Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 14

Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 14
þetta eru yfirleitt heimili fólks og myndirnar sem eru teknar eru líka minningar fyrir þá sem eru að selja,“ segir hann. Er hægt að taka góðar myndir af öllum heimilum? Hvað einkennir góðar fasteignaljósmyndir? „Já, mér finnst það ef ljósmyndarinn nálgast verk- efnið með það í huga. Þó að heimilið sé ekki hlaðið „hönnunarvörum“ þá er það birtan og ásýndin sem mun skipta máli að lokum. Ef heimili eru persónuleg þá er alltaf hægt að gera góða hluti. Þegar þú spyrð hvað einkenni góðar fasteignaljósmyndir, þá er það lík- lega það sem ég sagði áðan, að þær veiti upplifun og að sá sem myndar gefi sér tíma í verkefnið, reyni að kynnast heimilinu og skili myndum af sér sem eru að einhverju leyti eftirminnilegar.“ Tekur þú öðruvísi myndir af eign sem er að fara á sölu en ef það er verið að mynda fyrir hönnunarbækur? „Í sjálfu sér ekki. Mig langar að hafa þær svipaðar, kannski minna um „nærmyndir“ af uppstillingum og slíkt, en það er líklega óþarfi því það ætti að gleðja augað og veita þau hughrif þegar inn er komið. En ég reyni alltaf að nálgast verkefnin á sama hátt því það þykir mér skemmtilegt og setur pressu á mig að vanda mig.“ Hvað ráðleggur þú fólki að gera fyrir fasteigna- myndatöku? „Hafa eignina eins og hún er alltaf, fallega tekið til og huggulegt. Hafa hana „sanna“ og treysta auga ljós- myndarans, því það er svo gaman að sjá hvernig aðrir sjá hlutina, sérstaklega þegar þú hefur kannski búið í sömu eigninni í langan tíma. Bíða svo spennt að fá fólk í heimsókn því þá kemur allt önnur upplifun í ljós. Myndir gætu selt eign en verðandi kaupendur þurfa að koma í heimsókn að lokum.“ Gunnar segir að það þurfi að vanda til verka þegar heimili séu mynduð og það þurfi að gefa sér tíma í það. Það er meira spennandi að reyna að búa til hughrif og upplifun af eigninni, svipað og þegar þú ert að skoða hótel á ferðalagi, skilja smá spennu eftir þegar þú kemur og sérð síðan í raun. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 • Er komið að húsnæðis- skiptum eða vantar þig stuðning og ráðgjöf við erfðaskrá, kaupmála eða dánarbússkipti? • Vilt þú fá lögmann þér við hlið sölu fasteignar án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu? • BÚUM VEL veitir nýja tegund þjónustu. Kynntu þér málið. Elín Sigrún, lögmaður sími 783 8600 elin@buumvel.is www.buumvel.is Sérhæfð lögfræðiþjónusta við búsetuskipti með áherslu á 60+

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.