Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021
BAKSTUR
18 BOLLUR
1 msk kardimommu-
kjarnar
3 dl mjólk
1 pakki þurrger
1½ dl sykur
½ tsk salt
150 g smjör, við stofu-
hita
1 egg
10-12 dl hveiti
egg til að pensla með
flórsykur til að dusta yfir
bollurnar
Myljið kjarnana úr
kardimommunum fínt
í morteli. Setjið mjólk-
ina í pott, muldu kardi-
mommurnar út í og
hitið upp í 37°C. Setjið
ger í skál og leysið upp
með mjólk, smjöri,
sykri, salti og eggi. Bæt-
ið þá hveitinu út í
smátt og smátt og
hnoðið deigið þar til
það verður slétt og
sprungulaust. Því næst
er deigið látið hefast
undir klút á hlýjum
stað í 40-60 mínútur
eða þar til það hefur
tvöfaldast. Þá eru
hnoðaðar ca 18 bollur
sem er raðað á ofn-
plötu klædda bökunar-
pappír. Látið bollurnar
hefast undir klút í ca
45-60 mínútur til við-
bótar. Því næst eru þær
penslaðar með eggi og
bakaðar við 200°C í
um það bil 10 mínútur
eða þar til þær eru gull-
inbrúnar. Látið þær
kólna á grind.
FYLLING
400 g möndlumassi (sjá
uppskrift neðar)
8 dl rjómi, þeyttur
MÖNDLUMASSI
250 g möndlur (af-
hýddar)
2½ dl sykur
mjólk, ca 1 msk
Myljið möndlurnar
mjög fínt í mat-
vinnsluvél. Bætið sykri
út í og keyrið blönd-
una áfram í 5-7 mín-
útur þar til massinn
verður sléttur. Bætið
út í smá skvettu af
mjólk þannig að mass-
inn verði dálítið blaut-
ur og haldist saman.
(Í stað þess að gera
möndlumassa er líka
hægt að nota 400 g af
marsípani rifið niður
og blandað við ca 1 dl
mjólk.)
Skerið toppinn af
bollunum og skerið
smá dæld í neðri hluta
þeirra. Þar er settur
möndlumassi, því
næst er settur þeyttur
rjómi, bollunni lokað
og flórsykur svo sigt-
aður yfir.
Frá eldhus-
sogur.com.
Sænskar semlur
12-16 BOLLUR
Þessi er fyrir nammigrísina!
12-16 vatnsdeigsbollur
(keypt eða bökuð, sjá uppskrift
annars staðar í grein)
FYLLING
500 ml rjómi
2 dl smátt saxað Nóa kropp
1 dl smátt saxaðir Nóa perluhnappar
2 msk. ljúffengt súkkulaðikrem (upp-
skrift hér að neðan)
Stífþeytið rjómann, blandið tveim-
ur matskeiðum af ljúffenga súkku-
laðikreminu varlega saman við,
saxið Nóa kropp og Nóa perlu-
hnappa og blandið varlega saman
við rjómann.
Skerið bollurnar í tvennt og
sprautið rjómafyllingunni á milli.
LJÚFFENGT SÚKKULAÐIKREM
250 g Nóa rjómakúlur
2,5 dl rjómi
Bræðið rjómakúlurnar í rjóman-
um við vægan hita, dýfið lokunum í
súkkulaðikremið og skreytið með
söxuðum perluhnöppum.
SKRAUT
1 poki Nóa perluhnappar
Skreytið með perluhnöppunum og
njótið!
Nammibolla
15-18 STYKKI
180 g smjör
360 ml vatn
200 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
3-4 egg (160 g)
Hitið ofninn í 180°C.
Hrærið saman hveiti, lyftidufti
og salti í skál og geymið.
Hitið saman vatn og smjör í
potti þar til smjörið er bráðið og
blandan vel heit; takið þá af
hellunni.
Hellið hveitiblöndunni saman
við smjörblönduna og hrærið/
vefjið saman við með sleif þar til
allir kekkir eru horfnir og blandan
losnar auðveldlega frá köntum
pottsins.
Flytjið blönduna yfir í hrærivél-
arskálina og hrærið á lægsta hraða
með K-inu og leyfið hitanum
þannig að rjúka aðeins úr blönd-
unni.
Pískið eggin saman í skál og
setjið þau saman við í litlum
skömmtum og skafið niður á milli.
Best er að vigta blönduna því egg
eru misstór og nota aðeins 160 g
til þess að deigið verði ekki of
þunnt.
Setjið deigið í sprautupoka með
um 1,5 cm breiðum stút og
sprautið 15 cm lengjur á bök-
unarpappír með gott bil á milli.
Bakið í 27-30 mínútur, lengj-
urnar eiga að vera orðnar vel
gylltar og botninn líka, ekki opna
þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir
25 mínútur til að kíkja undir eina.
FYLLING
600 ml rjómi
2 msk. flórsykur
15 g fínmalað skyndikaffiduft
125 g saxað Toffifee (1 pakki)
Þeytið saman rjóma, flórsykur og
skyndikaffiduft.
Vefjið söxuðu Toffifee saman við
og fyllið lengjurnar með kaffi-
rjóma.
SÚKKULAÐIGLASSÚR
OG SKRAUT
100 g brætt smjör
210 g flórsykur
2 msk. Cadbury-bökunarkakó
2 tsk. vanilludropar
3 msk. uppáhellt kaffi
Toffifee
Hrærið saman bræddu smjöri,
flórsykri, bökunarkakói, van-
illudropum og kaffi þar til slétt og
falleg súkkulaðibráð hefur mynd-
ast.
Smyrjið súkkulaðiglassúr á
lengjurnar og skreytið með Toffi-
fee og brúðarslöri.
Frá gotteri.is.
Vatnsdeigslengjur með kaffirjóma
ALLA sunnudaga
MILLI 12 OG 16