Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021
Ég held að við eigum okkur flest ein-hverja svona minningu úr æsku. Þaðvoru að koma jól og við vorum búin
að ákveða hvað við vildum fá í jólagjöf.
Mögulega vorum við búin að gefa frá okkur
skilaboð vikum og mánuðum saman um að
þessi tiltekni hlutur væri nú allra hluta lík-
legastur til að gera okkur glöð og kát. Það
átti ekki að geta farið fram hjá foreldrum
okkar að þetta væri lausnin á öllum vanda-
málum lífsins.
Stundum vissum við alveg að gjöfin væri
kannski í stærra lagi og það var alltaf sá
möguleiki að við myndum ekki fá hana. Það
þarf náttúrlega að taka tillit til allra systk-
ina og passa upp á efnahagsreikning jóla-
gjafa til að valda ekki ójafnvægi. Það er
aldrei gott þegar eitt barnið fær dýrari og
fínni gjöf en öll hin.
Þetta vitum við núna en þegar við erum
börn þá gleymast stundum hlutir eins og
jafnræði og jafnvægi. Börn eru ekki alltaf
sérfræðingar í væntingastjórnun. Við verð-
um bara að fá þennan pakka og því meira
sem við hugsum um það, því eðlilegra verð-
ur það. Smám saman erum við búin að selja
okkur það að þetta bara hljóti að gerast.
Jafnvel þótt pakkinn í geymslunni sé af
stærð sem geti ómögulega innihaldið
draumagjöfina.
Börn eru svona. Þau hafa ekki enn þurft
að velta svo mikið fyrir sér útgjöldum heim-
ilisins, húsnæðislánum og allskonar óspenn-
andi kostnaði sem fellur á stór heimili. Það
er þeirra afsökun.
Ég veit ekki alveg hvaða afsökun við höf-
um, sem þjóð, yfir yfirspenningnum sem við
fengum yfir risastóru Pfizer-jólagjöfinni.
Sennilega þá að við urðum bara aftur börn
að springa úr spenningi.
Það lá aldrei fyrir að við fengjum þennan
pakka og í raun var enginn búinn að segja
neitt um það opinberlega. Það skipti okkur
engu máli. Við létum okkur dreyma um
heilbólusetta þjóð sem skoppaði um fjarlæg
lönd á meðan ríkir útlendingar kæmu til Ís-
lands og fylltu vasa okkar af peningum.
Það hjálpaði svo sem ekki við væntinga-
stjórn að margir voru með á hreinu ekki
bara að við fengjum pakkann heldur líka
hversu stór hann væri og hvenær hann
kæmi. Fólk sem er venjulega ekki með neitt
á hreinu lét sig ekki muna um að fara með
flugnúmer og nákvæma staðsetningu á gjöf-
inni sem væri fyrsta skref okkar til bólu-
setts draumalífs. Síðustu vikur hefur varla
nokkur rekið tá ofan í heitan pott án þess
að þetta mál hafi komið til tals og alls stað-
ar var fólk sem hafði „eftir áreiðanlegum
heimildum“ að
þetta væri klárt.
Vissulega voru
einhverjir sem
fannst þetta aðeins
of mikið iphone-
ískóinn-mál og við
hefðum líka engan
rétt á að troða
okkur fram fyrir
röð. Við ættum
bara að bíða róleg eftir því að röðin komi að
okkur og sýna þolinmæði. Sem er vissulega
sjónarmið en ekki þegar barn er á barmi
sturlunar af spenningi yfir réttu jólagjöf-
inni.
En gjöfin kom ekki og við erum eins og
vonsvikin börn. Faðir okkar, Kári Stef-
ánsson, er búinn að segja okkur að við verð-
um að sætta okkur við að þessi gjöf komi
ekki þessi jól. Okkur finnst við svikin. Okk-
ur finnst eins og hann hafi verið búinn að
lofa þessu og við vorum orðin svo spennt og
farin að hlakka svo mikið til.
En stundum verðum við bara að sætta
okkur við að við getum ekki fengið allt. En
við vitum samt að innst inni eru margir að
hugsa: En við eigum bráðum afmæli …
’Við létum okkurdreyma um heil-bólusetta þjóð sem skopp-aði um fjarlæg lönd á með-
an ríkir útlendingar kæmu
til Íslands og fylltu vasa
okkar af peningum.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Gjöfin sem aldrei kom
Samtök áhugafólks um spilafíkneiga óskipta aðdáun mína.Þau standa nú fyrir gríðar-
lega öflugri vitundarvakningu um
skaðsemi spilafíknar, hvernig hún
hafi rústað lífi fjölmargra einstak-
linga, sundrað fjölskyldum og valdið
langvarandi vanlíðan og ógæfu.
Og varla að undra, Alma Haf-
steins, formaður samtakanna, hefur
kynnt þjóðinni útreikninga sem sýna
að á hverjum klukkutíma tapa spila-
fíklar 434.063 krónum í spilakössum,
það er að frádregnum vinningum.
Og þegar þetta er margfaldað með
klukkustundunum í heilu ári nemur
þessi upphæð 3.721.000.000 krónum,
þremur milljörðum, sjö hundruð
tuttugu og einni
milljón króna. Það
eru miklir peningar
þegar haft er í huga
hve agnarsmátt
hlutfall þjóðarinnar
stundar þessar vél-
ar, en samkvæmt ítarlegri könnun
Gallup síðastliðið vor fara fáir í kass-
ana. Af aðspurðum fóru aðeins 0,3%
oftar en 11 sinnum á ári. En þeir
fóru líka oft og töpuðu miklu.
Rekstraraðilar spilakassanna
höfðu hins vegar allt sitt á þurru,
töpuðu engu nema ef vera skyldi ær-
unni.
Ekki kom æran þó til tals í spjalli
Egils Helgasonar í bókaþætti hans,
Kiljunni, í Sjónvarpinu í vikunni
þegar hann rakti garnirnar úr Stef-
áni Pálssyni, sagnfræðingi, sem
kynnti nýja bók sína um sögu Happ-
drættis Háskóla Íslands.
Þar var vissulega, og réttilega,
vísað til happdrættisins í árdaga
þegar þjóðin sameinaðist um að
kaupa miða til að styrkja uppbygg-
ingu þjóðarháskólans. Sjálfur minn-
ist ég þessa vel og er svo um marga
enn að keyptir eru happdrættis-
miðar gagngert til að styrkja gott
málefni, hvort sem er Háskóla Ís-
lands, SÍBS, Sjálfsbjörg eða önnur
þjóðþrifasamtök.
Inn í spilasali stígur hins vegar
ENGINN til að styrkja gott málefni.
Sumir rata þangað inn af rælni, aðrir
forvitni en flestir vegna fíknar sinn-
ar, sem hjá allt of mörgum gerist
fyrr en varir sjúkleg í hæsta máta.
Á þessa fíkn kunna framleiðendur
kassanna að spila. Af vísindalegri
nákvæmni – já vísindalegri, því að
baki liggja miklar rannsóknir – eru
hannaðir kassar sem tala til spilar-
ans og æsa upp í honum langanir þar
til hann missir stjórn á gjörðum sín-
um. Heitin á svæsnustu búllunum,
sem Happdrætti Háskóla Íslands
rekur, eru Gullnáman og Háspenna.
Nafngiftirnar segja sitt. „Nú eru 13
milljónir í pottinum“ er sagt undir
blikkandi auglýsingu um „slot mach-
ines“ Siðfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands!
Að líkja þessari ósiðlegu starfsemi
við gamla Happdrætti Háskóla Ís-
lands er varla góð sagnfræði, og
undarlegt að fjölmiðlamaður horfi í
þögn fram hjá þessum staðreyndum
sem augljósar mega vera.
Hugaður einstaklingur, Guðlaug-
ur Karlsson, reyndi að fara með mál
sitt fyrir íslenska dómstóla, eftir að
hann tapaði eignum sínum og heilsu,
og síðan til Mann-
réttindadómstóls
Evrópu, en var vís-
að frá. Það hygg ég
að sé tímabundin
afstaða dómstóla.
Ásetningur rekstr-
araðila spilakassa er nefnilega svo
augljóslega til ills, að hafa fé af fólki,
sem ekki er sjálfrátt gerða sinna, að
varla getur verið að standist grund-
vallarlög.
„Einhvers staðar er réttur minn,“
sagði við mig magnaður maður,
verktaki sem tapað hafði aleigunni,
áður en hann vissi af, sökum spila-
fíknar maka síns. Hann vann með sín
jarðvinnslutæki dag og nótt en hún
sá um bókhaldið þar til hún missti
stjórnina. Aldrei heyrði ég þennan
vin minn hallmæla konu sinni. Hann
gerði sér grein fyrir því að hún hafði
ekki stjórn á gjörðum sínum. En
þungt var í honum gagnvart Rauða
krossinum og öðrum stofnunum og
samtökum sem hagnast höfðu á fíkn
hennar.
SÁÁ á heiður skilinn fyrir að hafa
stigið út úr þessum rekstri. Við, sem
viljum Rauða krossinum, Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg og Há-
skóla Íslands allt hið besta, bíðum
þess að hið sama gerist á þeim bæj-
um.
Og í dagblöðunum er nú spurt
hvernig alþingismenn ætli að axla
sína ábyrgð. Spilavítin eru sannar-
lega starfrækt á ábyrgð ríkis-
stjórnar og Alþingis.
Beðið er svars.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alma reiknar,
Stefán skrifar og
Egill spyr
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’Og í dagblöðunumer nú spurt hvern-ig alþingismenn ætliað axla sína ábyrgð
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15