Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Page 22
Bolla, bolla! Bolludagurinn er á mánudag og kætast þá margir. Við tökum flest forskot á sæluna og brögðum á bollum um helgina og því er tilvalið að spreyta sig á bakstrinum og prófa eitthvað nýtt! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021 BAKSTUR 8-10 BOLLUR VATNSDEIGS- BOLLUR 100 g smjör 2 dl vatn 2 dl hveiti 2 egg Látið smjör og vatn saman í pott og hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Tak- ið þá pottinn af hellunni og bætið hveiti saman við og hrærið þar til mynd- ast hefur deigkúla. Setjið deigið í hræri- vél og látið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Á meðan látið þið eggin saman í skál og léttþeytið. Hellið þeim svo smátt og smátt út í deigblönd- una á litlum hraða. Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofn- plötu með smjör- pappír og setjið inn í ofn á 180°C á blæstri í 20-25 mín. og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum. OREO-FYLLING 5 dl rjómi, þeyttur 1 box Philadelphia- rjómaostur 1 dl púðursykur 1 tsk. vanillusykur 10 Oreo-kex, mulin Setjið rjóma, rjóma- ost, púðursykur og vanillu saman í skál og hrærið saman þar til blandan er orðin létt í sér. Bætið muldu Oreo saman við með sleif. Látið fyllinguna í bolluna. MILKA-GLASSÚR 200 g Milka-súkkulaði 2 msk. síróp 2 msk. rjómi Bræðið allt saman í potti. Kælið lítillega og setjið yfir boll- urnar. Frá grgs.is, í sam- starfi við gerum- daginngirnilegan.is. Bollur með Oreo-rjóma og Milka-glassúr VATNSDEIGSKAKA 180 g smjör 360 ml vatn 200 g hveiti 1 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 3-4 egg (160 g) Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman hveiti, lyftiduft og salt í skál og geymið. Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit (gott að leyfa að sjóða í að minnsta kosti eina mín- útu) og takið þá af hellunni. Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/ vefjið saman við með sleif þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins. Flytjið blönduna yfir í hrærivél- arskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blönd- unni. Pískið á meðan eggin saman í skál og setjið þau saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Best er að vigta blönduna því egg eru misstór og nota aðeins 160 g af henni til þess að deigið verði ekki of þunnt. Setjið bökunarpappír á ofn- plötu, teiknið stóran hring á miðj- una (t.d. með matardisk). Teiknið síðan annan lítinn hring inn í hann (t.d með morgunverðarskál). Setjið bolludeigið í sprautupoka og klippið stórt gat á endann (um 5 cm) og sprautið í hring á milli hringjanna sem þið teiknuðuð (at- hugið að deigið mun lyfta sér um að minnsta kosti helming á alla kanta). Bakið í 50-60 mínútur eða þar til toppurinn og botninn er orðinn vel gylltur. Ekki opna þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 40 mín- útur til að kíkja undir. Kælið bollukökuna og skerið hana síðan í sundur áður en þið fyllið hana. HINDBERJAFYLLING 700 ml rjómi 2 msk. flórsykur 1 krukka hindberjasulta frá St. Dalfo- ur (284 g) 250 g Þristur (saxaður smátt) fersk hindber Þeytið saman rjóma og flórsykur þar til rjóminn er stífþeyttur. Blandið sultunni og Þristinum varlega saman við með sleif þar til bleikur og fallegur hindberjarjómi hefur myndast. Sprautið eða smyrjið á milli, rað- ið hindberjum hér og þar í rjómann og setjið efri hlutann ofan á. LAKKRÍSBRÁÐ OG SKRAUT 300 g Bingókúlur 80 ml rjómi fersk blóm Bræðið kúlur og rjóma saman í potti við vægan hita þar til kekkja- laus lakkrísbráð hefur myndast. Kælið þar til lakkrísbráðin fer að þykkna (hrærið reglulega í henni til að finna áferðina) og smyrjið þá yfir bollukökuna. Skreytið að lokum með fersk- um blómum. Frá gotteri.is. Bollukaka með hindberja- fyllingu og lakkrísbráð Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Tokyo línan komin í sýningasal 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.