Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 Hefst 26. febrúar. Allt hefir farið úr skorðum á þessum tímum heimsfarsótt- arinnar sem kennd er við kórónuveiruna. Jafnvel mitt auma elliáralíf hefir snúist á hvolf. Öldrunarsetrið er lokað og engin leikfimi eða önnur starfsemi fyrir okkur gamlingjana. Heilsu- bótargöngur hér í hverfinu eru því það eina sem hægt er að gera fyr- ir líkamann. Hér eru 144 húsein- ingar og flestir íbúanna eru eft- irlaunafólk sem er sparlega að eyða gullnu árunum. Ekkjur og fráskildar kvensur eru hér í mikl- um meirihluta. Nokkrar konur eru enn með lifandi eiginmenn en ein- hleypir karlar eru örfáir. Hverfið okkar er mjög aðlað- andi; mikill gróður og grasbalar og þrjár tjarnir. Það er því ánægjulegt að labba um og margir íbúanna nota sér það. Svo má ekki gleyma að stór hluti kvennanna á kjölturakka sem þurfa að komast út nokkrum sinnum á dag. Sér- stök svæði eru ætluð hvuttunum þar sem þeir geta gengið örna sinna, en strangt er gengið eftir því að eigendurnir þrífi eftir þá. Einnota plastpokar eru til staðar og ruslatunnur víða. Það er sér- stök kúnst að venda plastpokanum við og hafa rétt handtök til að góma úrgang dýranna. Væri ég hundur myndi ég hafa áhyggjur af því hvað myndi gerast þegar aldr- aður eigandi minn getur ekki lengur beygt sig niður og þrifið eftir mig. Að ganga tvo hringi í hverfinu tekur hálfa klukkustund og geri ég það tvisvar á dag. Fáir eru á ferli í morgunsárið en um eft- irmiðdaginn er oft margt um manninn og hundinn. Hálftíma gangan getur dregist á langinn því stoppa þarf af og til og spjalla. Þá er áríðandi að muna hvað kon- urnar heita og líka hundarnir þeirra. Þegar svalt er í veðri eru ferfætlingarnir oft klæddir í kápur og peysur. Ein kona sagði mér að sinn hundur ætti svo margar flík- ur að hann hefði sinn eigin klæðaskáp. Sem eðlilegt er beinist talið oft að veirumálum. Tvær fjölskyldur hafa veikst hér í hverfinu og einn níræður maður dó um daginn. Margir eru búnir að fá fyrri bólu- setninguna og sumar konurnar eru uggandi yfir því að sú seinni geti orðið erfið. Svo er líka slegið á léttari strengi og er þá stundum stutt í kjaftasögurnar. Karlar eru sjald- séðir á sprangi hér en í fyrradag rakst ég þó á einn sem ég hafði ekki séð lengi. Færði ég í tal að hann hefði ekki sést í margar vik- ur. Sagði hann þá að ástæðan væri að skrokkurinn á sér hefði verið mjög latur að undanförnu. Fannst mér maðurinn taka skringilega til orða að skella skuldinni á skrokk- inn. Þótt Georgía sé í suðurríkjunum fáum við frost og stundum snjó nokkra daga á vetri hverjum. Þá verður að búa sig vel í morgun- gönguna. Stundum segi ég við ná- grannana að engin veður séu slæm, bara klæðnaðurinn. Ég er svo lánsamur að eiga íslenskar ull- arnærbuxur. Þær eru fínar og mjúkar en samt verð ég að við- urkenna að þegar ég klæðist þeim á fyrsta frostdegi er ekki laust við smá kláða í löppunum en svo hverfur hann fljótt. Buxurnar eru sérstakar að því leyti að þær ná langt upp fyrir mittið. Ekki alveg upp í handarkrikann en örugglega upp að bringspölum. Stórlega efast ég um það að okkar ástkæra þjóð hefði lifað af á eyjunni hvítu í þau 1100 ár sem hún hefir dregið þar fram lífið ef ekki hefði komið til ullin af okkar hjartkæru sauðkind. Hvernig hefði fólkið lifað af þessa hörðu vetur og köldu vor ef það hefði ekki átt ull- arnærföt, vaðmálsflíkur, lopapeys- ur, ullarsokka og vettlinga? En nú er öldin önnur og blessuð sauð- kindin á í vök að verjast. En það er nú annað mál. Það er ekki alveg á hreinu hvernig ég eignaðist ullarnærbux- urnar. Ég held endilega að mamma hafi gefið mér þær. Drengurinn hennar var að flytja til Ameríku og hún vildi vera viss um að honum myndi ekki verða þar kalt. Þið vitið hvernig mæður hugsa. Það skipti ekki máli þótt drengurinn væri orðinn þrítugur og væri þar að auki með eiginkonu og barn. Þetta er mín kenning og ég held mig við hana, sér í lagi þar sem flestir sem myndu vita um málið eru nú fallnir frá. Við bjuggum í Pennsylvaníu í mörg ár þar sem ég vann við fisk- sölu en Sambandið sáluga var þar með fiskvinnslustöð. Þarna voru vetur kaldir, jafnvel kaldari en í Reykjavík, og snjókoma algeng. Ég prísaði mig sælan að eiga þess- ar forláta ullarnærbuxur og klædd- ist þeim oft. En svo fluttum við til Flórída og þá hurfu nærbuxurnar mér úr minni í mörg ár. Af og til rakst ég á þær í nærfataskúffunni og sagði þá við konuna að hún skyldi bara láta þær hverfa því ég myndi ekki hafa nein not fyrir þær í Flórídasólskininu. En hún neitaði því algerlega og sagðist ekki farga þessum flottu ullarnærbuxum. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sínu, sagði hún. Og vitanlega hafði hún rétt fyrir sér. Án buxnanna hefði mér oft- sinnis orðið kalt á lærum og löpp- um hér í Georgíu. Í gærmorgun var sjö stiga frost og strekkings- vindur. Ég dreif mig í nærbræk- urnar góðu fyrir morgungönguna. Enginn var á ferli og hundar hafa orðið að halda í sér. Ég hugsaði með þakklæti til Erlu heitinnar, konu minnar, fyrir að hún skyldi ekki hafa hlustað á mig og látið buxurnar hverfa í ruslið í Flórída. Ullarnærbuxurnar Eftir Þóri S. Gröndal Þórir S. Gröndal »Ekkjur og fráskildar kvensur eru hér í miklum meirihluta. Nokkrar konur eru enn með lifandi eiginmenn en einhleypir karlar eru örfáir. Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Ameríku. floice9@aol.com Fram undan eru kosningar til Alþing- is. Þar verður örugg- lega tekist hart á um mörg mál og flokk- arnir munu keppast við að koma stefnu- málum sínum á fram- færi í þeirri von að fá stuðning kjósenda. Eitt af stóru mál- unum í kosningabar- áttunni hlýtur að vera málefni eldri borgara og þá sérstaklega hvernig kjörum þessara tugþús- unda er háttað. Í þeirri umræðu þurfa stjórnmálaflokkarnir að taka afstöðu til þess hvert hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins á að vera. Eiga allir lífeyrisþegar að eiga rétt á greiðslum frá ríkinu, hversu lágar eða háar tekjur sem þeir hafa? Eru skerðingar of mikl- ar? Er frítekjumarkið of lágt? Frambjóðendur þurfa að upplýsa okkur eldri borgara um það hver þeirra stefna er. Lætur vel í eyrum Í kjarabaráttu eldri borgara hafa sumir mjög hátt og segja að afnema eigi allar skerðingar frá Tryggingastofnun ríkisins. Mörg- um finnst þetta hljóma mjög vel og vera sanngjarnt. En er það svo? Fyrir nokkru gerðu þingmenn mistök við lagasetningu um al- mannatryggingar. Það þýddi að leiðrétta varð lögin og eftir mála- ferli varð niðurstaðan sú að Trygg- ingastofnun ríkisins varð að greiða lífeyrisþegum tvo mánuði án skerð- ingar. Viljum við auka bilið? Þetta þýddi að þeir lífeyrisþegar sem minnst réttindi áttu í lífeyr- issjóði fengu 20 þúsund króna mánaðarleiðréttingu. Aftur á móti fengu þeir sem mest réttindi áttu í lífeyrissjóði 400 þúsund krónur í mánaðarleiðréttingu. Erum við að kalla eftir því að stjórnmálaflokk- arnir beiti sér fyrir slíku? Viljum við láta auka enn frekar bilið milli þeirra sem fá lágar mánaðarlegar greiðslur og hinna sem fá háar greiðslur? Á það að vera hlutverk ríkissjóðs að greiða hátekjufólki mánaðarlegar greiðslur? Til eru stjórnmálaflokkar sem segjast vilja útrýma fátækt. Getur nokkrum dottið í hug að það mark- mið náist með því að nota fjármuni ríkisins til að bæta kjör þeirra best settu? Stjórnmálaflokkar kenna sig við jöfnuð. Getur einhver séð hvernig það markmið næst að auka jöfnuð eldri borgara með því að nota fjár- muni ríkisins til að bæta hag þeirra best settu? Stjórnmálaflokkarnir verða að ræða og marka stefnu um hvert hlutverk Tryggingastofnunar rík- isins á að vera. Hækka verður frítekjumarkið Ég trúi því að allir stjórnmálamenn séu sammála um að allt of miklar skerðingar séu á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins hjá þeim sem hafa lægstu tekj- urnar og hjá þeim sem eru með miðl- ungstekjur. Reglurnar í dag eru þannig að frítekjumarkið er einungis 25 þúsund krónur á mánuði. Við hærri lífeyrissjóðstekjur er við- komandi skertur um 45% af greiðslum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Það hljóta allir að geta skrifað undir að þetta er ósann- gjarnt. Til að bæta kjör þeirra sem eru með lágar og miðlungstekjur þarf að hækka frítekjumarkið strax í 100 þúsund krónur á mánuði. Það myndi auka tekjurnar verulega. Einnig er nauðsyn á að skerðing- arhlutfallið breytist úr 45% í a.m.k. 30%. Slíkar breytingar væru mjög til bóta fyrir kjör eldri borgara. Það þarf þak Þeir einstaklingar sem hafa 600 þúsund á mánuði eða meira frá lífeyrissjóðum fá ekki neinar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég tel að það sé mjög skynsamlegt að hafa ákveðið þak. Hvort það sé nákvæmlega 600 þúsund krónur, 700 þúsund krón- ur eða 800 þúsund krónur á mán- uði geta menn tekist á um. Aðalatriðið er að það sé ákveðið þak, þannig að þeir sem hafa hæstu tekjurnar séu ekki að fá bætur frá Tryggingastofnun rík- isins. Það hlýtur að vera skynsam- legra að nota þá fjármuni ríkisins til að bæta kjör þeirra sem þurfa á því að halda. Þurfum samstöðu Það er mikið atriði að á næst- unni fari fram málefnaleg um- ræða um stöðu og kjör eldri borg- ara landsins. Það þarf að nást samstaða um það hjá stjórn- málaflokkunum að lengur verði ekki komist hjá því að bæta veru- lega kjör þeirra lífeyrisþega sem eru með lægstu tekjurnar og þeirra sem hafa miðlungstekjur. Greiðsla til þeirra tekjuhæstu útrýmir ekki fátækt Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson » Viljum við auka enn frekar bilið milli þeirra eldri borgara sem hafa lægstu tekj- urnar og þeirra sem hafa hæstu tekjurnar? Höfundur er eldri borgari. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.