Morgunblaðið - 24.02.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 » TónlistarkonurnarBjörk Níelsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó- leikari komu fram á hádegistónleikum á veg- um Íslensku óperunnar, svokallaðri Kúnstpásu, í Hörpu í hádeginu í gær. Þær fluttu fjölbreytileg sönglög eftir Mozart, Satie, Weill, Piazzolla og fleiri. Björk Níelsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir í Kúnstpásu Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytjendurnir Tónleikar Evu Þyri Hilmarsdóttur og Bjarkar Níelsdóttur í Norðurljósasalnum voru vel sóttir. Á tónleikum Snorri Zóphóníasson og Guðjón Magnússon voru meðal gesta. Gestir Guðfinna Agnarsdóttir og Ása Áskelsdóttir. Í Hörpu Ari Hálfdánarson og Guðbjörg S. Jónsdóttir. Ópið er frægasta málverk norska meistarans Edvards Munchs og hef- ur löngum verið talið eitt áhrifa- mesta myndverk sem gert hefur ver- ið sem sýnir örvæntingu manns. Munch málaði fjórar útgáfur af Óp- inu, þá fyrstu árið 1893. Myndin varð strax umtöluð og fræg en það var ekki fyrr en ellefu árum síðar, þegar þessi fyrsta útgáfa var sýnd í Kaup- mannahöfn, að getið var um setningu sem skrifuð hafði verið með blýanti á norsku á himininn í verkinu, ofarlega til vinstri: „Kan kun være malet af en gal Mand!“ Getur aðeins hafa verið málað af óðum manni. Setningin hefur löngum þótt ráð- gáta, en nú segjast sérfræðingar við Listasafn Noregs, sem á verkið, hafa leyst gátuna. Eftir að hafa myndað skriftina með innrauðri tækni og bor- ið hana saman við skrif Munchs sjálfs telja þeir fullvíst að málarinn hafi sjálfur verið að verki. Mögulega til að tjá skoðanir og ummæli fólks sem hafði séð málverkið er hann sýndi það fyrst. Ráðist var í rannsóknina þegar verkið var hreinsað fyrir opn- un hins nýja Munch-safns í Ósló síðar á árinu. AFP Setningin „Kan kun være malet af en gal Mand!“ hefur verið skrifað á mál- verkið eins og innrauð myndin sýnir. Munch er nú sagður vera skrifarinn. Munch skrifaði sjálfur á Ópið Ópið Setningin fræga er skrifuð ofarlega til vinstri á málverkið.  Ráðgátan um skrif á verkið leyst Útvarpsfólkið Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson lesa upp texta sem eru í eftirlæti hjá þeim á húslestri í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, mið- vikudagskvöld, og hefst dagskráin kl. 20. Vegna samkomutakmarkana þurfa gestir að skrá sig á viðburð- inn á vefsíðu Borgarbókasafnsins. Anna Gyða og Eiríkur störfuðu saman á Rás 1 þegar þau sáu um útvarpsþáttinn Lestina en bæði hafa komið að ýmsum öðrum þáttum og pistlum, auk þess hafa þau sent frá sér fræðitexta og skáldrit. Meðal skáldsagna Eiríks eru Undir himninum, 1983, og Sýrópsmáninn. Anna Gyða og Eiríkur lesa valda texta Eiríkur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.