Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 28

Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 FASTEIGNIR Fasteignablað Morgunblaðsins Efnistökin er t.d þessi: • Hvernig er fasteigna- markaðurinn að þróast? • Viðtöl við fólk sem elskar að flytja. • Hvernig gerir þú heimili tilbúið fyrir fasteignamyndatöku? • Viðtöl við fasteignasala. • Innlit á heillandi heimili. • Góðar hugmyndir fyrir lítil rými. Pöntun auglýsinga: Sigrún Sigurðardóttir 569 1378 sigruns@mbl.is Bylgja Sigþórsdóttir 569 1148 bylgja@mbl.is KEMUR ÚT 26. feb Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Heimildarmyndin A Song Called Hate verður frumsýnd með viðhöfn á morgun en í henni segir af listhópn- um Hatara og þátttöku hans í Euro- vision árið 2019 þar sem liðsmenn veifuðu eftirminnilega borða með fána Palestínu að lokinni keppni. Leikstjóri myndarinnar er Anna Hildur Hildibrandsdóttir og er þetta fyrsta heimildarmynd hennar í fullri lengd en hún rekur kvikmyndafram- leiðslufyrirtækið Tattarrattat. Anna framleiddi sjónvarpsþættina Trúnó fyrir Sjónvarp Símans, átta viðtalsheimildarþætti við tónlistar- fólk og segist hún vera með þrjú önn- ur verk í þróun og vinnslu. „En verk- efnið sem varð til þess að ég setti upp þetta fyrirtæki var verkefni sem ég fékk hugmyndina að þegar ég var að vinna fyrir NOMEX, var að gera stuttmyndasafn frá öllum Norður- löndunum þar sem tónlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður myndu vinna saman að og þróa sameiginlega hugmynd að stuttmynd. Þetta er ég að gera með vinafólki mínu sem heita Ian Forsyth og Jane Pollard og eru kannski þekktust fyrir að hafa verið leikstjórarnir að 20.000 Days on Earth,“ segir Anna en í þeirri mynd er forvitnilegu ljósi varpað á tón- listarmanninn Nick Cave. Þau hafi þá stofnað fyrirtækið Tattarrattat sem er með bækistöðvar í London. ,,Ég ætlaði að klára þessa mynd á einu ári en þurfti að læra að fjármögnun á kvikmynd gæti tekið lengri tíma,“ segir Anna og á þar við stuttmynda- safnið Nordic Trips. Hún er líka að framleiða mynd um rokkömmuna Andreu Jónsdóttur og aðra tónlistar- tengda sem hún segist ekki mega segja frá að svo stöddu. Og svo var það myndin um Hatara. „Ég bara kveikti á því þegar þeir sendu inn þetta lag að þetta gæti orðið spenn- andi heimildarmynd,“ segir Anna. Kynntir fyrir Murad „Ég var búin að fylgjast með þeim frá 2016 og þekkti aðeins til þeirra en ég held að ég hafi orðið jafnhissa og allir aðrir þegar þeir skutluðu lagi inn í Söngvakeppnina hérna á Íslandi en ég hugsaði strax að þetta gæti kannski orðið góð heimildarmynd. Ég man að ég talaði við Ian og Jane um þetta og sagði að ef þau vinna á Íslandi og ef þau fara út gæti þetta orðið eitthvað sem spennandi væri að fylgjast með,“ segir Anna. Hún byrj- aði að fylgja hópnum í byrjun mars 2019 þegar úrslitakvöldið í Söngva- keppninni fór fram og var þá með fá- mennt tökulið og tók viðtöl við alla liðsmenn Hatara. „Við gerðum stutt- an sjónvarpsþátt sem byggði á því, þetta voru prufu- og heimildartökur hjá okkur og ég var viðstödd þegar þeir unnu,“ segir Anna og að í fram- haldi hafi hún tengt Hatara við vini sína í London sem þekktu palestín- ska tónlistarmanninn Bashar Murad sem vann síðar með Hatara en Mu- rad er mikill baráttumaður fyrir rétt- indum LGBT+ fólks í Mið-Austur- löndum. Tekur því sem að höndum ber ,,Þetta var mjög spennandi en ég var ekki viss um að þetta gæti orðið efni fyrr en ég vissi að þau myndu fara út. Það var ekki ljóst í byrjun en svo gerist það og þetta gerist mjög hratt þannig að ég maður hafði mjög lítinn tíma til að skipuleggja sig. Ég spurði Ian og Jane hvort þau gætu leikstýrt myndinni en þau höfðu ekki tíma og ég vildi endilega leikstjóra því ég stíg inn í kvikmyndageirann með það fyrir augum að ég vilji verða framleiðandi. En þau sögðu mér að stíga inn í þetta hlutverk og þau skyldu hjálpa mér,“ segir Anna um það sem tók við þegar ljóst varð að Hatari færi í Eurovision. Hún hafi því fengið tökumanninn Baldvin Vern- harðsson, sem hafði mikið unnið með Hatara, með sér í lið og ráðið einn Ísraela og tvo Palestínumenn í töku- liðið, þ.e. hljóðmann, tengilið og bíl- stjóra. Þessi þrenning passaði vel upp á tökuliðið í Ísrael, segir Anna. – Þetta var sum sé fyrsta leik- stjórnarverkefnið þitt og að auki ertu að fylgja þeim eftir í Ísrael þar sem palestínska fánanum var veifað. Hvernig voru taugarnar hjá þér? „Þegar maður fer í svona verkefni og fer alveg út í það óþekkta og al- gjörlega út fyrir þann kassa sem maður þekkir er það einhvern veg- inn, í mínu tilviki, bara ákvörðun. Maður er bara kominn í verkefni, vaknar á morgnana og tekur því sem að höndum ber og klárar verkið. Þannig að ég held að ég hafi ekki haft tíma til að hugsa um hvernig taug- arnar höfðu það fyrr en kannski eftir að ég kom heim aftur,“ svarar Anna kímin. Einbeitingin hafi þurft að vera í lagi allan tímann og enginn dagur eins og tökuliðið hafði skipulagt að hann ætti að vera. „Það voru allir dagar langir og maður vissi að maður þyrfti að vakna á morgnana, taka á þessu og ná þessu efni sem var dálítið mikilvægt. Við vorum í svo mikilli óvissu, vissum ekkert hvað Hatari ætlaði að gera. Þeir voru stöðugt að breyta plönunum, koma með nýjar hugmyndir og pæla í því hvað væri hægt að gera til að koma sínu sem best á framfæri þannig að við vorum líka dálítið að vinna með það. Og svo voru þeir náttúrlega í þessu opinbera prógrammi sínu sem tók mikinn tíma þannig að ég og Baldvin og tökuliðið okkar vorum stundum bara sjálf í að hitta Bassar eða fólk í Palestínu til að átta okkur á hlutunum, tókum fullt af efni líka í Tel Aviv,“ svarar Anna. Með augum Matta og Klemens – Hvernig nálgastu efnið? Ertu fluga á vegg eða heyrist í þér sem spyrli? „Nei, ég er ekki spyrill í myndinni, sögumennirnir eru Matti og Klemens og við horfum á allt ferðalagið í gegn- um þeirra augu og upplifum ferðalag- ið með þeim þannig að ég sem heim- ildargerðarmaður ákvað að taka þann vinkil á það að ég væri að horfa á þetta í gegnum þá,“ svarar Anna. Hún hafi tekið mörg viðtöl við þá tvo og Hatara-hópinn allan úti í Ísrael og þau séu stundum lögð undir sem sag- an. Fyrst og fremst sé þó horft á allt ferðalagið í gegnum þessa tvo menn. „Við erum mjög trú því, stígum aldrei inn í neitt hlutverk þarna en ég fór af stað með spurninguna um hvort jaðarband frá Íslandi gæti komist í gegn með skilaboðin sín þegar það væri orðið svona „mainstream“, kom- ið í meginstrauminn. Geturðu farið á svona stórt svið og komið skilaboð- unum til skila? Ég man að við rædd- um þetta mikið við Ian og Jane og það sem þau vöruðu mig alltaf við var að þessi maskína ætti eftir að gera þá „glam“, ætti eftir að skemmtanavæða þá og það var einmitt það sem við vorum svolítið að fylgjast með, hvort þeim myndi takast að gera þetta.“ Anna segir að enginn hafi vitað hvort palestínski máninn yrði dreg- inn upp eða ekki þegar kom að stiga- gjöfinni. En hvernig leið henni á því augnabliki, þegar Hatari dró fánann upp? Hún segist hafa verið úti í sal á því augnabliki en Baldvin mynda- tökumaður hafi fengið að hlaupa bak- sviðs og mynda eftir atvikið. „Það er kannski augnablik sem er spennandi að sjá í myndinni því þar upplifum við einmitt í gegnum þau hvernig þeim leið. Ég man að ég upplifði dálítið, þegar þeir tóku upp fánann, að ég varð fegin,“ segir Anna. Henni hafi þótt gott hjá þeim að gera þetta. Anna segist hafa upplifað öll átökin og álagið sem fylgdu gjörningnum, að smygla þessum fánaborða inn til dæmis. „Það var mjög átakanlegt að mörgu leyti að sjá það en ég man að ég var fegin yfir því að þetta hefði gerst.“ Spurð að því hvort hún hafi ekki líka verið fegin því að þetta gerðist út af heimildarmyndinni segir Anna að örugglega hafi sá feginleiki líka verið til staðar. „Ég hef mikið velt því fyrir mér og líka velt fyrir mér hvert er hlutverk heimildargerðarmannsins því um leið og kameran er komin á er hún alltaf með eitthvert sjónarhorn og maður er aldrei alveg fullkomlega hlutlaus. En auðvitað hefði heimildarmyndin orðið eitthvað ann- að og önnur viðbrögð ef þeir hefðu ekki gert þetta og þá hefði maður unnið með það,“ segir Anna. Hún hafi þurft að hafa hugfast að hún væri að fylgja Hatara í þetta ferðalag og horfa frá sjónarhóli Matthíasar og Klemens. Góðar viðtökur A Song Called Hate var sýnd á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, í fyrra og heimsfrumsýnd í Varsjá í október. Hún hefur verið sýnd á fleiri hátíðum og hlaut nýverið tilnefningu til Dragon-verðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Anna hefur því fengið viðbrögð áhorfenda við myndinni og er spurð að því hvernig viðtökunar hafi verið. „Þær hafa verið mjög góðar,“ svarar hún og að dásamlegt hafi verið að fá tækifæri til að sitja í bíói og horfa á myndina með gestum. „Það var gam- an að upplifa að þetta hreyfði við fólki og að fólk er að upplifa þessa sögu hver með sínum hætti og það hafa all- ir skoðun á þessu,“ segir Anna. Myndin mun fara víðar því hún var frumsýnd á Ítalíu í síðustu viku, verð- ur sýnd í Ósló í byrjun mars og á há- tíð í Grikklandi nokkru síðar. Fleiri hátíðir eru á dagskrá og myndin verður einnig sýnd á nokkrum evr- ópskum sjónvarpsstöðvum, að sögn Önnu. Streymisveitur munu fylgja í kjölfarið og myndin verður líka sýnd á RÚV í þremur 30 mínútna löngum þáttum. Myndin hlaut slagorðið „The Art of Making a Stand“, þ.e. listin að taka afstöðu. „Það er þessi kúnst að kunna að taka afstöðu og nota listina og það sem eftir stendur af myndinni erum við að velta fyrir okkur tilgangi listar- innar. Listamenn láta ekkert endi- lega segja sér hvernig eigi að gera hlutina,“ segir Anna. Morgunblaðið/Eggert Opnunarteiti Hatari á rauða dreglinum í Tel Aviv í Ísrael á leið í opnunarteiti Eurovision árið 2019. Listin að taka afstöðu  Heimildarmynd um Hatara í Eurovision frumsýnd  „Maður er bara kominn í verkefni, vaknar á morgnana og tekur því sem að höndum ber og klárar verkið,“ segir leikstjóri um ævintýrið í Ísrael Anna Hildur Hildibrands- dóttir var fyrsti fram- kvæmda- stjóri ÚTÓN, Útflutnings- miðstöðvar íslenskrar tónlistar, og hefur einnig starfað sem fjölmiðlafulltrúi og við vöru- merkjaþróun Iceland Airwaves og verið framkvæmdastjóri Nordic Music Export (NO- MEX). Hún hlaut MA-gráðu í útvarpsvinnslu frá Gold- smith’s í London og fyrir nám starfaði hún sem fréttaritari þar í borg. Úr tónlist í kvikmyndagerð FJÖLBREYTTUR FERILL Anna Hildur Hildibrandsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.