Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 Immortelle blómið. Dýrmætur æskuelixír náttúrunnar Gullna andlitsolían okkar inniheldur nú hið nýja Immortelle ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum sem er náttúrulegur valkostur fyrir retínól. Olían hjálpar sýnilega við að draga úr hrukkum, endurheimtir ljóma húðarinnar og gerir hana silkimjúka. Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur? Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is aeilíf ! Allt var með kyrrum kjörum á Öræfajökli þegar gervitungl fór þar yfir í fyrradag og tók meðfylgjandi mynd. Sporöskjulöguð askja eldfjallsins sést greinilega en hún er 3x4 km að stærð og full af ís. Megineldstöð þessa eldfjalls er hulin ís og um 20 km í þvermál. Eldfjallið teygir sig hæst í Hvannadalshnjúki sem er hæsti tindur Íslands. Stór eldgos hafa orðið í toppgíg Öræfajökuls. Eitt slíkt varð árið 1362 og olli það algjörri eyðileggingu í 20 km radíus frá eldstöðinni. Eyði- leggingin varð vegna mikilla jökul- hlaupa, gjóskufalls og gusthlaupa að því er segir á vefnum islenskeld- fjoll.is. Talið er að gosmökkurinn í þeim hamförum hafi náð allt að 35 km hæð fyrst eftir að gosið hófst. Mikil gosaska barst út í andrúms- loftið og hefur gjóska úr gosinu fundist á Grænlandi, í Noregi og á Írlandi. Tala látinna í þessum miklu hamförum er óþekkt. Síðast gaus Öræfajökull meðal- stóru sprengigosi 1727-1728. Því fylgdu miklir jarðskjálftar. Öflugt eldfjall í hvíld  Öræfajökull hefur gosið stórum gosum Gervihnattamynd/LANDSAT-8 USGS Öræfajökull Gervihnattamynd tekin 22. febrúar síðastliðinn. Þá var nánast heiðskírt yfir jöklinum eins og myndin ber með sér. Berglind Ósk Guðmundsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins á Norðurlandi eystra fyrir kom- andi þingkosn- ingar. Berglind Ósk, 27 ára að aldri, starfar sem lögfræðingur hjá Há- skólanum á Akureyri, er stjórn- arformaður Fallorku og varabæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hún situr í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og stjórn Landssambands sjálfstæð- iskvenna, auk þess er hún í stjórn Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og stjórn ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Berglind Ósk á eina dótt- ur, Emilíu Margréti, 5 ára, og sam- býlismaður hennar er Daníel Matt- híasson. Í tilkynningu um framboðið segist Berglind vilja leggja áherslu á að efla ungt fólk til góðra verka, eins og það er orðað. Berglind Ósk vill 2. sætið í NA-kjördæmi Berglind Ósk Guðmundsdóttir Rúmlega 220 erindi hafa borist til Ráðgjafarstofu innflytjenda á þeim 12 dögum síðan verkefnið var sett á lagg- irnar. Flest erindi snúa að því hvernig beri að skrá sig löglega í landið og hvernig megi bera sig að við það að sækja bætur á borð við húsaleigu- og at- vinnuleysisbætur að sögn Joönnu Marcinkowsku verkefnastjóra. Hún sagði í samtali við mbl.is í gær að með því að benda fólki sem ekki þekkir íslenska kerfið á ráð- gjafarstofuna megi létta álag á öðr- um stofnunum. „Fólk sem kemur frá evrópskum löndum þekkir kerfið hér betur en engu að síður eru t.d. húsaleigubætur ekki til annars stað- ar. Margir vita ekki hverju þeir eiga rétt á,“ sagði Joanna m.a. 220 erindi borist til Ráðgjafarstofu Joanna Marcinkowska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.