Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 17
hyglisvert að sjá að einungis tók nokkra mánuði að koma sér upp bóluefni gegn henni, og miðað við tak- mörkuð afköst hennar hér (þar sem tveir og hugsan- lega þrír eru taldir hafa látist hennar vegna, allir með erfið undirliggjandi skilyrði) hefur varla verið eins yfirþyrmandi þrýstingur á bóluefni og nú er. Þá var sagt Fréttir sem birtust hér og víða eru athyglisverðar og ekki síst það sem haft er eftir „sérfræðingum“: „Svínapest fer nú sem eldur í sinu um Suðaustur-Asíu og hefur milljónum svína verið slátrað í Kína og Víet- nam. Svínapestin breiðist hratt út og enn sér ekki fyr- ir endann á faraldrinum. Sérfræðingar segja þetta stærsta svínapestarfaraldur í sögunni og óttast að baráttan gegn útbreiðslu sjúkdómsins sé töpuð. Svínapestin er ekki hættuleg mönnum en hún á rætur að rekja til Afríku. Faraldurinn hófst í Kína í ágúst, þar sem finna má helming allra svína í heim- inum. Sjúkdómurinn barst til Víetnam í janúar. Í Kína hefur meira en milljón svínum verið slátrað til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins samkvæmt frétt The Guardian. Engin bóluefni eru til við veikinni.“ Árið 2011 rifjaði „RÚV“ upp svínapestina tveimur ár- um fyrr: „Fyrir tveimur árum óttuðust heilbrigðis- yfirvöld um allan heim að H1N1-inflúensufaraldur væri að brjótast út – það er svínaflensan svokallaða. Lyfjaframleiðendur kepptust við að þróa bóluefni við sjúkdómnum. Þegar það tókst loks lagði starfsfólk lyfjaverksmiðja nótt við dag til að framleiða nægjan- legt bóluefni til að koma í veg fyrir faraldurinn, sem sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar óttuðust að yrði sérlega skæður. Svínaflensu- faraldurinn var með vægara móti og fjölmargir tröss- uðu að láta bólusetja sig. Norðmenn keyptu um það bil 5,6 milljónir bóluefnisskammta fyrir andvirði átta og hálfs milljarðs íslenskra króna. Á fréttavef Verd- ens gang kemur fram að enn séu til 2,9 milljónir skammta af lyfinu Panemrix. Ljóst er að þeir verða aldrei notaðir, þannig að ekkert annað er til ráða en að eyða þeim. Lyfjaskammtarnir eru metnir á rúm- lega fjóra milljarða króna.“ Eitthvað var málum blandið um pest og mannfólk í þessum fréttum. Og nefndir fjórir milljarðar voru bara í litla Noregi og má reyndar þegar margfalda þá tölu. Búið í maí síðastliðnum Í sumarbyrjun síðasta árs töldu menn veiruna komna á seinustu metra og töldu tíma kominn á að útdeila riddarakrossum fálkaorðunnar á sigurstund! Og við vorum fæst búin að venja okkur á að nota grímur á þessum punkti. Því sérfræðingar á heimsvísu gáfu út yfirlýsingar um að almenningur ætti ekki að sækjast eftir grímum því að gagnsemi þeirra væri mjög vafa- söm. Síðar kom á daginn að þessar vísindalegu yfir- lýsingar voru ekki gefnar út í bláinn. Það var einfald- lega metið svo að þær væru nauðsynlegar ætti yfirvöldum á hverjum stað að lánast að framleiða nægjanlega margar grímur fyrir það góða starfsfólk sem mest þyrfti á þeim að halda. Lítill vafi er þó á því, að hefði sannleikurinn verið sagður þá hefði almenningur stillt sig um grímusöfn- un á meðan baráttufólk í innsta hring fengi forgang. Það var allra hagur. Síðasta sérkennilega atvikið í sérkennilegum grímudansleik var spánný yfirlýsing helsta sérfræðilega yfirmanns Bandaríkjanna í bar- áttunni við veiruna um að fólk þyrfti helst að vera með þrefalda grímu til að hún kæmi að nægjanlegu gagni. Hann og Biden yfirmaður hans voru þó báðir bara með einfalda grímu þegar þeir gáfu út þennan nýja þriggjagrímu veruleika, enda vilja þeir báðir hafa málið einfalt núna, þótt þeir hafi verið tvöfaldir áður og báðir jafnvel þrefaldir í roðinu þegar mikið lá við. Morgunblaðið/Eggert ’Þannig er talað um breska afbrigðið ogbætt við að það sé sérlega útsmogið. Bretar sjálfir tala um það þannig. Og enginnsegir að þeir séu að beita sjálfa sig rasisma. En kannski hafi stimplarar ekki haft hgmyndaflug til þess. En jafnvel við, sem minnst vitum, teljum víst að breska afbrigðið hefði aldrei orðið til, ef formóðirin, kórónu- veiran sjálf, hefði ekki komið sér til Bretlands frá Kína með viðkomu þar sem millilent var. 14.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.