Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.40 Víkingurinn Viggó
08.55 Adda klóka
09.15 Mia og ég
09.40 Lína langsokkur
10.05 Lukku láki
10.30 Ævintýri Tinna
10.50 It’s Pony
11.20 Angry Birds Stella
11.25 Are You Afraid of the
Dark?
12.10 Nágrannar
14.00 Supernanny US
14.45 Impractical Jokers
15.05 All Rise
16.00 Trans börn
16.50 60 Minutes
17.35 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Tónlistarmennirnir okkar
19.30 The Great British Bake
Off
20.30 Years and Years
21.35 Two Weeks to Live
22.00 Briarpatch
22.45 Coyote
23.35 Shameless
00.30 Humans
02.55 Supernanny US
03.40 Impractical Jokers
04.00 Are You Afraid of the
Dark?
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Valdir kaflar úr Glett-
um; 2. Þáttur
20.30 Tónlist á N4
21.00 Valdir kaflar úr Glett-
um; 2. Þáttur
21.30 Tónlist á N4
Endurtek. allan sólarhr.
17.00 Lífið er lag (e)
17.30 Karlmennskan (e)
18.00 Helgarjóga
18.30 Atvinnulífið
19.00 Karlmennskan
19.30 Heima er bezt
20.00 112 – saga síma-
númers (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Fiskbúar (e)
21.30 Sjónin (e)
22.00 112 – saga síma-
númers (e)
10.00 The Block
12.00 Dr. Phil
14.15 The Bachelor
15.35 Það er komin Helgi
17.00 The King of Queens
17.20 Everybody Loves Ray-
mond
17.45 Vinátta
18.15 Með Loga
18.45 Hækkum rána
20.00 The Block
21.20 Law and Order: Special
Victims Unit
22.10 Your Honor
23.10 Cold Courage
24.00 Station 19
00.45 The Resident
01.30 The Rookie
02.15 Blue Bloods
03.00 Snowfall
03.45 Síminn + Spotify
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Lága-
fellskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Strokið um strengi: Sin-
fóníuhljómsveit Ís-
lands 65 ára.
17.00 Sunnudagskonsert.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Loftslagsdæmið.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Ameríski draumurinn –
staða svartra og bar-
átta þeirra.
20.35 Gestaboð.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
07.44 Kalli og Lóa
07.56 Poppý kisuló
08.06 Lalli
08.13 Kúlugúbbarnir
08.36 Nellý og Nóra
08.43 Flugskólinn
09.05 Hrúturinn Hreinn
09.12 Múmínálfarnir
09.34 Kátur
09.36 Konráð og Baldur
09.49 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
10.00 Sjö heimar, ein reiki-
stjarna – með ensku tali
10.50 Tónatal – brot
11.00 Silfrið
12.10 Eltiganga karla
13.00 Sjö heimar: Á tökustað
13.50 Á götunni
14.25 Eltiganga kvenna
15.05 Brun karla
17.10 Síðasti séns
17.40 Landakort
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Baráttan – 100 ára saga
Stúdentaráðs
18.35 Menningin – samantekt
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir á sunnudegi
19.40 Veður
19.50 Landinn
20.25 Fyrir alla muni
21.00 Um Atlantsála
22.00 Lítil þúfa – Lover Rock
23.10 Elton John lætur allt
flakka
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Þórunn Erna Clausen gaf á dög-
unum út plötu sem inniheldur lög
sem samin voru upp úr sorginni
og áfallinu sem hún varð fyrir
þegar eiginmaður hennar heitinn,
Sigurjón Brink, varð bráðkvaddur
fyrir tíu árum. Platan kom út á
Spotify og heitir tiltillag þess My
darkest place. Þórunn mætti til
þeirra Loga Bergmanns og Sigga
Gunnars í Síðdegisþáttinn og sagði þeim frá vinnslu
plötunnar. Hún segir lögin á plötunni vera bland af
popp-, rokk- og ballöðutónlist. Flest lögin séu eftir hana
en einnig komi aðrir höfundar að lögunum. „Þetta eru
lög sem urðu til í kjölfarið á því að ég missti hann
Sjonna, þannig að þetta eru lög sem voru samin á bilinu
2011-2015. Þrjú þeirra hafa komið út með öðrum flytj-
endum en koma núna í mínum flutningi og svona
„akústískari“ útgáfur af þeim,“ segir Þórunn meðal ann-
ars í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni á K100.is.
Persónuleg plata um
sorgina og áfallið
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 16. febrúar 2021BLAÐ
Chick Corea er allur. Coreavar einn mesti djasspíanistisinnar kynslóðar og leitaðist
við að fara nýjar leiðir og nema nýj-
ar lendur í tónlist sinni. Hann gat
verið jöfnum höndum íhugull og
angurvær eða spilað af fítonskrafti.
Helsti vettvangur hans var rafmagn-
aður bræðingur djass og rokks og
þar var hann sannkallaður braut-
ryðjandi. Hingað kom hann árið
2012 og lék í Hörpu ásamt víbrafón-
leikaranum Gary Burton. Hann fékk
fjölda viðurkenninga á ferlinum. Co-
rea lést úr krabbameini. Hann var
79 ára gamall.
Síðustu orðin hvatning
til annarra
Í tilkynningu um andlátið á síðu
hans á Facebook sagði í færslu á
fimmtudag að meinið hefði greinst
nýlega. Færslunni fylgdi orðsending
sem Corea skrifaði fyrir andlátið, 9.
febrúar. „Ég vil þakka öllum þeim
samferðamönnum mínum sem hafa
hjálpað til við að láta elda tónlistar-
innar loga glatt,“ skrifaði hann. „Það
er von mín að þeir sem hafa snert af
þrá til að spila, semja, koma fram
eða annað láti af því verða. Ef ekki
fyrir sjálfa sig, þá fyrir okkur hin.
Heimurinn þarf ekki bara á fleiri
listamönnum að halda, það er líka
einfaldlega bráðskemmtilegt.“
Corea var ötull lagahöfundur og
leiddi fjölda hljómsveita. Meðal
verka hans eru lögin Spain, 500 Mi-
les High og La Fiesta. Hann var í
hópi hæfileikaríkra píanóleikara þar
sem Herbie Hancock og Keith Jar-
rett koma upp í hugann. Má segja að
þeir séu þrír áhrifamestu píanóleik-
arar 20. aldarinnar.
Ferill hans spannar rúmlega hálfa
öld. Corea stimplaði sig rækilega inn
á áttunda áratugnum þegar djass-
bræðingurinn var í algleymingi.
„Okkar verkefni er að fara út á
meðal fólks og vera mótefni gegn
stríði og öllu því myrka sem gerist á
plánetunni jörð,“ sagði hann í út-
varpsþættinum Jazz Night in Am-
erica á útvarpsstöðinni NPR árið
2018 þegar hann var spurður um
hlutverk listamannsins. „Við eigum
að fara og minna fólk á að það býr
yfir sköpunargáfu.“
Armando Anthony Corea fæddist
í Chelsea Massachusetts 12. júní
1941 og er fjölskylda hans af ítölsk-
um uppruna. Faðir hans lék á
trompet og fór fyrir danshljóm-
sveitum og sonurinn fór snemma að
spila á píanó og fékk áhuga á bebop-
tónlist. Hann lék einnig á trommur
og kom fram þegar hann var í
menntaskóla. Hann hóf tónlistarnám
í Columbia-háskóla og Juilliard, en
tónlistarlífið í New York seiddi og
hann hætti náminu eftir nokkra
mánuði til að helga sig alfarið spila-
mennsku.
Á sjöunda áratugnum vann hann
með meisturum á borð við Stan Getz
og Herbie Mann. Seinna kom hann í
stað Herbie Hancock í hljómsveit
Miles Davis og hafði sín áhrif á tíma-
bili þegar tónlist trompetleikarans
var jafnt og þétt að verða rafmagn-
aðri. Lék hann meðal annars með
honum á tímamótaplötunni Bitches
Brew.
Á sviðinu með Miles notaði Corea
auk rafmagnspíanós hljóðgervla,
sem þá voru sjaldséðir.
Hann stofnaði hljómsveitina
Circle, sem starfaði frá 1970 til 1971,
til að fá útrás fyrir tilraunaþrá sína.
Þar fór hann að nota píanóið meira
eins og slagverk og fara ofan í það til
að slá á hörpustrengina.
Hann var einn af stofnendum
hljómsveitarinnar Return to For-
ever árið 1971. Þar var rafmagns-
hljóðfærum blandað saman við óraf-
mögnuð og rómönsk áhrif slæddust
inn í bræðinginn. Er það sennilega
hans þekktasta hljómsveit og átti
kjarni hennar, Corea, bassaleikarinn
Stanley Clarke, gítarleikarinn Al Di
Meola og trommuleikarinn Lenny
White, magnaða spretti.
Gaf út hátt í 90 plötur
Þótt hann hefði markað sér bás með
notkun rafmagnaðra hljóðfæra sneri
hann aldrei baki við píanóinu og í lok
áttunda áratugarins fór hann í
magnað tónleikaferðlag með Han-
cock þar sem þeir léku saman á svið-
inu á tvo flygla.
Corea gekk í vísindakirkjuna á
áttunda áratugnum. Hann gaf út
hátt í 90 plötur á ferlinum, allt frá
rafdjassi til klassískrar tónlistar.
Hann var tilnefndur til Grammy-
verðlaunanna 67 sinnum, hlaut þau í
23 skipti og er það oftar en nokkur
annar djasstónlistarmaður.
„Köllun mín hefur alltaf verið að
koma á framfæri gleði sköpunar-
innar alls staðar sem ég gat,“ sagði
Corea í sínum hinstu orðum, „og að
hafa gert það með öllum þeim lista-
mönnum, sem ég virði og eru mér
kærir, hefur fyllt líf mitt af auði.“
kbl@mbl.is
Chick Corea ásamt Gary
Burton á tónleikum í
Hörpu vorið 2012.
Morgunblaðið/Kristinn
DJASSPÍANISTINN CHICK COREA LÁTINN
Vildi miðla gleði
sköpunarinnar