Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Kosningar fram undan, nokkrir mán- uðir til stefnu og flokkarnir á fullu að manna sína lista. Þegar kemur að vali á lista finnst mér skipta máli jafnvægi á milli kynja, á milli reynslu og þekk- ingar, að fá fram fjöl- breyttan lista sem rammar inn það sam- félag sem við tilheyrum. En við þurfum samt alltaf að horfa okk- ur nær, hvernig mun sá aðili vinna fyrir samfélagið okkar. Það er mikilvægt að vanda til verks- ins, skoða hvaða einstakling fólk hefur að geyma til að veljast til ábyrgðarstarfa fyrir heilt kjör- dæmi og í raun fyrir allt landið. Mér finnst skipta máli að fólkið á listanum deili kjörum og sam- eiginlegri sýn á samfélagið, þekki vel til og viti hvers samfélagið þarfnast til þess að blómstra. Ég vel sem sagt „heimamann“, manneskju sem býr og starfar meðal íbúa kjördæmisins og deilir með þeim samfélagi. Ég set at- kvæði mitt ekki í eins og einhver sagði „einhvern mann að sunn- an“, í þessu tilfelli einstaklinga sem lifa og hrærast í höfuðborg- inni og skortir þá e.t.v. yfirsýn yfir það hvers samfélag okkar þarfnast. Á lista VG í Suðurkjördæmi hafa komið fram frambærilegar konur sem bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa, finnst þær vel að því hlut- verki komnar. Ég kalla á til starfa og styð Hólmfríði Árna- dóttur skólastjóra til þess að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hólmfríður er einlæg, skoðanaföst, raunsæ, traust, heiðarleg, skil- ur hvar skórinn kreppir, lætur sér annt um sam- félagið og samferðamenn sína. Hún vill styrkja atvinnulífið, auka fjölbreytni þess en á sama tíma leggja áherslu á græna stefnu þannig að sjálfbærni sé í háveg- um höfð og umhverfisvæn fram- leiðsla. Kjósum með huga og hjarta Hólmfríði Árnadóttur í 1. sæti VG í Suðurkjördæmi. Að velja fólkið á plani Eftir Ragnhildi L. Guðmundsdóttur Ragnhildur L. Guðmundsdóttir » Að velja fólk til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið er ekki létt- vægt. Það er mikilvægt að vanda til verka, skoða hvaða einstakling fólk hefur að geyma. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. ragnhildur@talnet.is Nokkur lönd í Evr- ópu, þar á meðal Ísland, krefja nú farþega frá öðrum löndum um að framvísa vottorði við landamæri sín um að viðkomandi sé laus við veiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Í því sambandi er fróð- legt að rifja upp að á Ís- landi eru til hundruð slíkra „veiruvottorða“ frá fyrri tíð sem eru nú varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands, þau elstu 233 ára gömul. Þessi vottorð eru að öllum líkindum með elstu varðveittu heil- brigðisvottorðum um sóttarleysi í heiminum. Þessi vottorð voru gefin út þegar hvorki veirur né bakteríur voru þekktar en vitað var engu að síð- ur að sumir sjúkdómar smituðust á milli fólks og gátu ógnað lífi þess og heilsu. Þá var notast við sjáanleg ein- kenni sem fylgdu ýmsum smit- sjúkdómum, þar á meðal mislingum og bólusótt. Báðir eru þessir sjúk- dómar af völdum veira, þ.e. veirunnar morbilli og veirunnar variola, og geta verið lífshættulegir bæði fullorðnum og börnum. Á Íslandi hafa báðir sjúk- dómarnir verið upprættir með bólu- setningum þótt enn eigi því miður ekki allar þjóðir því láni að fagna. Þegar einokunarverslun á Íslandi var afnumin og verslun gefin frjáls þegn- um Danakonungs árið 1787 var búið að gera ráðstafanir til að hamla því að hingað til lands gætu borist smit- sjúkdómar sem gætu ógnaði lífi og heilsu þeirra sem bjuggu hér á þess- ari einangruðu eyju. Árið 1787 starf- aði hér á landi sérlega klókur, um- hyggjusamur og vel menntaður landlæknir, Jón Sveins- son, sem bar hag fólks fyrir brjósti. Hann sá fyrir sér að þegar versl- un yrði gefin frjáls myndu hingað til lands sækja fleiri skip en áður á meðan einok- unarverslunin var enn við lýði. Landlæknir vildi vernda almenning og koma í veg fyrir að fjöldi manns dæi úr smitsjúkdómum sem gætu borist með áhöfn- um erlendu skipanna. Íbúar hér töldust þá um 40 þúsund, hér var ekkert almennt sjúkrahús og í landinu störfuðu aðeins landlæknir og fjórir aðrir lærðir læknar, lyfjafræð- ingur og að auki einungis örfáar lærð- ar yfirsetukonur, þannig að heilbrigð- iskerfið var mjög óburðugt. Landlæknir lagði til hinn 28. febrúar 1787 að ekkert skip mætti leggja að landi á Íslandi nema hafa vottorð um að allir um borð væru lausir bæði við mislinga og bólusótt og hefðu verið svo í sex vikur fyrir brottför. Þetta gerði hann í því skyni að tryggja að smit bærist ekki til Íslands með skip- verjum og ferðalöngum þegar frí- verslun yrði komið á. Tillöguna bar hann undir Levetzau stiftamtmann og hefur hann augljóslega komið henni áleiðis með fyrsta skipi sem sigldi til Kaupmannahafnar um vorið 1787 þar sem hún var lögð fyrir Kristján VII Danakonung sem virðist hafa sam- þykkt hana strax. Þetta má sjá af því að hinn 18. maí það ár var gefin út auglýsing um þær ráðstafanir sem hafa skyldi á til að koma í veg fyrir að bólu- og/eða mislingasótt bærist til Ís- lands. Allir skipstjórar á leið til Ís- lands skyldu hér eftir hafa meðferðis heilbrigðisvottorð, eða „sundheds- attest“, eins og þau voru kölluð á dönsku, og í auglýsingunni kom fram að skipstjórum væri bannað að sigla til Íslands án þessa vottorðs og að það varðaði sektum að hafa það ekki með í för. Einnig var tekið fram að um borð mætti enginn fatnaður af þessum tilteknu sjúklingum né sængurfatnaður vera. Ef svo illa vildi til að einhver úr skipsáhöfn eða farþegi fengi þessa sjúkdóma á leið til Íslands og dæi skyldi bæði líkinu, klæðnaði hins látna og sængurfatnaði komið fyrir í kistu og henni sökkt í sjó. Ef sjúk- lingurinn lifði og skipið næði landi við Ísland mátti enginn íbúi í landi fara um borð í skipið þar sem mislingar eða bólusótt hefðu gengið. Slíku skipi skyldi snúið samstundis til síns heima. Þessi heilbrigðisvottorð komu í veg fyrir að mislingar og bólusótt bærust til Íslands um þriggja ára skeið en ár- ið 1791 brast vörnin. Það sumar komu yfir 40 skip til landsins, öll með sín heilbrigðisvottorð. Í einu tilviki barst engu að síður mislingasmit með skipverja á Skarfen frá Kaupmanna- höfn og er talið að fjöldi manns á Ís- landi hafi dáið það sumar úr misl- ingum. Veiruvottorð Eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur »Nokkur lönd í Evrópu, þar á meðalÍsland, krefja nú farþega frá öðrum löndum um að framvísa sérstöku vottorði við landamæri sín. Erla Dóris Halldórsdóttir Höfundur er doktor í sagnfræði. edh@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.