Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 15
una. Ég er búinn að laga mig að því. Ég var til
dæmis alveg búinn eftir jólin, leið eins og ég
hefði staðið tólf tíma vaktir, þó ég hefði ekki
gert neitt nema að elda fyrir fjölskylduna. Ég
fæ líka reglulega kláðaköst og höfuðverk.
Lyktarskynið jókst líka mánuðum saman sem
var óþægilegt en hefur lagast aftur. Ég hefði
fundið rakspíralyktina af þér út á bílaplan.“
Hann hlær.
Jafnvægisskynið er heldur ekki eins og það
var. „Ég get til dæmis ekki gengið niður stiga
án þess að nota handrið, rekst stundum utan í
fólk og má ekki sjá þröskuld án þess að rekast
á hann. Annars er ég heppinn að meinið er
hægra megin en ekki vinstra megin, þar sem
vitsmunirnir, málið og annað er.“
Margt fleira hefur breyst á þessu rúma ári.
Sjón og heyrn eru til dæmis farin að gefa sig
aðeins hjá Óskari. „Það er víst algengt með
þennan sjúkdóm en getur lagast aftur með
tímanum. Ég fékk aftur leyfi til að keyra bíl í
sumar en treysti mér ekki til þess í myrkri. Ég
á líka svolítið erfitt með fjölmenna Zoom-
fundi. Svo er það eiginlega undarlegasta hlið-
arverkunin, handkuldi. Hendurnar á mér
verða alltaf eins og frostpinnar skömmu eftir
að ég vakna á morgnana og mér hlýnar ekki
fyrr en um hádegi. Stundum fer ég í vettlinga
en best þykir mér að sitja hreinlega á hönd-
unum meðan þetta gengur yfir. Mér líður best
þannig. Læknarnir hafa engar skýringar á
þessu; heilinn er bara að senda röng skilaboð.“
Forðast áreiti og stress
Persónuleikabreytingar geta fylgt krabba-
meini við heila og Óskar hefur ekki farið var-
hluta af því. „Konan mín segir að karakterinn
hafi breyst hjá mér síðustu mánuði; ég sé kald-
ari og beinskeyttari en áður. Hegði mér stund-
um eins og að ég búi einn.“
– Finnurðu sjálfur fyrir þessu?
„Já, ég geri það. Að einhverju leyti. Ég vona
bara að þetta komi ekki niður á fjölskyldunni
sem hefur verið mín stoð og stytta í þessu
verkefni. Mestu máli skiptir að forðast áreiti
og stress, þá gengur mér best að halda þessu
niðri.“
Eiginkonan og börnin vinna nú hörðum
höndum að því að setja á laggirnar nýjan veit-
ingastað, Finnsson bistró, í Kringlunni. Stefnt
er að opnun í apríl eða maí. ,,Ég hef rosalega
gaman af því að fylgjast með og miðla minni
þekkingu og reynslu. Krakkarnir vildu endi-
lega láta staðinn heita Finnsson bistró því
Finnsson var okkar fjölskyldunafn þegar við
bjuggum erlendis. Mér fannst sú tilhugsun
mjög óþægileg fyrstu tvo til þrjá mánuðina en
féllst á nafnið eftir að vinir okkar bentu á að
þetta væri fjölskyldufyrirtæki og ætti frekar
að heita fjölskyldunafninu heldur en einhverju
pink-ponk-nafni. Ég hlakka mikið til að opna
þennan nýja stað með þeim og mun standa þar
eins og heilsan leyfir.“
Enginn veit hversu lengi það verður en eftir
að MRI-skanninn hafði gefið óbreytt ástand til
kynna í nokkur skipti fékk Óskar verri fréttir
eftir reglubundið eftirlit nú í byrjun febrúar.
„Læknarnir sáu einhverja breytingu sem þeir
voru ekki ánægðir með. Eitthvað virðist vera
komið af stað. Við vitum ekki meira í augna-
blikinu enda ekki hægt að rannsaka þetta bet-
ur en læknarnir vilja nú fá mig í eftirlit á mán-
aðarfresti í stað þriggja mánaða áður, til að
geta fylgst betur með mér. Þetta sló okkur
auðvitað aðeins út af laginu; ég átti ekki von á
að fá þessar fréttir fyrr en eftir eitt eða tvö ár.
Þetta var svolítið eins og að horfa á mína menn
í Liverpool keppa við Manchester City um síð-
ustu helgi. Ég hélt auðvitað að Liverpool
myndi vinna og eftir að þeir jöfnuðu, 1:1, þá
var ég ekki í vafa um að við næðum að minnsta
kosti jafntefli. Þá gerðist hið ómögulega – það
komu þrjú mörk í röð frá City. En svona er líf-
ið.“
Mun aldrei gefast upp
Óskar segir þessar fréttir þó engu breyta um
sína afstöðu til verkefnisins sem hann hefur
tekist á hendur. Eftir sem áður sé mikilvægt
að setja sér markmið. „Ef eitthvað er, þá er ég
bara ákveðnari í að standa mig enn betur. Ég
er kominn með eitt ár og ætla mér að fara í tvö
ár og síðan þrjú. Það kemur ekki til greina að
gefast upp. Ég mun aldrei hætta að leita að
kraftaverkinu og myndi glaður ganga berrass-
aður niður Laugaveginn til að fá bata,“ segir
hann glottandi.
Hann hefur löngu valið sína nálgun; ætlar
að glíma keikur við meinið með jákvæðnina að
vopni. „Þetta er svo mikið undir okkur sjálf-
um komið. Þegar kallið kemur og ég þarf að
fara að sinna veislum annars staðar, þá get ég
með góðri samvisku sagt: Ég gerði mitt
besta!“
Völundur Snær Völundarson kokkur, Hafliði Ragnarsson bakari, Davíð
Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Óskar. Myndin er tekin fyrir jólin
2019 þegar þremenningarnir voru að dæma í Kökukeppni Morgunblaðsins.
Óskar í eldhúsinu á GOTT
Reykjavík þremur tímum áður
en hann fór á bráðamóttökuna.
Óskar skömmu eftir uppskurðinn í janúar 2020.
Óskar á spítalanum og María við sjúkrabeðinn.
Morgunblaðið/Eggert
Óskar í fataherberginu
heima. Hann er forfall-
inn áhugamaður um föt.
Margir tengja Óskar Finnsson við Arg-
entínu steikhús í miðbæ Reykjavíkur
enda var hann lengi viðloðandi staðinn.
„Ég byrjaði sem kokkur á Argentínu í
október 1989. Þá um áramótin tókum
við hjónin staðinn á leigu ásamt Kristjáni
Þór Sigfússyni og Ágústu Magnúsdóttur
og ári síðar keyptum við hann og rákum
fram til ársins 2003, en þá fluttum við
fjölskyldan til Bretlands og Kristján og
Ágústa héldu áfram með Argentínu. En
auðvitað var ég viðloðandi Argentínu í
nokkur ár á eftir.“
Spurður hvers vegna fjölskyldan hafi
flutt utan svarar Óskar því til að þau hafi
langað til að víkka sjóndeildarhringinn og
fá ennþá meira út úr lífinu.
„Við höfðum velt þessu fyrir okkur um
tíma en ákvörðunin var tekin á einu
kvöldi heima í stofu. Hingað og ekki
lengra, nú flytjum við út! Við hjónin sögð-
um engum frá þessu til að byrja með,
laumuðum okkur af og til út til London
að kíkja á húsnæði. Sögðumst vera að
fara á Herbalife-ráðstefnur.“
Hjónin áttu stórt einbýlishús í Selja-
hverfinu sem þau seldu. Ekki þótti öllum
það ráðlegt. „Faðir minn botnaði til
dæmis ekkert í þessu. Hvað ætlarðu að
gera ef þetta gengur ekki upp, drengur?
spurði hann. En ég hafði þörf fyrir að
upplifa heiminn og varð hreinlega að
gera þetta.“
England varð fyrst fyrir valinu, bærinn
Guildford, suður af Lundúnum. „Þar var
frábært að vera,“ segir Óskar sem hafði í
nógu að snúast í matreiðslunni.
Og þau drukku breska menningu í sig
af áfergju. „Það gekk meira að segja svo
langt að þegar Vilhjálmur prins og Katrín
giftu sig þá klæddum við Finnur sonur
minn okkur upp á, mættum á staðinn og
sáum þau aka hjá. Það verður alltaf ein-
hver Breti í okkur.“
Leiðin lá til Barcelona árið 2011, þar
sem fjölskyldan bjó til 2016. „Það var
dásamlegt að vera þar líka. Við vorum
ekkert á leiðinni heim, leið alveg ljóm-
andi vel í stuttbuxum, en mér barst hins
vegar mjög spennandi atvinnutilboð frá
Íslandshótelum sem ég gat ekki hafnað.
Segja má að Íslandshótel hafi keypt mig
heim. Fyrir það er ég afar þakklátur því
það var gaman að taka þátt í uppbygg-
ingu fyrirtækisins og í ferðamannaupp-
byggingunni almennt og síðast en ekki
síst að fá tækifæri til að kynnast og vinna
með fjölmörgu frábæru fólki.“
Óskar við eina frægustu
hurð í heimi. Hann kunni
afar vel við sig í Bretlandi.
Nú flytjum við út!
14.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15