Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021 LESBÓK EFI Rex Brown, bassafanturinn úr Pantera, slær úr og í varðandi mögulega endurkomu hins goðsagnakennda málmbands í samtali við vefritið Eonmusic. Aðallega þó úr. Bandið lagði upp laupana í illu fyrir tæpum tuttugu árum og síðan er helmingur þess fallinn frá, bræðurnir Dimebag gítarleikari og Vinny Paul trymbill. Eftir standa Brown og söngvarinn umdeildi Philip Anselmo. Unnusta Dimebags, Rita Haney, hefur hvatt þá til að koma saman ásamt gítarleikaranum Zakk Wylde en Brown hendir þeirri hugmynd út í hafsauga. Wylde verði aldrei með. „Jafnið ykkur á því!“ Hann viður- kennir þó að ekki vanti tilboðin og fullyrðir að Pantera myndi kjaftfylla stærstu leikvanga heims. „Án hinna tveggja myndi það þó aldrei hljóma eins.“ Pant ’era með! Rex gamli Brown. AFP VATNASKIL Bandaríska söngkonan Nancy Sinatra segir erkismellinn These Boots Are Made for Walk- in’ hafa gjörbreytt lífi sínu þegar hann kom út ár- ið 1965. „Ég stóð í skilnaði, 24 ára gömul og í áfalli; hafði ekki hugmynd um hver ég var,“ seg- ir hún í viðtali við breska blaðið The Independ- ent. Hún var staðráðin í að breyta ímynd sinni og lagið og ekki síður myndbandið gerðu það svo um munaði. Skyndilega var hún komin með túberað ljóst hár og í smápilsi. Sinatra segir að fárið hafi komið sér í opna skjöldu. „En ég var nógu klár til að færa mér það í nyt. Allt small saman og úr varð ný per- sóna.“ Goðsögnin Nancy Sinatra er orðin áttræð. AFP Europe var á toppnum árið 1987. Leið yfir smádömurnar STUÐ Tónleikar Europe í Laugar- dalshöll í byrjun júlí 1987 vöktu mikla lukku enda sænsku glysrokk- ararnir sjóðheitir á þeim tíma. Andrés Magnússon, umsjónar- maður Rokksíðunnar í Morgun- blaðinu, var svo vinsamlegur að birta textann við vinsælasta lag Eu- rope, The Final Countdown, í heild sinni á síðunni enda gúgl bara fjar- stæðukennt rugl á þessum árum. Á sjötta þúsund manns fyllti Laugar- dalshöllina og stemningin var mik- il. „Ég held að það sé farið að líða yfir smádömurnar hérna í hrönn- um,“ sagði húsvörðurinn í samtali við Morgunblaðið. „Það er hoppað, klappað og öskrað í takt við músík- ina,“ bætti hann við. Ég datt fyrir tilviljun inn í eld-gamlan þátt af Poppkorni ádögunum en Ríkissjónvarpið hefur verið að endursýna þá goð- sagnakenndu seríu undanfarna mánuði. Svo sem nafnið gefur til kynna var Poppkorn tónlist- arþáttur, þar sem heitustu lögin og myndböndin voru kynnt þjóðinni í bland við spjall og spé. Þegar mig bar að garði var árið 1987 og tekið að hausta. Lögin í þættinum hringdu engum bjöllum en skyndilega birtist kunnuglegt andlit á skjánum, breski tónlistar- maðurinn Bobby Harrison, sem bjó hér á landi um skeið á níunda ára- tugnum. Hann var mættur, ásamt öðrum manni, Tony Sandy, í viðtal hjá Ragnari Halldórssyni, öðrum umsjónarmanni Poppkorns. Tilefnið var umfangsmikið tónleikahald á vegum fyrirtækis þeirra félaga, Split hf., um þær mundir. Norrænu popp- og rokktröllin a-ha og Eu- rope voru þá nýbúin að heiðra landann með nærveru sinni og von var á rokkgoðinu Kjöfhleifi (Meat Loaf), nýstirnunum í Cock Robin og sjálfum Boy George. Europe og a-ha höfðu troðið upp í Laugardalshöllinni en hinum lista- mönnunum hafði verið stefnt í Reiðhöllina í Víðidal sem Harrison var hinn ánægðasti með enda væri sú góða höll engu síðri en Wembley Arena – bara aðeins minni. Nei, ég er ekki með óráði. Maðurinn sagði þetta í raun og veru í Poppkorni. Ég bjó á Akureyri á þessum ár- um og meira hefði þurft til að ég ómakaði mig suður enda enginn af þessum listamönnum beinlínis minn tebolli. Allir nutu þeir þó lýðhylli og býsna merkilegt verður að telj- ast að tekist hafi að stefna þeim öllum hingað upp á skerið á sama almanaksárinu. Ég mundi eftir heimsóknum a-ha og Europe en verð að viðurkenna að ég þurfti að fletta komu Kjöthleifs upp í göml- um og heiðgulum Mogga. Og jú, jú, kappinn stakk svo sannarlega hér við stafni í október 1987. Í samtali við blaðamann við komuna til landsins kvartaði Kjöt- hleifur undan jökulnæðingnum hér við nyrstu voga en sagðist þó vera Kvartaði undan jökul- næðingnum Árið 1987 var mikið tónleikaár hér í fásinninu, þökk sé Bobby Harrison sem flutti vinsæla lista- menn hingað inn í akkorði ásamt Tony Sandy, það er a-ha, Europe, Meat Loaf og Cock Robin. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ný persóna steig upp úr stígvélunum Trymbillinn og söngvarinn Bobby Harrison var áberandi í íslensku tónlistarlífi á níunda áratugnum. Hann fæddist í Bretlandi árið 1939 og er lík- lega frægastur fyrir að hafa verið um tíma meðlimur í Procol Harum á sjöunda ára- tugnum. Harrison mun hafa komið hingað fyrst sumarið 1980 og var mjög virkur fram yfir 1990, einkum í blúslífi landans. Hann starfrækti m.a. böndin ASIA og Solid Silver og vann með Mezzoforte, Stefáni S. Stef- ánssyni, Þóri Baldurssyni, Sverri Stormsker og fleirum. Ferill Harrisons sem tónleikahaldara var til þess að gera stuttur en auk þeirra sem hann náði að flytja inn hafði kappinn áform um að bóka Elton John, Heart, Whitesnake og Def Leppard, að því er fram kom í samtali við Rokksíðuna í Morgunblaðinu 1987. Það gekk þó ekki eftir. Á glatkistan.com kemur fram að Harrison hafi flutt til Bretlands árið 1990 en verið hér með annan fótinn til 1993. Síðan hafi lítið til hans spurst. Lék með Procol Harum Bobby Harrsion ásamt Meat Loaf 1987. FASTEIGNIR Fasteignablað Morgunblaðsins Efnistökin er t.d þessi: • Hvernig er fasteigna- markaðurinn að þróast? • Viðtöl við fólk sem elskar að flytja. • Hvernig gerir þú heimili tilbúið fyrir fasteignamyndatöku? • Viðtöl við fasteignasala. • Innlit á heillandi heimili. • Góðar hugmyndir fyrir lítil rými. Pöntun auglýsinga: Sigrún Sigurðurdóttir 569 1378 sigruns@mbl.is Bylgja Sigþórsdóttir 569 1148 bylgja@mbl.is KEMUR ÚT 26. feb

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.