Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 26.02.2021, Síða 22
sér jafnvel við það. Kristjana segir að henni finnist eigin- lega bara skemmtilegt að flytja. „Mér finnst ekkert mál að flytja, nýir möguleikar og skemmtilegt. Eina leiðinlega við að flytja er að færa hús- gögnin og kassana inn og út. Hluti af því er að stúdera hvernig maður geti gert rýmið að sínu. Ég held mögu- lega að ég verði eirðarlaus þegar ég finn að verkefnin séu að verða búin. Varðandi þessa flutninga þá á maður ekki að mikla hluti fyrir sér. En það væri mjög næs að eiga nægilega peninga til að fara í framkvæmdir við flutninga. Ég hef helst rekið mig á það að það vantar stundum nokkrar milljónir,“ segir hún hressilega. Þótt stundum væri gott að hafa örlítið meiri peninga segist Kristjana vera nösk á að sjá möguleika í húsnæði sem aðrir koma kannski ekki auga á og segir að þetta fasteignabrölt hafi alveg skilað henni einhverjum pen- ingum en játar að hún hafi þó ekki alltaf riðið feitum hesti frá fasteignakaupum. „Ég er alveg óhrædd við að takast á við verkefni. Íbúð- in sem við búum í núna var búin að vera lengi á sölu en ég sá tækifæri í henni og vildi helst komast í Vesturbæinn aftur þar sem ég er uppalin. Fasteignamarkaðurinn hef- ur verið þannig síðustu árin að hann er bara búinn að rjúka upp, svo allir þessir flutningar hafa oftast verið góð fjárfesting en ekki allltaf. Stundum þarf bara að grípa tækifærið og vona það besta,“ segir hún. Ertu handlagin? „Sko, mér finnst ég geta allt en það er kannski fjarska- fallegt. Það þolir ekki nánari skoðun. Ég geri bara hlutina og ef ég klúðra þeim algerlega þá fæ ég fagmann í það. Ég hef alltaf haft þá reglu að það sem snýr að lögnum og þannig hlutum fæ ég fagmenn í. Ég myndi alltaf leggja til að fólk fái fagmenn. Svo fékk ég málara til að mála fyrir mig þegar við fluttum hingað og ætla framvegis að fá mál- ara til að mála fyrir mig. Það margborgar sig,“ segir hún. Ertu með einhver góð ráð fyrir fólk sem er í flutninga- hugleiðingum? „Það er mikilvægt að gera kostnaðaráætlun og setja svo 30% ofan á. Þá ættir þú að fá út rétt kostnaðarmat. Það eru svo margir litlir hlutir sem manni yfirsjást. Það getur alltaf eitthvað gerst þegar fólk kaupir gamalt hús- næði. Yfirleitt þarf að gera miklu meira en fólk ætlar sér,“ segir hún. Þótt Kristjana og fjölskylda hennar hafi flutt oft á síð- ustu árum segist hún vera ánægð á núverandi stað og planið er að vera þar áfram. En eru þau alltaf sammála þegar kemur að framkvæmdum? „Við erum alls ekki sammála. Mér finnst að ég eigi að ráða því ég er arkitekt og hann lyfjafræðingur. Ég er svo ör og veit hvað ég vil og hann heldur mér niðri á jörð- inni,“ segir hún. Skipulagi íbúðarinnar var breytt og opnað á milli rýma. Fallega málaður veggur og snagar úr brassi á baði. Það er gott flæði á milli rýma. Kristjana vill hafa grunninn hlutlausan og valdi að mála flesta veggi ljósa. Það fer vel við fiskibeinaparketið. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.