er vegna ákvæða í rammasamningi sem fé- lagið vill fella út. Kristín Theódóra Þórarinsdóttir, formaður FTÍ, sagði að þeim hefði þótt vinnu- brögð SÍ í þeim viðræðum hafa verið fremur ófagleg. Þannig hefðu t.d. ekki verið haldnar fund- argerðir. Hún sagði að FTÍ hefði kvartað við SÍ vegna samskiptanna. FTÍ hefði hugleitt að senda Umboðs- manni Alþingis erindi um erfið samskipti sín við SÍ. Kvarta vegna erfiðra samskipta  Sveitarfélög, sjúkraþjálfarar og talmeinafræðingar hafa lýst mikilli óánægju með samskipti sín við Sjúkratryggingar Íslands  Heilbrigðisráðuneytinu hafa verið send bréf með kvörtunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samskipti Sjúkraþjálfarar eru á meðal þeirra stétta sem hafa staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands. Sama er að segja um talmeinafræðinga og fjögur sveitarfélög en þau hafa gefist upp á rekstri hjúkrunarheimila. Þungur rekstur » Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa óskað eftir viðræðum við aðila sem vilja taka við rekstri fjögurra heimila sem sveit- arfélög hafa rekið. » Þau eru Hraunbúðir í Vest- mannaeyjum, Hulduhlíð á Eski- firði, Uppsalir á Fáskrúðsfirði og Öldrunarheimili Akureyrar sem rekur Hlíð og Lögmanns- hlíð. » Á þessum heimilum eru sam- tals 244 hjúkrunarrými, 12 dval- arrými og 46 dagdvalarrými. » Samtök fyrirtækja í velferð- arþjónustu hafa sagt að sveit- arfélögin treysti sér ekki til að reka þessi hjúkrunarheimili áfram vegna viðvarandi halla- reksturs. » Beðið er eftir niðurstöðu starfshóps sem var skipaður til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunar- heimila. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Meirihluti bæjarráðs Akureyrar vill skoða betur hvaða kostir standa til boða varðandi staðsetn- ingu heilsugæslustöðvar norðan Glerár. Til stendur að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akur- eyri og er stefnt að því að þær verði teknar í gagnið á árinu 2023. Heilsugæslustöð fyrir suðurhluta bæjarins verður reist á reit sem áður hýsti tjaldsvæði, en fýsileg- asti kostur fyrir heilsugæslustöð norðan Glerár þótti reitur við Skarðshlíð númer 20. Þórhallur Jónsson formaður Skipulagsráðs Akureyrarbæjar segir að gerð hafi verið könnun á því hvaða húsnæði mögulega stæði til boða í bænum undir heilsu- gæslustöðvar. Niðurstaðan var sú að engin fýsileg boð komu fram um húsnæði í norðurhlutanum og því sé eðlilegt í framhaldi af því að auglýsa eftir nýbyggingu fyrir heilsugæslustöð norðan Glerár, „og lóðin við Skarðshlíð er inni í því sem einn kostur, en fyrir liggur að einnig á að byggja fjölbýlishús á þeirri lóð. Ef betri eða jafngóð staðsetning finnst og samkeppnisfært verð yrði það hið besta mál“, segir Þór- hallur. Skoðun leiði ekki til tafa Í bókun bæjarráðs segir að mik- ilvægt sé að skoðun á valkostum fyrir heilsugæslustöð leiði ekki til umtalsverðra tafa á framgangi málsins. Leggur því meirihluti bæjarráðs til að auglýst verði á al- mennum markaði eftir leiguhús- næði fyrir norðurstöð þannig að aðrir möguleikar en Skarðshlíð 20 komi til greina. Áfram verði þó unnin skipulagsvinna fyrir reitinn við Skarðshlíð og ráð fyrir því gert að aðal- og deiliskipulagsvinna verði auglýst á næstu vikum þann- ig að hún taki gildi á vormánuðum. Fram kemur í bókun bæjarráðs að lóðin verði hluti af þeirri auglýs- ingu sem felur í sér að aðilar geta annaðhvort lagt fram nýjan upp- byggingarkost eða boðið leiguhús- næði með því að byggja á lóðinni við Skarðshlíð 20. Engar nýjar ástæður Tveir bæjarfulltrúar, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, benda í bók- un á að val á staðsetningu fyrir heilsugæslu norðan Glerár hafi verið langt, flókið en um leið vand- að ferli. Eftir opið auglýsingaferli var niðurstaðan að Skarðshlíð 20 þótti heppilegasta staðsetningin. Forsvarsmenn Heilsugæslustöðvar Norðurlands hafi lýst yfir ánægju með staðarvalið. Þá kallist staðsetningin einnig vel á við hugmyndafræðina um 20 mínútna bæinn. „Við teljum upp- byggingu heilsugæslu við Skarðs- hlíð vænlegan kost og engar nýjar málefnalegar ástæður vera til að breyta því staðarvali. Mikilvægt er að nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri verði teknar í notkun eins fljótt og hægt er,“ segja Hilda Jana og Sóley Björk í bókun sinni. Morgunblaðið/Margrét Þóra Heilsugæsla Reiturinn við Skarðshlíð 20 þótti fýsilegasti kosturinn undir nýja heilsugæslustöð í norðurhluta Akureyrar. Meirihluti bæjarráðs vill nú að fleiri valkostir varðandi staðsetningu verði skoðaðir. Skoða betur valkosti fyrir norðan Glerá  Staðsetning nýrrar heilsugæslustöðvar rædd í bæjarráði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.