Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Blaðsíða 29
ýmsu vanur, enda byggi hann í
New York og þar væri oft ansi
kalt. Hann kvaðst einnig vera vel
upplagður fyrir tónleikana enda líf
hans og yndi að koma fram á sviði.
Ofhlaðnar útsetningar
Morgunblaðið sendi að vonum sinn
allra besta popppáfa, Árna Matt-
híasson, á vettvang til að herma af
tónleikunum. Synd væri að segja
að Árni væri í hópi dyggustu aðdá-
enda Kjöthleifs en hann lýsti tón-
list hans með þessum orðum:
„Kannski mætti kalla hana synfó-
níurokk, sem markast þá af of-
hlöðnum útsetningum og lang-
dregnum milliköflum.“
Ekkert vantaði þó upp á stuðið
og stemninguna á tónleikunum.
Gefum Árna aftur orðið: „Sviðs-
framkoma Meat Loaf var greini-
lega vel til þess fallin að ná til
áheyrenda og það gekk eftir. Þó
fólst hún ekki í öðru en að strunsa
fram og aftur á sviðinu og glenna
sig framan í hljóðfæraleikara og
áheyrendur. Einna mesta hrifningu
vakti þegar hann hristi sig og skók
og var hann í svitabaði áður en
langt um leið. Stúlkurnar tvær sem
voru til skrauts gerðu einnig sitt til
að auka á sefjunina og mikla hrifn-
ingu vakti þegar Meat Loaf gerði
sig líklegan til að afklæða aðra
þeirra, sem lét sér það vel lynda.
Hápunktur tónleikanna var, eins og
við mátti búast, tuttugu mínútna
útgafa af Paradise By the Dashbo-
ard Light. Þar kom sér vel leik-
reynsla Meat Loaf, en stór hluti
lagsins fólst í æsilegum faðmlögum
hans og annarrar systranna. Eftir
það náði æsingurinn ekki eins hátt,
enda áheyrendur farnir að þreytast
og margur orðinn móður af hita-
svækjunni sem var niðri í sal. Var
enda alltaf verið að bera unglinga í
öngviti baksviðs.“
Skiljið flöskuna eftir
heima!
Tónleikarnir voru umdeildir enda
var ölvun víst mun meira áberandi
en á tónleikum a-ha og Europe.
Það varð til þess að lögreglan
bannaði tónleikahald í Reiðhöllinni
eftir klukkan 19 á kvöldin. Bobby
Harrison ritaði grein í Morg-
unblaðið, þar sem hann við-
urkenndi að gagnrýnin væri rétt-
mæt en misráðið væri eigi að síður
að setja slíkt bann.
„Ég vil hvetja alla þá sem tón-
leika sækja í framtíðinni að skilja
flöskuna eftir heima. Með því vinna
þeir tvennt. Þeir njóta þess betur
sem tónlistarmennirnir hafa fram
að færa auk þess sem þeir munu
þá sanna, eins og á tónleikum
„Europe“ og „A-Ha“, að þeir geti
komið saman og skemmt sér á heil-
brigðan hátt,“ skrifaði hann.
Cock Robin lenti heilu og höldnu
í lok nóvember og fékk eftirfarandi
kynningu í Morgunblaðinu. „Cock
Robin þykir ein efnilegasta popp-
hljómsveit sem frá Bandaríkjunum
hefur komið í seinni tíð, en hljóm-
sveitina skipa þau Peter Kings-
bery, sem leikur á hljómborð og
syngur, og Anna LaCazio, sem
leikur einnig á hljómborð og syng-
ur.“
Ekki birtist umsögn um tón-
leikana í Morgunblaðinu; ef til vill
hefur Árni Matthíasson ennþá ver-
ið að jafna sig eftir Kjöthleifinn.
Hins vegar virðist aðsóknin hafa
valdið vonbrigðum ef marka má
Ragnheiði og Ásthildi sem slógu á
þráðinn til Velvakanda: „Við grát-
biðjum Bobby og Tony um að halda
áfram að fá erlenda tónlistarmenn
til landsins þó tónleikar Cock Rob-
in í Reiðhöllinni hafi ekki verið bet-
ur sóttir. Þá skorum við á yfirvöld
að aflétta banni á tónleika í Reið-
höllinni eftir kl. 19, því það var að
öllu leyti þessu banni að kenna að
tónleikarnir voru svona illa sóttir.“
Í fyrrnefndri grein í Morgun-
blaðinu talaði Harrison um tónleika
Boy George í desember og end-
urtók það í samtali við Andrés
Magnússon, umsjónarmann Rokk-
síðunnar, upp úr miðjum nóv-
ember. Það yrðu þá jólatónleikar.
Þeim tónleikum seinkaði þó fram í
apríl 1988 og voru haldnir í Laug-
ardalshöllinni. Aðsókn olli miklum
vonbrigðum en aðeins um 3.000
manns mættu. Eins gengu tón-
leikar Status Quo í Reiðhöllinni illa
sama ár. Þar með lauk ferli Bobbys
Harrisons sem tónleikahaldara á
Íslandi.
Meat Loaf í öllu sínu veldi,
allmörgum árum eftir að
hann kom til Íslands.
AFP
14.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
ENDURKOMA Bandaríska stór-
leikkonan Michelle Pfeiffer hefur
haft til þess að gera hægt um sig
undanfarin ár en fer þó með aðal-
hlutverkið í nýrri gamanmynd sem
frumsýnd var fyrir helgina, French
Exit. Þar leikur hún ekkju sem
neyðist til að flytja frá New York til
Parísar ásamt syni sínum þegar
sjóðirnir sem auðugur eiginmaður
hennar skildi eftir tæmast. Og þá
fyrst byrjar ballið. Lucas Hedges
leikur soninn en myndin byggist á
skáldsögu Patricks DeWitts.
Pfizer brást en ekki Pfeiffer
Michelle Pfeiffer á langan feril að baki.
AFP
BÓKSALA 3.-9. FEBRÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Málsvörn Jóns Ásgeirs Einar Kárason
2 Aprílsólarkuldi Elísabet Jökulsdóttir
3 Úr myrkrinu Ragnheiður Gestsdóttir
4 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson
5 Stol Björn Halldórsson
6 Náðu tökum á þyngdinni Sóley Dröfn Davíðsdóttir
7 Karamazov-bræðurnir Fjodor Dostojevskí
8 Múmínálfarnir – stóra flipabókin
9 Sombína og draugurinn Barbara Cantini
10 Yfir höfin Isabel Allende
1 Múmínálfarnir – stóra flipabókin
2 Sombína og draugurinn Barbara Cantini
3 Litla stafabókin Valgerður Bachmann
4 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal
5
Öflugir strákar
– trúðu á sjálfan þig
Bjarni Fritzson
6
Vertu þú!
Ingileif Friðriksdóttir og
María Rut Kristinsdóttir
7
Blokkin á heimsenda
Arndís Þórarinsdóttir og
Hulda Sigrún Bjarnadóttir
8
Veður – lífsspeki
Bangsímons
Walt Disney
9 Íslandsdætur Nína Björk Jónsdóttir
10 Minecraft 3-Bardaga-handbók
Allar bækur
Barnabækur
Í nýlegu viðtali lagði María Elísa-
bet Bragadóttir það að jöfnu að
skrifa og lesa, sjálf væri hún fyrst
og fremst lesandi. Hvað sem öðru
líður var smá-
sagnasafn Maríu
Herbergi í öðrum
heimi einn helsti
gullmoli jóla-
bókaflóðsins og
kannski fólst gald-
urinn í því trausti
sem höfundur
auðsýndi getu almenns lesanda til
að brúa bil hins ósagða. Öll erum
við jú höfundar þess söguþráðar
sem við iðulega spinnum úr brota-
kenndum upplifunum hversdags-
ins.
Áþekkar hugleiðingar um eðl-
islæga sókn í samfellu fylgdu mér
gegnum lestur síðustu vikna þótt
þar væru fræðirit í meirihluta en
ekki fagurbók-
menntir. Fyrst var
það Fuglinn sem
gat ekki flogið en í
leitinni að örlög-
um síðustu geir-
fuglanna tekst
Gísla Pálssyni
listavel að tvinna
saman ólíka þræði
um leið og hann kveikir vangavelt-
ur um skynjun okkar á náttúrunni
í gegnum eigin sögur og annarra.
Á svipuðum forsendum mæli ég
með Silfurbergi þar sem feðgarnir
Kristján Leósson og Leó Krist-
jánsson sýna fram á einstakt mik-
ilvægi þessa íslenska kristalls í þró-
un náttúruvísindanna frá miðri 17.
öld fram á þá tuttugustu. Frásögn-
in dró upp lifandi mynd af per-
sónum og leikendum en undir-
strikaði í mínum huga ægivald
ríkjandi hugmyndaheims þegar
kemur að þeim viðfangsefnum
sem fræðasamfélaginu þykir vert
að sinna á hverjum tíma. Það er
svo uppleggið í
What is Real? eftir
Adam Becker en
fyrir áhugafólk um
skammtafræði er
þar um merka
samantekt að
ræða og einkum á
þeim flokkadrátt-
um sem framan af millistríðs-
árunum hverfðust um persónu
Niels Bohrs. Höfundur ýjar að því
að arfsögnin um óskeikulleika hins
danska vísindajöfurs hafi leitt til
þess að enn í dag sé talin goðgá að
spyrja þess hvað niðurstöður
skammtafræðinnar gefi til kynna
um eðli raunveruleikans. Skortur
á heildstæðu kenningakerfi hefur
þýtt að vísindaskáldsagnahöf-
undar standa jafnfætis fræðafólki í
sínum heilabrotum.
Í augnablikinu er svo Álabók
Patriks Svenssons
á náttborðinu en í
henni mætast
mörg áðurnefnd
stef. Sagnfræði-
legir fróðleiks-
molar blandast
náttúrupplifunum
tengdum dýrateg-
und í bráðri út-
rýmingarhættu. Ótrúlegast er þó
hversu lítið við vitum um lífsferil
álsins og mögulega höfum við ekki
hitt á réttu spurningarnar. Mig
grunar að fæstir reyfarar sem ég
eignast í ár eigi eftir slá þessari
bók við. Það er vissulega gjöfult að
vera lesandi.
KRISTINN STEFÁNSSON ER AÐ LESA
Lítið vitað um líf álsins
Kristinn Stef-
ánsson er yfir-
hugbúnaðar-
hönnuður.
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
! "!#$ á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
%
WorkPlus
Strigar frá kr. 195