Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Page 10
Ekki þarf að fjölyrða um að við höfum lengi
búið við þjóðfélagslega skekkju að því leyti að
karlar hafa haft forskot á konur; ráðið meiru
og fengið betri stöður gegnum árin og raunar
aldirnar. Samfélagið hefur verið mjög karl-
lægt og konur hafa þurft að hafa meira fyrir
því að koma sér áfram. Á síðustu árum hefur
leikurinn hins vegar verið að jafnast og ýmsir
á því að risaskref hafi verið stigið bara núna á
síðustu fimm til tíu árum eftir mikla forvinnu
síðustu fjörutíu til fimmtíu árin. Þessi mark-
vissa barátta kvenna fyrir auknum réttindum
hefur skilað miklum árangri, leitt til valdefl-
ingar þeirra og jafnað leikinn enda þótt mörg-
um þyki að enn megi gera betur. Líta má á
metoo-byltinguna sem enn ein vatnaskilin í
þeirri baráttu. Varla er ofmælt að svo sé kom-
ið að við nálgumst jafnvægi milli karla og
kvenna. Þjóðfélagsskekkjan hefur svo gott
sem verið leiðrétt.
Markvissar aðgerðir
Tekið var á þessum kerfisbundna vanda með
markvissum aðgerðum, lagasetningu og
reglugerðum og hlutur kvenna á vinnumark-
aði hefur vaxið hratt og örugglega. Þær hafa
einnig sótt á þegar kemur að áhrifasstöðum,
nægir þar að nefna að kona gegnir embætti
forsætisráðherra, biskup Íslands er kona, þær
eru bankastjórar, forstjórar í fyrirtækjum og
þar fram eftir götunum.
Ýmsum aðferðum hefur verið beitt. Nefna
má að sinfóníuhljómsveitir úti í heimi höfðu
tilhneigingu til að ráða frekar karla en konur
til starfa. Við því var brugðist með því að láta
áheyrnarprufurnar fara fram fyrir aftan tjald
og við það vænkaðist hagur kvenna. Fyrir-
komulag sem einnig tíðkast í hinum vinsælu
sjónvarpsþáttum Röddinni eða The Voice,
þótt það sé á öðrum forsendum. Varla þarf að
beita slíkum aðferðum í dag enda tíðarandinn
gjörbreyttur.
Synd ef pendúllinn sveiflaðist
Þegar þessu langþráða takmarki, að jafna
stöðu karla og kvenna, er loksins náð yrði þá
ekki synd að pendúllinn færi að sveiflast í hina
áttina, það er að halla færi á karlana? Svari nú
hver fyrir sig. Vandi drengja í skólakerfinu er
þó vísbending um að svo gæti farið, ekki síst
ef hlutföllin haldast óbreytt, það er að 70%
þeirra sem ljúka háskólaprófi verði áfram
konur. Það gæti leitt til þess að karlar sitji eft-
ir með minni menntun og um leið minni víð-
sýni og þekkingu á mismunandi skoðunum og
hugmyndafræði sem aftur gæti takmarkað
getu þeirra til að setja sig í spor annarra. Það
yrði óheppileg þróun.
Hvað er þá til ráða? Þurfum við að grípa
strax inn í eða bíða bara og vona að jafnvægi
náist aftur í framtíðinni?
Dr. Viðar Halldórsson, prófessor í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands, er á því að
þurfum að grípa strax inn í. Og hvernig gerum
við það? Jú, með því að koma í veg fyrir að
drengir verði utanveltu í skólakerfinu. Fáir
efast lengur um að skólakerfið hentar stúlk-
um betur en drengjum, það hefur ítrekað
komið fram í þessum greinaflokki. Grein-
arhöfundur hefur heyrt hljóði í nokkrum for-
eldrum síðustu vikurnar og fleiri en einn hafa
rætt um skólaslit, þar sem margar stúlkur
hljóta verðlaun og svo einn drengur, kannski
fyrir smíði. Þetta hlýtur að segja okkur að það
er einhver villa í kerfinu. Vandi drengja í
skólakerfinu er með öðrum orðum kerfis-
bundið vandamál. Um það virðist ekki lengur
deilt.
Ráðast þarf að rótum vandans
Spurður hvers vegna ekki hafi verið tekið á
þessu, umræðan er síður en svo ný af nálinni,
svarar Viðar: „Kannski vegna þess að karlar
hafa stjórnað þjóðfélaginu og fyrir vikið ekki
verið talin brýn þörf á aðgerðum.“
Viðar segir mikilvægt að ráðast að rótum
vandans. „Það ræðst ekki þegar drengir eru
orðnir átján eða nítján ára hverjir fara í há-
skóla og hverjir ekki. Þá er alltof seint að
setja plástur á sárin. Við þurfum að byrja
strax og grunnskólagangan hefst; vinna vinn-
una betur þegar börnin eru sex og sjö ára. Við
vorum þess umkomin að fara í markvissar að-
gerðir varðandi stöðu kvenna á vinnumarkaði,
þess vegna hljótum við líka að geta tekið með
markvissum hætti á vanda drengja í skóla-
kerfinu. Markviss vinna skilar árangri. Virkja
þarf drengina frá fyrsta degi, örva áhuga
þeirra og gera skólann merkingarbærari.
Skólinn þarf að tengja við drengina og taka
betur utan um þá.“
– Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Held-
urðu að staða drengja í íslenska skólakerfinu
verði orðin betri eftir tíu eða tuttugu ár?
„Á einhverjum tímapunkti komum við til
með að bregðast við sem samfélag. Spurn-
ingin er bara hvort við erum tilbúin að fórna
einni kynslóð drengja. Þurfum við að brenna
okkur áður en við sækjum vatnið? Mitt svar er
að við þurfum að bregðast við sem fyrst.“
Upplýsingaóreiðan olía á eldinn
Viðar lítur á upplýsingaóreiðuna, sem við bú-
um við nú um stundir, sem olíu á eldinn. Hún
sé allsráðandi og ekki sjái fyrir endann á
henni. „Það þýðir að ennþá mikilvægara er að
gera borgarana betur læsa á gögn og upplýs-
ingar og hvar er betra að hefja þá vinnu en í
skólakerfinu? Ef stór hluti drengja fær ekki
þetta upplýsingalæsi veikir það stöðu þeirra
til lengri tíma litið sem og samfélagsins alls.
Trumpisminn í Bandaríkjunum er gott dæmi
um þetta. Heimurinn er allt annar nú en fyrir
tuttugu árum og það er hættuleg þróun til
lengri tíma ef stór þjóðfélagshópur fær ekki
menntun og þá þekkingu, upplýsingalæsi og
víðsýni sem henn fylgir.“
Mikill meirihluti fanga á Íslandi er karlar
og Viðar segir margt benda til þess að það
tengist skorti á menntun og því að drengir séu
líklegri til að verða utanveltu í skólakerfinu.
Enda þótt fleiri þættir spili þar auðvitað inn í.
„Leiðist drengir snemma inn á ákveðna braut
getur verið erfitt að snúa til baka.“
Einhver vakning að verða
Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda
drengja í skólakerfinu á umliðnum árum en
minna virðist hafa verið um aðgerðir. Viðar er
þó ekki frá því að einhver vakning sé að verða
og vísar í því sambandi til átaksverkefna sem
bæði Vestmannaeyjabær og Hafnarfjarðar-
bær eru að ráðast í til að rétta hlut drengja.
Þá sé fyrirspurnum frá skólum alltaf að fjölga,
til hans sjálfs, Hermundar Sigmundssonar
prófessors og fleiri fræðimanna sem hafa látið
sig málið varða.
Það hlýtur að teljast mjög jákvætt enda
einróma álit viðmælenda blaðsins í þessum
greinaflokki að við þurfum að snúa saman
bökum, foreldrar, kennarar og samfélagið í
heild. Eins og fram hefur komið þá þurfum við
líka að vera gagnrýnin og velta við hverjum
steini til að fyrirbyggja að við förum ekki úr
einni þjóðfélagslegri skekkju yfir í aðra.
Þetta er lokagreinin í greinaflokki um
vanda drengja í skólakerfinu sem birst
hefur hér í blaðinu síðustu fjóra sunnudaga.
Stúlkur ná forskoti á
drengi í framhaldsskóla en
um 60% þeirra sem ljúka
stúdentsprófi eru stúlkur.
Morgunblaðið/Árni Torfason
’Heimurinn er allt annarnú en fyrir tuttugu árumog það er hættuleg þróun tillengri tíma ef stór þjóðfélags-
hópur fær ekki menntun og þá
þekkingu, upplýsingalæsi og
víðsýni sem henn fylgir.
ÚTTEKT
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021
Vandi drengja í skólakerfinu er fráleitt
bundinn við Ísland. Umræðan hefur átt
sér stað víða um heim, ekki síst á Vest-
urlöndum, og ýmsir kannast við kenn-
ingar bandaríska heimspekingsins og rit-
höfundarins Christinu Hoff Sommers
sem meðal annars skrifaði bókina The
War Against Boys: How Misguided
Feminism Is Harming Our Young Men
fyrir um tveimur áratugum.
Sommers er einnig vinsæll fyrirlesari
og meðal þess sem hún gagnrýnir er
áhersla bandaríska skólakerfisins á
stúlkur og að draga það besta fram í
þeim en það átak nær aftur til níunda
áratugarins. Sommers segir átakið
byggjast á misskilningi og gölluðum
rannsóknum enda hafi uppleggið verið
að skólakerfið félli betur að þörfum
drengja þar sem karlar réðu lögum og
lofum í samfélaginu. Svo sé ekki, þvert
á móti henti skólakerfið stúlkum betur
og hafi lengi gert. Sömu röksemdir og
komið hafa fram í þessum greinaflokki í
Sunnudagsblaðinu undanfarnar helgar.
Þetta hefur, að áliti Sommers, stuðl-
að að fordómum í garð drengja og í
sumum tilfellum gert þá hornreka innan
veggja skólanna sem gegnumsneitt séu
kvenlægar stofnanir. Drengjamenning sé
töluð niður og drengjum refsað fyrir að
vera eins og þeir eru. Allt sé það gert
til að rétta hlut stúlkna í skólakerfinu og
tryggja þeim réttlæti. Sem löngu sé bú-
ið að gera.
Bókin fékk misjafna dóma á sinni tíð
og er ennþá umdeild; rétt eins og höf-
undurinn sem hefur gegnum tíðina ver-
ið mjög gagnrýnin á femínisma eins og
hann birtist á okkar tímum. Hún hefur
meðal annars legið femínistum á hálsi
fyrir að vilja ekki taka alvarlega þann
möguleika að kynin séu jöfn en ólík og
að nálgast þurfi þau á þeirra for-
sendum.
Það sjónarmið kallast á við margt
sem fram hefur komið í þessum greina-
flokki en skólakerfið er meðal annars
gagnrýnt fyrir að gera ekki greinarmun
á kynjunum. Drengir séu drengir, rétt
eins og stúlkur séu stúlkur og nálgast
þurfi þau á þeim forsendum.
Sommers hefur einnig verið skömm-
uð fyrir að draga orðið „stríð“ inn í
umræðuna. Henni hafi aðeins tekist að
sýna fram á að hið kvenlæga skólakerfi
hafi haft vilja til að brjóta upp gamlar
hugmyndir um drengjamenningu.
Drengir-verða-alltaf-drengir-viðhorfið í
barnauppeldi. Of fast sé að orði kveðið
þegar rætt sé um stríð.
Vandamál víðar en á Íslandi
Christina Hoff Sommers, heimspekingur
og rithöfundur.