Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Side 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021
Einn góðan veðurdag langar mig aðgefa út sjálfshjálparbók. Ekki aðég hafi mikla trú á svoleiðis bók-
um. Frekar að mig langi bara til að
segja hvað mér finnst um alls konar
hluti. Ég geri mér reyndar grein fyrir
því að ég er aldrei að fara að skrifa
svona bók og get því með góðri sam-
visku leyft mér að skrifa það sem mér
dettur í hug á þessum vettvangi.
Eins og þetta:
Um daginn er ég að ganga frá í
vinnunni hjá mér. Tína saman risastórt
safn af bollum og glösum sem hafa safn-
ast upp á löngum tíma og reyna að hafa
þetta í lagi. Ekki beint það sem mig
langar til að gera en einhver verður að
gera þetta. Þá segir vinnufélagi minn
við mig: Af hverju ertu að þessu? Ef þú
gerir þetta þá er það trygging fyrir því
að þú gerir þetta alltaf.
Kemur sem sagt í ljós að hann hafði
gert þetta reglulega í heilt ár. Svo einn
daginn hafði hann bara sagt við sjálfan
sig: Hvaða rugl er þetta? Af hverju er
ég alltaf að gera þetta á meðan allir
labba fram hjá þessu?
Og þarna stóð ég, með fangið fullt af
kaffibollum, og fór að hugsa um hluti
eins og meðvirkni og hvernig sumir
ganga alltaf að því vísu að aðrir geri
það sem þarf að gera. En líka hinni
hliðinni. Ef enginn gerir þetta, hver
gerir það þá?
Lífið er nefnilega fullt af svona
spurningum. Á hverjum degi mætir
maður aðstæðum þar sem maður þarf
að velta því fyrir sér hvort það sé eðli-
legt að gera eitthvað, hvort ekki sé rétt
að einhver annar geri það og svo líka
hversu mikið vesen það er að koma því
fyrir að það fari þannig.
Niðurstaðan, í yfirgnæfandi fjölda til-
fella, er að það er einfaldast að gera
þetta sjálfur. Tíminn sem fer í að fá
annan til að gera eitthvað er nánast
alltaf lengri en tíminn sem fer í að
vinna verkið. Það er bara þannig.
Svo er líka eitthvað til í því að ef
maður vill gera eitthvað almennilega þá
er yfirleitt best að gera það sjálfur. (Sú
kenning er reyndar aðeins gölluð því
það er ekkert víst að öðrum finnist það
vera almennilega gert.) En það er pirr-
andi að þurfa alltaf að gera allt sjálfur.
Vinur minn á konu sem er sveimhugi.
Nú er það svo að yfirleitt deilir fólk
heimilisverkum og öðru slíku og þetta
jafnast allt út á endanum. En í þessu
tilviki eru hlutirnir stundum dálítið
óreiðukenndir. Þar á meðal innkaupin
sem hún man aldrei eftir. Stundum
verður hann örlítið
þreyttur á þessu og
biður hana um að
kaupa helstu nauð-
synjar. Þegar hann
er svo kominn á
þriðja dag með
ósmurt ristað brauð þá gefst hann upp
og fer í búðina. Hún hefur ekki hug-
mynd um að nokkuð hafi verið í gangi.
Og þá erum við kannski komin að
þessu lykilatriði. Við erum alveg til í að
gera alls konar og við gerum okkur
grein fyrir því að sennilega er þetta ein-
faldasta lausnin að sá sem lætur hluti
fara í taugarnar á sér geri eitthvað í
þeim. Það er líka aðeins skárra en að
bíða endalaust eftir því að einhver ann-
ar taki það upp hjá sjálfum sér að gera
eitthvað í málunum. En það sem getur
gert mann brjálaðan er að fólk tekur
bara ekkert eftir því sem gert er. Einn
daginn er allt í drasli og daginn eftir er
allt komið á sinn stað og þið gangið
bara um án þess að taka eftir því!
Þannig að skilaboð okkar vinanna eru
einföld: Við gerum okkur grein fyrir því
að þetta er sennilega einfaldasta og
skilvirkasta kerfið. En myndi drepa
ykkur að segja stundum: Takk. Þið eruð
rosalega duglegir!
’Svo er líka eitthvað til í þvíað ef maður vill gera eitthvaðalmennilega þá er yfirleitt bestað gera það sjálfur.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á ég að gera þetta?
Eitt stærsta ímyndartækifæriÍslands á næstu árum er aðtaka afgerandi forystu í
loftslagsmálum með orkuskiptum
og verða þannig óháð jarðefnaelds-
neyti fyrst þjóða. Það snýst þó ekki
bara um ímynd heldur felur í sér
ómældan ávinning fyrir umhverfið
og getur skapað mikil efnahagsleg
verðmæti, auk þess sem það varðar
þjóðaröryggi að við séum ekki háð
innfluttum orkugjöfum. Ljóst er að
til að þetta verði að veruleika þarf
aukna orkuframleiðslu.
Markmið okkar
um forystuhlutverk
Yfirlýst markmið nýrrar og þver-
pólitískrar orkustefnu er að Ísland
verði óháð jarðefnaeldsneyti í síð-
asta lagi árið 2050. Metnaður okkar
ætti þó ekki aðeins að lúta að ártal-
inu, því að landslagið í þessum efn-
um breytist hratt. Metnaður okkar
ætti að standa til þess að ná mark-
inu á undan öðrum.
Við erum ekki ein
um þetta markmið.
Aðrar þjóðir myndu
gjarnan vilja verða á
undan okkur. Flest
ef ekki öll lönd sem
við viljum bera okk-
ur saman við leggja
nú sífellt meiri
áherslu á vistvæn
orkuskipti. En stað-
reyndin er að þessi
lönd myndu gjarnan vilja standa í
okkar sporum. Staða okkar er öf-
undsverð vegna þess hve langt við
erum komin á veg, í krafti end-
urnýjanlegra auðlinda Íslands.
Sterk staða okkar í dag er ekki
síst að að þakka risaátakinu sem
fólst í hitaveituvæðingunni á sínum
tíma. Hún var sannkallað grett-
istak, jafnvel tvö eða þrjú. Út frá
tölunum virðist vera óhætt að full-
yrða að þetta grettistak hafi kostað
okkur töluvert meira, sem hlutfall
af landsframleiðslu, en það kostaði
Bandaríkjamenn að senda menn til
tunglsins.
Nýjar lausnir sem
falla að okkar styrk
Orkuskipti á hafi og í flugi eru einn
stærsti þröskuldurinn á vegferð
okkar til að verða óháð jarðefna-
eldsneyti. Á þeim vettvangi er þó
mikil þróun og gerjun og ýmsar
lausnir að koma fram sem þykja
álitlegri nánast með hverjum deg-
inum.
Áhugi á vetni sem álitlegum val-
kosti við jarðefnaeldsneyti fer nú
mjög hratt vaxandi erlendis. Vetni
má framleiða með ýmsu móti en
vetnisframleiðsla með raforku kall-
ar á mikla raforku og því eygja ís-
lensk orkufyrirtæki verðmæt tæki-
færi á þessu sviði. Það eru tækifæri
sem við eigum að reyna að grípa.
Vetnið er ýmist notað hreint eða
sem rafeldsneyti blandað kolefni.
Framleiðsla á báðum þessum orku-
gjöfum kemur vel til greina á Ís-
landi. Að sjálfsögðu er umhverfis-
legur ávinningur af síðari kostinum
einkum háður því að um sé að ræða
föngun og endurvinnslu á kolefni
sem losnar í annarri framleiðslu.
Slík verkefni eru nú þegar í
undirbúningi; til dæmis undirritaði
ég í fyrra samning ráðuneytis míns
við Þróunarfélag Grundartanga um
rannsóknar- og þróunarverkefni
sem miðar að framleiðslu á
kolefnishlutlausu vistvænu rafelds-
neyti. Íslensk orkufyrirtæki eru
líka að beina sjónum sínum að
orkusölu til vetnisframleiðslu, eins
og til að mynda kom fram á nýleg-
um opnum fundi á vegum Lands-
virkjunar. Þá má nefna að Þjóð-
verjar hafa lýst yfir áhuga á
samstarfi við okkur Íslendinga um
vetnismál, sem við höfum tekið já-
kvætt í.
Leggjum „grænan dregil“
Fjárfesting, meðal annars og ekki
síst erlend fjárfesting, er lykillinn
að því að skapa ný verðmæti, ný
störf víðsvegar um landið, nýjar
tekjur og nýjar umhverfisvænar
lausnir. Alþjóðleg samkeppni um
slíkar fjárfestingar er hörð.
Ég lagði fyrir
nokkrum vikum til
í ríkisstjórn að
stofnað yrði til
samstarfs míns
ráðuneytis og Ís-
landsstofu um að
greiða enn frekar
götu grænna fjár-
festinga. Það var
samþykkt og und-
irbúningur að
samstarfinu er nú á lokastigi.
Markmiðið er að þjóna enn betur
en áður þeim aðilum sem eru að
skoða ný tækifæri til uppbygg-
ingar. Ferli slíkra verkefna þarf að
vera eins einfalt og kostur er, án
þess að slegið sé á neinn hátt af
kröfum um faglega meðferð. Eitt af
því sem verður skoðað sérstaklega
eru tækifæri okkar til að byggja
upp alþjóðlega samkeppnishæfa
græna iðngarða.
Oft er talað um að leggja „rauð-
an dregil“ fyrir góða gesti. Við vilj-
um leggja „grænan dregil“ fyrir
fjárfestingar sem falla að mark-
miðum okkar um sjálfbærni.
Aðgerðaáætlun
orkustefnu liggur fyrir
Með aukinni áherslu á orkuskipti,
innlenda eldsneytisframleiðslu og
nýtingu endurnýjanlegrar orku
sláum við margar flugur í einu
höggi: styrkjum ímynd Íslands,
drögum úr loftslagsáhrifum, aukum
orkuöryggi og þar með þjóðar-
öryggi, spörum gjaldeyri, aukum
útflutning og sköpum dýrmæt störf
og tekjur.
Aðgerðaáætlun orkustefnu, sem
ég kynnti fyrr í þessari viku og
lagði fram á Alþingi til umræðu,
miðar meðal annars að þessu. Ég
vona að með umræðu um hana
skapist breið sátt um að nýta þessi
tækifæri.
Tækifæri Íslands
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’Með aukinniáherslu á orku-skipti, innlenda elds-neytisframleiðslu og
nýtingu endurnýj-
anlegrar orku sláum
við margar flugur í
einu höggi.
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS