Morgunblaðið - 26.02.2021, Page 8
1. Að gera allt sjálf
„Það er auðvelt að sjá strax þau verk sem eru framkvæmd af
viðvaningi. Stundum er betra að fá fagfólk til þess að tryggja
gæðin,“ sagði Thomas Goodman, sérfræðingur í fasteignum.
„Slíkt dregur úr verðmæti fasteignarinnar til langs tíma litið.
Þér finnst flísalögnin þín kannski líta vel út en það kemur
ekki sama yfirbragð og þegar flísameistari á í hlut. Svona
sparnaður kemur til þess að ásækja mann síðar því fólk notar
það gegn manni til þess að semja um lægra verð.“
2. Ólík gólfefni
Það þarf að passa upp á heildarútlit fasteignarinnar. Ekki hafa
of mikið af ólíkum stílum í gangi. Það á sérstaklega við um gólf-
in.
„Þér kann að líka við teppin á efri hæðinni en við mælum
alltaf með viðargólfum og þá sérstaklega á aðalhæðinni.
Gangar, stofur og önnur fjölskyldurými ættu að hafa sama
gólfefni. Algengustu mistökin eru að hafa tvær ólíkar teg-
undir af viðargólfum á aðalrýmunum. Ef þú ætlar að skipta
um gólfefni einhvers staðar, passaðu þá upp á að eiga fyrir
allri hæðinni.“
3. Gömul eldhús
Eldhúsið ræður miklu um sölugildi fasteigna og það er erfitt
að uppfæra eldhús án þess að kosta miklu til. En lykilatriði
er að hafa það nútímalegt til að laða kaupendur að. Þá getur
það fælt frá ef fólk sér hvað þarf að gera mikið fyrir eldhúsið.
„Ef þú átt ekki fjármuni til þess að endurnýja eldhús frá
grunni þá skaltu einbeita þér að borðplötunni, skápum og
blöndunartækjum. Hafðu það í hlutlausum litum og passaðu
að það sé tandurhreint. Sérstaklega eldavélin.“
4. Litrík heimili geta fælt kaupendur frá
Skærir litir eru ekki fyrir alla og geta fælt kaupendur frá.
„Þér gæti þótt skærgult eldhús vera yndislegt og hlýlegt en
aðrir sjá það í öðru ljósi. Það er best að halda innviðum stíl-
hreinum og forðast allt sem stingur í stúf,“ segir Goodman
og bendir á að ljósgráir og ljósbrúnir tónar séu öruggastir.
5. Dökkir veggir
Svartur er alltaf mjög krefjandi litur á veggjum en það getur
líka átt við um bláa og fjólubláa.
„Dökk herbergi geta verið mjög óaðlaðandi. Björt herbergi
með góðri lýsingu eru strax mun meira aðlaðandi. Hafðu her-
bergin í ljósum litum með góðri lýsingu.“
6. Baðherbergið
Baðherbergi geta elst fljótt og látið á sjá enda mæðir mikið á
þeim. Ef þú getur ekki gert upp baðherbergi frá grunni þá
skaltu passa að fúgurnar séu hreinar og blöndunartækin ný-
leg og falleg. „Margir gera þau mistök að fjarlægja eina bað-
karið á heimilinu. Baðkör eru vinsæl hjá fólki sem sér fyrir
sér að slaka á í baði eftir erfiðan vinnudag. Það getur því
minnkað kaupendahópinn ef þú fjarlægir baðkarið.“
atriði sem
draga úr
verðmæti
fasteigna
Í samkomubanni á tímum kórónuveir-
unnar hafa margir beint sjónum sínum
að heimilinu og gert það upp. Sérfræð-
ingar vara fólk þó við nokkrum atriðum
sem gætu dregið úr sölugildi fasteigna.
6
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021