Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 2
Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta?
Ég byrjaði í körfu átta ára en ég var ellefu eða tólf ára þegar ég fór að æfa
hjá Brynjari Karli Sigurðssyni.
Hvað er skemmtilegast við körfubolta?
Að vera með liðinu, hjálpast að og skora.
Hvernig er Brynjar sem þjálfari?
Á æfingum getur hann verið mjög harður og öskrar á mann ef
maður gerir mikið af mistökum. En þegar við erum ekki á æf-
ingu er hann alveg andstæðan; mjög hress og segir brand-
ara. Ég er mjög ánægð með hann.
Hvað finnst þér þú hafa lært í gegnum
æfingar, annað en körfubolta?
Ég hef lært að vera ákveðnari, spila og vinna undir stressi,
vera meiri leiðtogi innan og utan vallar og svo hef ég lært
að þjálfa aðra.
Í myndinni má sjá ykkur hafna gullverðlaunum,
af hverju?
Við vildum fá að spila við stráka, ekki bara til þess að fá meiri sam-
keppni, heldur líka til að þeir lærðu að bera virðingu fyrir stelpum og
sýna þeim að við erum jafningjar þeirra. Við vildum líka fá svör af
hverju við máttum ekki keppa við stráka, en fengum það aldrei.
Hvernig var að sjá myndina Hækkum rána?
Mér fannst hún góð en það var skrítið að horfa á okkur en það var
skemmtilegt líka.
Hvað stefnir þú langt í körfunni?
Ég væri til í að fara í háskóla í Bandaríkjunum og spila körfubolta þar
og líka komast í landsliðið. Kannski fer ég í atvinnumennsku, við
sjáum til.
Ljósmynd/Helgi Kristjánsson
EYBJÖRT ÍSÓL TORFADÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Að vera leiðtogi
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Fátt drífur á daga manns á þessum síðustu og verstu pestartímum; mað-ur fer lítið og hittir fáa, eins og aðrir löghlýðnir borgarar. Þá komadraumfarirnar í góðar þarfir enda veitir víst ekki af að lífga upp á grá-
móskulega tilveruna. Almættið hefur verið svo almennilegt gegnum tíðina að
senda mér reglulega áhugaverða gesti á þeim vettvangi sem margir hverjir
hafa glatt mig og gert líf mitt innihaldsríkara. Nú síðast dreymdi mig einn
slíkan, alræmdan matargagnrýnanda sem gekk undir nafninu Kokkblogg-
arinn og hafði strokið úr söngleik sem Ívar Páll Jónsson, vinur minn og með-
stjórnarmaður í ALAS-félaginu
(Abraham Lincoln Appreciation So-
ciety), er að semja – eða var að gera í
draumnum.
Þegar ég vaknaði bar ég þetta
umsvifalaust undir Ívar og svo því sé
til haga haldið þá er hann ekki að
semja söngleik, þar sem þessi ágæti
maður kemur við sögu. Alltént ekki
enn. Kemst þó varla undan því úr
þessu; ég gæti mögulega hjálpað að-
eins til með söguþráðinn. Sé okkur
félaga ljóslifandi fyrir mér prúðbúna
á fremsta bekk í Borgarleikhúsinu á
frumsýningunni með heilmynd af Abe gamla á milli okkar. Þriðji meðlim-
urinn í ALAS-félaginu, Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður, myndi að
sjálfsögðu sjá um leikmyndina sem yrði kindarleg. Það sem Abe yrði stoltur
af sínum mönnum.
Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða og áður en við förum lengra fram úr
okkur þá skulum við staldra aðeins betur við drauminn. Kokkbloggarinn var
sumsé sloppinn úr gæslu skapara síns og á reið að stöðva kappann áður en
hann brenndi íslenskt veitingalíf til grunna með illmælgi sinni og eiturpenna.
Fyrir lá að slóðin var eftir hann. Víða um lönd.
Hvar er maður meiri hetja en í eigin draumum, þannig að ég gekk vita-
skuld í málið. Mér var þó strax vandi á höndum; í fyrsta lagi var Ívar í baði,
þannig að ég gat ekki látið hann vita, og í öðru lagi þá hafði elsti dvergur í
heimi, ættaður frá Galapagoseyjum, komið sér makindalega fyrir í einu lyft-
unni í þrjátíu hæða háhýsinu þar sem Ívar bjó, að því er virtist í Skerjafirð-
inum – og harðneitaði að fara þaðan út enda biði hans þá bráður bani. Engu
tauti varð við dverginn komið. Hann skyrpti bara tannholdi framan í lög-
reglu. Inn í þennan trylli fléttuðust tvíburasystur sem bjuggu yfir vitneskju
um ógurlegt leyndarmál sem gat komið Kokkbloggaranum á kné. Það vann
þó gegn okkur að þær voru aðeins fjórtán mánaða og ekki enn farnar að tala.
Annað var eftir þessu. Bíð spenntur eftir að mín verði vitjað á ný.
Kokkbloggarinn
leikur lausum hala
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’ Á reið að stöðvakappann áður en hannbrenndi íslenskt veitingalíftil grunna með illmælgi
sinni og eiturpenna.
Kristján Már Sæþórsson
Alveg örugglega. Þónokkrar.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú
að fá þér
bollu um
helgina?
Kristín Eva Þórhallsdóttir
Já. Bara eina.
Jökull Jóhannsson
Nei, ég er keto.
Sigrún Thorarensen
Örugglega. Tvær þrjár vatnsdeigs-
bollur sem mamma bakar.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Hækkum rána er ný íslensk heimildamynd eftir Guðjón Ragnarsson,
framleiðandi Margrét Jónasdóttir og Sagafilm. Er hún um 8-13 ára gaml-
ar stúlkur sem hafa sett markið á að brjóta niður menningarmúra körfu-
boltahreyfingarinnar. Myndin er komin í Sjónvarp Símans Premium en
verður einnig sýnd í opinni dagskrá sunnudaginn 14. febrúar kl. 20.35.