Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 32
Íslenskur ís
úr öllum
landshlutum
100% íslenskt • beint frá bónda
Flatahrauni 27 • 220 Hafnarfjörður
sími 788 3000 • gottogblessad.is
Opið virka daga 11-18 / laugardaga 11-15
SVANSÍS • SUÐURLANDI
súkkulaði • hindber • vanilla
jarðarber • bláber • o.fl.
SKÚTAÍS • MÝVATNI
kókos og súkkulaði • karamella •
vanilla • rabarbara- og jarðarberja • o.fl.
ERPSSTAÐAÍS • dalasýslu
saltkaramella • piparmynta •
banana- og súkkulaðibitar • mokka • o.fl.
HOLTSELSÍS • EYJAFIRÐI
saltkaramella með söltu smjöri
og karamellubitum • nutella •
Ferrero Rocher • vanilla Madagaskar • o.fl.
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Chelsea og Bayern München eru í afar góðri stöðu til að
komast í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu eftir góða útisigra í sextán liða úrslitum keppn-
innar í gærkvöld.
Olivier Giroud skoraði glæsilegt mark með hjólhesta-
spyrnu á 70. mínútu gegn Atlético og það reyndist
sigurmark Chelsea, 1:0. Frakkinn heldur því áfram að
leika vel í Meistaradeildinni. Sanngjarn sigur enska
liðsins en leikið var í Búkarest þar sem ensk lið mega
ekki koma til Spánar. »26
Evrópumeistararnir í góðri stöðu
gegn Lazio í 16-liða úrslitunum
ÍÞRÓTTIR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sterkar konur sem heyja grimma
lífsbaráttu og standa í stríði á öllum
vígstöðvum eru áberandi sögu-
persónur í Ísfólkinu,“ segir Sigur-
gyða Þrastardóttir. „Ævintýraheim-
urinn er sterkur en hefur á marga
lund samsvörun í nútímanum. Þessar
sögur hafa alltaf höfðað sterkt til mín,
meira að segja svo að af sumum bók-
unum á ég jafnvel nokkur eintök. Því
er tímabært af mörgum ástæðum að
grisja safnið og selja eitthvað af bók-
unum og miðað við þau viðbrögð sem
ég hefi fengið eiga þessar bækur sér
marga aðdáendur enn í dag.“
Bókaflokkurinn Sagan um Ísfólkið
naut fádæma vinsælda Íslendinga.
Algengt var að hver bók seldist í sjö
til níu þúsund eintökum, en alls er
þetta 47 binda ritröð. Höfundur bók-
anna, hin norska Margit Sandemo,
sótti efnivið til miðalda; rakti ættar-
sögu Ísfólksins sem bölvun hvíldi yfir
alla tíð; allt frá 16. öld til nútímans.
Þar kemur til að ættfaðirinn Þengill
seldi sál sína djöflinum svo úr varð
bölvun sem birist í rafgulum augum
og ofurkröftum. Hver kynslóðin á
fætur annarri var lengi í vanda af
þessum sökum, en sterkar konur,
þær Silja, Sunna og Villimey, kunnu
ráð við mörgum vanda.
Barátta kröftugra kvenna
Árið 1982 kom fyrsta bókin af Ís-
fólkinu út í íslenskri þýðingu og hét
Álagafjötrar. Síðan rak hver bókin
aðra – sjálfstæðar sögur en allar af
sama meiði. Árið 1989 kom út síðasta
bókin; Er einhver þarna úti? „Jú,
þarna eru nornir, draugar, djöflar og
galdrar á hverri síðu. Sandemo hafði
einstakt innsæi þegar hún skrifaði
þessar sögur og spann skemmtilegan
söguþráð. Þegar ég var í fæðingar-
orlofi árið 1994 og með fyrsta barnið
mitt á brjósti greip ég Ísfólksbók með
mér af bókasafninu, sem þá var í
Þingholtsstræti, og heillaðist, svo
ekki varð aftur snúið. Ég keypti allar
bækurnar eins og ég náði til þeirra,
bæði fyrstu útgáfuna og svo þær sem
síðar komu með ýmsum breytingum.
Grunnstefið er samt alltaf eins; bar-
átta kröftugra kvenna við plágur og
stríð um aldir alda,“ segir Sigurgyða
og heldur áfram lýsingum:
„Ég man að stundum voru bæk-
urnar um Ísfólkið líka kallaðar hús-
mæðraklám. Sumar lýsingar á ástalífi
þóttu í djarfara lagi. Í ljósi þess hve
frásagnir hafa breyst mikið síðan
þessar bækur komu út fyrir 35 árum
eða svo eru þær afar settlegar. Ann-
ars eru Ísfólksbækurnar vel stílfærð-
ar og vinsældir þeirra skiljanlegar.
Lýsa líka vel harðri lífsbaráttu sem
svo margir þurfa að heyja, enda þótt
ytri aðstæður breytist.“
Fyrir nokkru flutti Sigurgyða
erindi á vef Eflingar – stéttarfélags
þar sem hún sagði sögu sína sem
verkakona sem hefði marga fjöruna
sopið í fjölbreyttum störfum. „Ég er
ófaglærð Eflingardrusla en finnst ég
hafa margt til málanna að leggja,“
sagði Sigurgyða sem kveðst hokin af
reynslu, meðal annars úr starfi sínu
sem dagmamma. Viti allt um vaxtar-
kippi, exem, ofnæmi, óþol og sé sér-
fræðingur í að skipta um kúkableyjur
á börnum – rétt eins og hún veit allt
um Ísfólkið, bækurnar sem hún selur
á 500 krónur stykkið.
Morgunblaðið/Eggert
Ískona Sigurgyða heillaðist af sögum um líf í undarlegri örlagaveröld. Nú er tiltekt í skápum og bækurnar falar.
Sigurgyða grisjar Ísfólkið
Alls 47 bækur í ritröðinni Sögur sem heilluðu Íslend-
inga Ævintýraheimur og ofurkraftar Húsmæðraklám
MENNING
Kvartett djassleikarans og tónskáldsins kunna Sig-
urðar Flosasonar kemur fram á tónleikum Jazzklúbbs-
ins Múlans í Flóa í Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, og
hefjast leikar kl. 20. Á tónleikunum mun kvartettinn
hylla saxófónsnillinginn Charlie Parker en í fyrra voru
100 ár frá fæðingu hans. Fluttar verða þekktar tón-
smíðar Parkers í bland við djassstandarda sem hann
hljóðritaði. Auk Sigurðar, sem leikur á altsaxófón,
koma fram píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson, Þor-
grímur Jónsson á bassa og Einar Scheving á trommur.
Kvartett Sigurðar Flosasonar hyllir
Charlie Parker í Múlanum í kvöld