Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021 KÓRUNUVEIRAN Börnin sem sendu umboðsmanni barna svör höfðu ýmislegt að segja og mörg lýstu áhyggjum sín- um og kvíða. „En eitt af því sem skiptir mestu máli hjá mér er fjöl- skyldan og mig lang- ar að geta hitt ömmu mína og afa án þess að hafa samviskubit yfir að ég sé að gera eitthvað af mér.“ „Þessir Covid- tímar eru búnir að vera hræðilegir. Ég hata þessa veiru meira en allt, hún er búin að skemma 2020 og svo olli hún svo miklum kvíða því pabbi minn er í miklum áhættuhóp.“ „Það skal ég segja þér að það var ROOOOOOOOSA leið- inlegt að vera inni í hálfan mán- uð bara að leika mér með hund- inum eða spila tölvuleiki.“ „Þar sem þetta er síðasta ár- ið manns í grunnskóla hef ég áhyggjur af því að þegar ég fer í framhaldskóla muni mér ganga illa og jafnvel ekki skilja neitt þar sem við erum búin að missa af svo mikilli kennslu. Þetta ger- ir mig stressaða og ég er búin að vera svolítið kvíðin yfir þessu.“ „Á þessum tímum hef ég ver- ið mjög hrædd um að einhver í fjölskyldunni minni eða einhver fjölskylduvinur fengi veiruna.“ Börn segja frá Embættið safnaði frásögnum barna umhvernig það sé að vera barn á tímumkórónuveirunnar, bæði síðasta vor og svo aftur í lok árs og fram í janúar. Við sendum bréf til allra grunnskóla og fengum heilmikið af svörum en það kom okk- ur á óvart að við fengum fleiri svör núna en í vor,“ segir Salvör Nordal, um- boðsmaður barna. „Börn höfðu frjálsar hendur um hvernig þau tjáðu sig og gerðu þau það með því að skrifa, teikna eða búa til myndbönd. Þau töluðu um mjög margt; um Covid, óttann við Covid og allar breytingarnar sem faraldurinn hefur haft í för með sér. Niðurstöðurnar voru á þann veg að börnum hefur liðið mun verr í þess- ari síðari bylgju en í vor. Þessar takmarkanir í haust hafa komið illa við mörg börn,“ segir Salvör og segir það ríma við niðurstöður frá Barnavernd- arstofu og hjálparsíma Rauða krossins. Innsýn í heim barna „Börnin fengu nokkur atriði til að styðjast við og voru spurð um líðan í skólanum, samskipti við vini, líðan á þessum tímum og svo voru þau spurð hvort þau vildu segja eitthvað frá fjöl- skyldu sinni,“ segir Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni barna. „Mörg börn svöruðu þessum spurningum en önnur tjáðu sig frjálst,“ segir Sigurveig og seg- ir þau hafa fengið 116 svör í vor og 287 núna. „Með þessu fáum við innsýn í heim barna, daglegt líf þeirra og líðan á tímum kórónuveir- unnar en þetta er ekki vísindaleg könnun.“ Kvíði og einmanaleiki Salvör og Sigurveig segja frásagnirnar öðru- vísi nú en í vor. Í vor hafi börn gjarnan talað um að þau upplifðu rólega tíma og minna stress. „En núna síðast var talsvert annar tónn og miklu fleiri sem töluðu um kvíða, þunglyndi, leiða og einmanaleika. Það voru áberandi um- skipti,“ segir Sigurveig. „Við getum í raun bara spáð í ástæðurnar en það var auðvitað farið að reyna meira á heim- ilin í haust en í byrjun faraldursins,“ segir Sal- vör og segir efnahagsþrengingar sjálfsagt spila inn í og atvinnuleysi foreldra. Þá hefur komið fram að með samkomutakmörkunum og lokunum hafi áfengisneysla færst frá börunum og inn á heimilin sem hafi mögulega verið ein skýring á auknu ofbeldi og vanrækslu barna eins og kemur fram í tölum Barnaverndar. „Svo var líka komin þreyta yfir ástandinu, en sum nefndu að þetta hefði verið spennandi í byrjun. En svo finna þau fyrir leiða vegna ástandsins og sum óttuðust að það myndi aldr- ei taka enda,“ segir Sigurveig. Andleg líðan slæm „Við höfum átt samtal við sóttvarnayfirvöld en takmarkanir á staðnámi, ekki síst í framhalds- skóla, hafa reynt mikið á börn og unglinga,“ segir Salvör. „Með þessum frásögnum fáum við vísbend- ingar um ástand sem við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti. Á síðustu árum hef- ur komið ítrekað fram að íslenskum börnum líður ekki nógu vel og margt bendir til að ástandið á síðustu mánuðum hafi aukið vanlíð- an þeirra enn meira. Nákvæmlega hvernig við eigum að bregðast við er úrlausnarefnið á næstunni en það er ljóst að kennarar og aðrir sem vinna með börnum þurfa að átta sig á að mörg börn geta átt erfiða tíma fram undan,“ segir Salvör. „Við fylgjumst með þeim gögnum sem opin- berir aðilar birta um stöðu barna en það skort- ir talsvert á að til staðar sé miðlæg upplýs- ingasöfnun til að hægt sé að fá heildarsýn yfir áhrifin sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á börn til þess að hægt sé að bregðast við,“ segir Salvör. „Við getum ekki litið framhjá þessu þótt allt bendi til þess að landið sé að rísa.“ Börnum líður verr „En núna síðast var talsvert annar tónn og miklu fleiri sem töluðu um kvíða, þunglyndi, leiða og ein- manaleika. Það voru áberandi um- skipti,“ segir Sigurveig um líðan barna nú í haust miðað við í vor. Colorbox Umboðsmaður barna segir líðan barna hafa versnað frá því í vor. Faraldurinn er farinn að taka sinn toll af börnum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Salvör Nordal Sigurveig Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.