Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 25

Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ÖFLUGAR ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR Verkstæði Heilbrigðis-stofnanir Fiskvinnslu- fyrirtæki Hótel og gistiheimili Leikskólar og skólar Íþróttafélög og sundlaugar Efnalaugar og þvottahús Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HELD AÐ ÉG SÉ AÐ LANDA STARFINU. HRINGDU Í MIG EFTIR FIMM MÍNÚTUR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa hann í bænum sínum. ÉG ER ORÐINN LEIÐUR Á AÐ HANGA INNI SKELL! HVER FÓR AÐ KALLA ÞIG „heppna edda”? MÓÐURBRÓÐIR MINN. HANN ER MJÖG MÆLSKUR! HANN SÉRHÆFIR SIG Í MÓTSÖGNUM! ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA KLIKKUÐ. EKKI DÆMA MIG. ingunni til töluvert fjármagn í reksturinn og er Getspá mikilvæg- asti stuðningsaðili íþróttastarfsemi á landinu í dag. Árið 2014 steig ég svo inn á vettvang stjórnmálanna þar sem reynslan úr íþróttahreyf- ingunni nýttist vel.“ Pétur hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi síðastliðin sex ár og er nú jafnframt formaður sveitar- stjórnarráðs Samfylkingarinnar og situr í stjórn flokksins. Helstu áhugamál Péturs eru íþróttir, útivist og ferðalög innan- lands sem utan í góðum hópi vina. Fjölskylda Eiginkona Péturs er Sigrún Jónsdóttir, f. 22.8. 1960, fram- kvæmdastýra hjá Tryggingastofn- un ríkisins. Þau eru búsett í Fögrubrekku í Kópavogi. For- eldrar Sigrúnar voru Jón Andr- ésson, f. 4.12. 1921, d. 13.7. 2003, sjómaður og sundlaugavörður í Kópavogi, og Jóna S. Sigurðar- dóttir, f. 30.5. 1925, d. 16.7. 1979, verkakona í Kópavogi, þau skildu. Börn Péturs og Sigrúnar eru: 1) Sigurður Hrafn, f. 11.10. 1988, tölv- unarfræðingur, þróunarstjóri út- gáfulausna hjá Valitor, kvæntur Svanhvíti Sigurðardóttur, f. 21.3. 1988, þroskaþjálfa hjá Ás styrkt- arfélagi. Börn þeirra eru Arnar Logi og Einar Hrafn, f. 2014, og Viktoría Mjöll, f. 2019; 2) Arnar, f. 12.3. 1991, maraþonhlaupari; 3) Jóna Þórey, f. 8.6. 1995, laganemi og fv. forseti Stúdentaráðs HÍ. Bróðir Péturs er Guðmundur Ragnar Sigurðsson Kemp, f. 20.3. 1965, trésmiður og stjórnar- formaður Stíganda, búsettur á Blönduósi. Foreldrar Péturs: Sigurður Kristinsson, f. 6.3. 1938, d. 18.1. 2020, fulltrúi í Reykjavík, og Þórey S. Kemp Guðmundsdóttir, f. 24.11. 1934, íþróttakennari og fyrrverandi lektor við Kennaraháskóla Íslands, búsett í Reykjavík. Þau skildu. Pétur Hrafn Sigurðsson Elísabet Kemp Stefánsdóttir húsfreyja á Illugastöðum í Laxárdal, Skagafirði Lúðvík R. Kemp bóndi á Illugastöðum, vegavinnuverkstjóri og skáld Ragna Kemp húsfreyja á Akureyri og síðar saumakona, stofnfélagi ferðafélagsins Útivist Guðmundur Tómasson forstjóri kexverksmiðjunnar Lorelei á Akureyri Þórey S. Kemp Guðmundsdóttir íþróttakennari og fyrrv. lektor KHÍ Þórey Sigurlaug Sveinsdóttir húsfreyja á Bústöðum Tómas Pálsson bóndi og oddviti á Bústöðum í Austurdal, Skagafirði Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja á Ríp í Hegranesi, Skagafirði Sveinn Benediktsson bóndi á Ríp Ástþrúður Sveinsdóttir húsfreyja á Akureyri Kristinn Jónsson umdæmisstjóri Flugfélags Íslands á Akureyri Pálína Kristjánsdóttir húsfreyja í Brekku Jón Halldórsson húsmaður í Brekku í Nauteyrarhreppi, N-Ís. Úr frændgarði Péturs H. Sigurðssonar Sigurður Kristinsson fulltrúi í Reykjavík Nú er komið í ljós, að landnáms-hænurnar verpa betur ef þær hlusta á Bítlana en Mozart og er það byggt á varprannsókn. Magnús Halldórsson yrkir á Boðnarmiði: Leggja þarf í lagasarp, „let it be“ og fleira. Bóndans pútur bæta varp, ef bítlalög þær heyra. Hallmundur Kristinsson yrkir: Eitt og annað sniðugt í snilligáfu felst er snerta kann við öfund. Hér er lítil vísa, sem vissi þetta helst og valdi réttan höfund! Hólmfríður Bjartmardóttir yrkir og kallar „Á elliheimilinu“: „Ég sé varla út hérna enn,“ sagði Ella með gleraugun tvenn. „Það er hengja á glugga og helvítis mugga en biðillinn birtist þó senn.“ Ella var alls ekki leið en einstöku sinnum ögn reið við alla sem hlógu og aðra sem dóu á meðan hún biðilsins beið. Maðurinn með hattinn orti: Basl er að hafa blíða lund blási allt á móti. Hrufluðust fætur, hlaut ég und á hvössu lífsins grjóti. Enn orti hann og nú á konudag: Við göngum saman hönd í hönd, heimsins fjarri raunum. Bauð ég frúnni blómavönd, bros ég fékk að launum. Hjörtur Benediktsson orti „í til- efni dagsins“: Tími hjá karli var knappur til kvenna var æði oft slappur. Um ævina aleinn hann bjó úr einmanaleika hann dó. Greyið var geldingahnappur. Úr annarri átt. Gísli Rúnar Jóns- son yrkir og kallar „Kvenskör- ungar“: Þeir segja að Salka Valka soldið sé farin að kalka – og Gróa á Leiti lögst sé í bleyti með lánlausum dönskum alka. Gömul vísa að lokum: Þá þorratunglið tínætt er. – Tel ég það lítinn háska –. Næsta sunnudag nefna ber Níu vikur til páska. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af landnámshænum og gleraugun tvenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.