Morgunblaðið - 24.02.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.02.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 ✝ Brynhildur G.Kristjánsdóttir fæddist á Löndum í Stöðvarfirði 3. október 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Lundi á Hellu 12. febrúar 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Þorsteins- son og Aðalheiður Sigríður Sigurðardóttir. Eldri systkin Brynhildar voru Þor- steinn, Guðrún og Sigurður. Þorsteinn er látinn fyrir nokkrum árum. Brynhildur gift- ist Þórarni Ingi- mundarsyni árið 1960. Þau eiga fimm börn; Þórdísi, Aðalheiði, Hjört, Brynju og Sigrúnu. Barnabörnin eru 15 og barna- barnabörnin eru 21. Útförin fer fram frá Selfosskirkju 24. febrúar klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á: https://selfosskirkja.is Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þegar kær systir mín er kvödd, koma upp í hugann margar góðar minningar sem eru gulli dýrmætari. Milli hárra fjalla á Austur- landi er lítill fjörður sem heitir Stöðvarfjörður. Yst við fjörðinn norðanmegin er jörðin Lönd. Fallegir klettaveggir með blómabrekkum fyrir neðan eru í hálfhring kringum túnið, en hinum megin er hafið í öllu sínu veldi. Í vesturátt blasir við glæsileg fjallasýn með Súlum og Mosfelli. Fyrir okkur sem erum fædd þarna og uppalin eru Lönd okkur afar kær. Lönd hafa verið í föðurætt okkar frá 1887, þegar langafi okkar Kristján Þorsteinsson og langamma Margrét Höskulds- dóttir keyptu jörðina. Margs er að minnast frá bernsku- og unglingsárum okk- ar Billu. Það var þríbýli í Lönd- um og 10 börn þar að alast upp. Á hverju heimili var vinnukona og pabbi með tvo sjómenn. Börn úr Reykjavík voru í sum- ardvöl svo það var alltaf mikil vinna hjá húsmæðrunum. Skólinn var inni í þorpi og vorum við hálftíma að labba þangað. Aðalíþróttagreinin okk- ar var handbolti, við æfðum með stúlkum í þorpinu og fór- um oft á Austurlandsmót. Ung- mennafélagið Súlan á Stöðvar- firði gerði mikið gott fyrir okkur öll sem sem ólumst upp þar. Til Reykjavíkur fluttu for- eldrar okkar árið 1957 og eftir það dvöldum við ekki í Lönd- um. Öll árin sem Billa og Þór- arinn áttu heima í Reykjavík var samband okkar Bents við þau mjög gott og við fylgdumst með uppvexti barna okkar. Eft- ir að þau fluttu á Selfoss hitt- umst við oft á sumrin því við eigum sumarbústað í Þrasta- skógi. Ég og fjölskylda mín vottum Þórarni, Þórdísi, Aðalheiði, Hirti, Brynju, Sigrúnu og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Við geymum minningar um góða konu í hugum okkar og biðjum henni blessunar á nýj- um leiðum. Guðrún Kr. Jörgensen. Elsku amma Billa. Amma mín. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért farin frá okk- ur þó að ég hugsi að þú sért fegin hvíldinni. Þú varst harð- jaxl og algjör baráttukona í mínum huga. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt þig kvarta þó þú hafir glímt við svæsna liðagigt áratugum saman. Þú hlóst með þínum glettna hlátri í hvert sinn sem við hittumst eða heyrðumst. Ég á svo óteljandi góðar minningar frá samveru- stundum með þér og afa; sem barn, unglingur og fullorðinn maður með dætrum mínum í heimsókn hjá ykkur. Þú áttir þinn þátt í að móta mig og fyr- ir það er ég þakklátur. Ég átti alltaf öruggt skjól hjá ykkur afa. Þú kenndir mér rommý, scrabble og ýmiss spil. Þú gafst mér mat sem ég fékk ekki ann- ars staðar og ég kunni svo vel að meta; fjallagrasasúpu, gellur og Búlgaríubrauð. Sundferðirn- ar voru margar og Taggart á RÚV á föstudögum fastur lið- ur. Ég minnist hlýjunnar sem þú barst í minn garð og þess einlæga áhuga sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu. Í seinni tíð fengu dætur mínar iðulega ýmiskonar handverk eftir þig sem þér þótti svo gaman að gefa og þær halda mikið upp á. Ég hefði ekki getað óskað mér betri ömmu og dætur mín- ar langömmu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Minning þín lifir að eilífu í hjarta mér. Þinn dóttursonur, Kristján Þór Gunnarsson. Brynhildur fæddist og ólst upp í Löndum í Stöðvarfirði. Hún átti þrjú systkini en auk þess voru börnin í Löndum öll skyld henni. Þetta var stór hópur barna sem voru skyld innbyrðis og ég var föðurbróðir Brynhildar. Við vorum öll af- komendur Kristjáns Þorsteins- sonar og Margrétar Höskulds- dóttur en þau fóru með syni sína þriggja og fjögurra ára gamla, þá Þorstein og Erlend, til Ameríku. Þeim líkaði ekki vistin og komu heim eftir ár. Faðir Kristjáns hafði þá keypt jörðina Lönd handa fjölskyld- unni og þau hófu búskap þar af miklum myndarskap bæði til sjós og lands. Umhverfið í Löndum er skemmtilegt og ögrandi fyrir hressa krakka. Að klifra í klettunum og læðast niður á klöpp og veiða fisk. Þar er skemmtilegt að leika sér, vítt til allra átta og gott að fara í útileiki eins og fallna spýtu og útilegumannaleik sem við krakkarnir fundum upp. Í öllum þessum leikjum tók Brynhildur þátt. Árin liðu og við unga fólkið í Löndum fór- um að taka þátt í félagslífinu í sveitinni. Stundaðar voru íþróttir, gönguferðir, knatt- spyrna og skemmtanir. Í öllu þessu var Brynhildur þátttak- andi og ekki má gleyma hve vel hún stóð sig í handbolta með stelpunum. Barnahópurinn í Löndum tvístraðist smám saman eftir því sem tíminn leið og sumir fóru í nám annars staðar. Árið 1953 kom óvænt upp verkefni sem Brynhildur og ég tókum þátt í. Ákveðið var að ljúka við vegagerð á milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar svo Stöðvarfjörður kæmist í vegasamband. Ráðinn var hópur til að fara í þessa framkvæmd og þurftum við að búa í tjöldum. Brynhildur tók að sér ráðskonustarf en verk- stjóri var Runólfur Einarsson. Við komum okkur fyrir á svæði sem heitir Teigur. Þetta var erfið vegagerð þar sem jarðvegurinn var laus í sér og ekki hægt að koma fyrir jarð- ýtu. Þar sem við karlarnir þurftum að vinna hörðum hönd- um var mjög jákvætt að fá ráðskonu sem eldaði kjarngóð- an mat. Og í alla staði var Brynhildur dugleg og þægileg ráðskona. Smám saman þokaðist upp- byggingin á veginum en verst var að komast fyrir svokallaðan Gvendarnesháls. Oftast var lítið um að vera í tjaldbúðunum á frídögum. En í eitt skipti fórum við suður að Löndum í fimm- tugsafmæli Aðalheiðar móður Brynhildar og var það hin ágætasta veisla. Ég hafði það hlutverk að sjá um að við hefðum alltaf mjólk og samdi því við mágkonu mína, Fanneyju í Löndum, og sótti mjólk til hennar eftir vinnu á daginn. Veðrið var yfirleitt gott þetta sumar. Þó gerði einu sinni svo mikið hvassviðri að við héldum að tjöldin mundu fjúka. En það slapp til, við gátum haldið þeim niðri með því að setja torf á festingarnar. Þannig leið sum- arið og það var komið fram í septemberbyrjun. Þá var það einn góðan veðurdag að síðasti vegarspottinn var lagður og tengdur veginum frá Fáskrúðs- firði. Þar með var Stöðvarfjörð- ur kominn í vegasamband. Mik- il ánægja var í hópnum og Brynhildur ráðskona bjó til sér- stakan kvöldverð í tilefni þess. En nú er komið að vegamót- um í lífi Brynhildar Guðlaugar. Ég trúi því að hún fari veginn hans sem sagði forðum: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og líf- ið.“ Einar Þ. Þorsteinsson. Brynhildur Guðlaug Kristjánsdóttir ✝ Jóhanna J.Thorlacius fæddist í Reykja- vík 4. maí 1940. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 9. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru hjón- in Jóhannes Zoëga Magnússon prent- smiðjustjóri, f. 7. apríl 1907, d. 13. janúar 1957, og Sigríður Elín Þorkelsdóttir símavörður, f. 27. júní 1909, d. 8. júní 1993. Bróðir Jóhönnu var Þorkell Jóhannesson loft- siglingafræðingur, f. 23. mars 1934, d. 7. apríl 2017, og eft- irlifandi kona hans er Vera Dundee Tómasdóttir upplýs- ingafulltrúi, f. 2. nóvember 1935. Jóhanna giftist Ólafi Þór Thorlacius deildarstjóra, f. 21. október 1936, 20. maí 1961. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Thorlacius skipstjóri, f. 1908, d. 1975, og Margrét Ó. Thorlacius húsfreyja, f. 1909, d. 2005. Systur Ólafs eru Guð- finna Thorlacius, f. 10. mars 1938, d. 22. nóvember 2020, og Margrét G. Thorlacius, f. 28. maí 1940. Börn Jóhönnu og Ólafs eru 1) Margrét Ó. Hlynsdóttir 4) Theodóra Thorlacius, f. 24. maí 1974, líf- fræðingur, búsett í Sviss, maki Valgeir Ó. Pétursson, f. 1967, kennari, synir þeirra eru a) Ingimar Askur Valgeirsson b) Pétur Elís Thorlacius Val- geirsson c) Snorri Thorlacius Valgeirsson. Jóhanna ólst upp á Háteigs- vegi 28. Fyrstu búskaparár Jó- hönnu og Ólafs bjuggu þau á Háteigsvegi, Háaleitisbraut og á Skansinum við Kleppsspít- ala. Árið 1969 fluttu þau í Garðahreppinn, síðar Garða- bæ, og hafa búið þar síðan, lengst af á Markarflöt. Jó- hanna lauk námi í hjúkrun 1962 frá Hjúkrunarskóla Ís- lands og framhaldsnámi í fé- lagshjúkrun frá Nýja hjúkrunarskólanum árið 1981. Hún sótti fjölmörg skemmri og lengri námskeið innanlands og erlendis í tengslum við fag- ið. Frá útskrift úr hjúkrun vann Jóhanna hjá Rík- isspítölum, fyrst á Landspítala í nokkur ár með hléum, en flutti sig yfir á Kleppsspítala 1966 og starfaði þar í þrjú ár. Þá vann hún um árabil sem skólahjúkrunarfræðingur í Flataskóla í Garðabæ og hjúkrunarfræðingur á Borg- arspítala. Hún færði sig síðar yfir á geðdeild Landspítala á Vífilsstöðum og starfaði þar sem deildarstjóri til starfsloka árið 2002. Útförin fer fram frá Vída- línskirkju í dag, 24. febrúar 2021, klukkan 13. Thorlacius, f. 10. nóvember 1961, hjúkrunarfræð- ingur og ljós- móðir, búsett í Garðabæ, maki Heimir S. Krist- insson, f. 1960 iðnaðarmaður. Börn þeirra eru a) Heiða Lind Heim- isdóttir, maki Andri Arnarson, börn þeirra eru Heimir Örn Andrason og Lilja Björk Andradóttir b) Kristinn Bjarni Heimisson 2) Sigríður Elín Thorlacius, f. 8. ágúst 1963, flugfreyja, búsett í Garðabæ, maki Viðar Magnússon, f. 1960, húsasmiður. Börn þeirra eru a) Ólafur Thorlacius Við- arsson, unnusta Sunna Lind Jónsdóttir, sonur þeirra er Birkir Jaki Thorlacius Ólafs- son b) Björk Thorlacius Við- arsdóttir 3) Þórdís Thorlacius, f. 8. september 1964, klæð- skeri og bókari, búsett í Garðabæ, maki Haukur Haf- steinsson, f. 1964, rafmagns- tæknifræðingur. Börn þeirra eru a) Íris Thorlacius Hauks- dóttir, unnusti Emil Sölvi Ágústsson b) Davíð Hauksson, sonur hans Maríus Blær Irpu Davíðsson, móðir Irpa Fönn Minningarljóð til mömmu Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Margrét (Magga), Sigríður (Sigga), Þórdís (Tollý) og Theodóra (Tinna). Elsku amma hefur kvatt. Það er ótrúlega erfitt fyrir okkur að skilja að það sé ekki lengur hægt að koma í heimsókn eftir langa viku og geta talað um allt, þar sem ekkert umræðuefni gat verið of skrítið. Hún sýndi öllu sem við gerðum svo mikinn áhuga og beið spennt eftir næstu sögum. Saman munum við þó best að amma var alltaf með góðgæti til fyrir okkur, annaðhvort vaxandi á berjatrjám nálægt eða falið í nammihillunni vinsælu sem við máttum alltaf vaða í áður en sest var niður til að horfa á skrípó. Þessi hilla sem síðar breytt- ist í skúffu í nýju húsi hefur ávallt fylgt henni og eftir að við barnabörnin urðum stór fóru barnabarnabörnin að njóta góðs af. Á jólunum setti amma líka alltaf upp jóladagatal og ef nammið kláraðist af því þá var hún alltaf til í að fylla á það aft- ur enda mun skemmtilegra að opna litla pakka með nammi heldur en að fá það beint í hendurnar. Ef okkur leiddist þá átti amma alltaf til einhver verkefni fyrir okkur að gera. Það gat verið dund eins og að brjóta servíettur eða stærri verkefni eins og að fara út og hjálpa til í garðinum. Amma var mikill grænkeri. Það var alltaf gaman að koma til hennar og fá að kíkja í garð- húsið og hjálpa henni við að vökva blómin. Ef það sullaðist niður þá var það nú ekki mikið mál. Úr garðhúsinu lá svo leiðin í garðinn hennar sem var alltaf eins og ævintýraland, með leynistígum og góðum stöðum til að fela sig á. Þar fannst okkur ótrúlega gaman að leika. Amma var líka mikill vinur blýflugna og geit- unga, sem okkur fannst nú svo- lítið skrítið, en hún hafði góða ástæðu fyrir því enda hugsuðu flugurnar svo vel um blómin hennar. Amma vildi alltaf kveikja á kerti fyrir okkur á merkilegum stundum í okkar lífi. Hvort sem það var vegna erfiðs prófs, stórs fyrirlesturs eða mikilvægs viðtals, þá trúði hún því alltaf að best væri að láta ömmu Jó vita af þeim viðburðum svo hún gæti kveikt á kerti fyrir okkur á meðan. Hún trúði því að allt gengi betur ef amma væri með í anda, sama hvernig stæði á. Nú kveikjum við á kerti fyrir ömmu Jó. Þín barnabörn Heiða Lind Heimisdóttir Ólafur Thorlacius Við- arsson, Kristinn Bjarni Heimisson, Björk Thorla- cius Viðarsdóttir, Íris Thorlacius Hauksdóttir, Davíð Hauksson, Ingimar Askur Valgeirsson, Pétur Elis Thorlacius Valgeirs- son, Snorri Thorlacius. Jóhanna J. Thorlacius Pabbi er farinn til mömmu, rósar- innar sinnar. Hann náði ekki al- veg 85 ára afmælinu sínu, lést fimm dögum áður. Það er mikið skarð komið í fjölskylduhópinn þegar ættarhöfðinginn er far- inn. Það er margs að minnast, sterkustu og bestu minningarn- ar eru þó allar fjallaferðirnar og útilegurnar þegar við vorum krakkar og þá sérstaklega Þórs- merkurferðirnar þar sem við tjölduðum oftast í Litla-enda. Pabba leið best uppi á fjöllum og þekkti svo til hvert fjall og hvern hól með nafni. Pabbi smíðaði ferðabíl þegar við vor- um krakkar, þær voru æði margar ferðirnar sem voru farnar á honum. Þá var ekki síður skemmtilegt að fá að fara út í flugbjörgunarsveit með honum. Hann var virkur meðlimur í FBSR þar til fjölskyldan flutti til Seattle og hélt alltaf tengslum við sveitina og lá- varðadeildina nú seinni árin. Pabbi var rafeindavirki og loftskeytamaður. Fyrstu árin eftir að þau mamma kynntust var hann loftskeytamaður úti á sjó og áður en hann fór bað hann mömmu að bíða eftir sér, sem hún gerði. Mestallan starfsferilinn á Ís- landi rak hann sitt eigið fyrir- tæki, Hljóðborg, og þar voru talstöðvarnar framan af aðal- áhugamálið. Hann seldi og gerði við Bimini-talstöðvar og kall- Gunnar Jóhannesson ✝ Gunnar Jó-hannesson fæddist 4. febrúar 1936. Hann and- aðist 30. janúar 2021. Útförin fór fram í kyrrþey í heimabæ hans, Seattle. merkið hans, 13911, var þekkt alls staðar. Seinni árin sá hann um ör- yggiskerfi fyrir bankana. Nokkrum árum eftir að fjölskyldan flutti til Seattle stofnaði pabbi sitt eigið fyrirtæki, Gunnar Electro- nics. Þar sá hann aðallega um sölu og þjónustu fyrir Marel og var meðeigandi í Marel Seattle. Pabbi var mikil félagsvera og þau voru óteljandi matarboðin, grillveislurnar og partíin sem þau mamma héldu. Þau voru nokkurs konar ættleiddir for- eldrar margra Íslendinga í Seattle og mörg börn vina okk- ar áttu þau að sem auka ömmu og afa. Pabbi og mamma elskuðu að ferðast og fóru í nokkrar ferðir til Evrópu, aðallega til Spánar og Kanarí þar sem þau hittu fullt af Íslendingum, bæði vin- um og fjölskyldu. Seinni árin fóru þau mikið til Mexíkó og dvöldu þar nokkrar vikur á hverju ári en urðu að hætta því sökum veikinda mömmu. Það var unun að sjá hvað pabbi var natinn og hjálpsamur við mömmu í hennar veikindum. Hugulsemi hans og umhyggja var okkur öllum til fyrirmyndar. Það er búið að vera yndislegt að vera með pabba núna þessa síðustu mánuði ævinnar, rifja upp gamlar minningar með hon- um og bara vera hjá honum á hverjum degi. Hann kvartaði aldrei í gegnum þessa baráttu, heldur lá oftast mjög vel á hon- um, alltaf stutt í brosið. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þín er sárt saknað en dásamlegt að vita að þú sért kominn til mömmu. Sandra, Birgir og Haukur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.