Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Page 13
21.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Ungur maður á þrítugsaldri, sem kýsað koma ekki fram undir nafni, segirnikótínpúðana ákaflega vanabind-
andi og þráir að hætta notkun þeirra. Við
köllum hann hér í greininni Jón.
„Ég hef mikla reynslu af notkun nikótín-
púða. Ég hef notað þá síðan í október 2019,
þegar þeir komu fyrst á markaðinn. Áður
var ég að nota íslenska neftóbakið í vör,“
segir Jón sem í dag er 28 ára.
100% háður þessu
Jón segist aldrei hafa reykt en byrjaði að
fikta við tóbakið um átján ára.
„Fyrst byrjaði ég á að nota sprautu
sem maður þjappaði tóbaki í og spraut-
aði undir vör. En það var svo subbu-
legt að ég byrjaði að búa til litla púða
úr pappír. Allir vinir mínir voru að
gera þetta á þessum tíma. Þegar
Lyft-púðarnir komu á markaðinn
skipti ég strax yfir enda er þetta
miklu hreinlegra og þægilegra og mér
finnst styrkleikinn vera meiri,“ segir
hann.
„Ég held þetta sé alveg jafn slæmt
fyrir tennur og góminn og tóbakið. Ég er
100% háður þessu. Ég nota fjórar dollur á
viku, eða svona 12-15 púða á dag. Hver dolla
er á svona 700 krónur, sem er líka mun
ódýrara en íslenska tóbakið.“
Fékk hita og uppköst
„Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að
bursta tennur, fá mér morgunmat og svo fæ
ég mér púða. Ég er með hann í svona fjöru-
tíu mínútur og tek þá svona hálftíma pásu og
fæ mér svo næsta. Ég fæ meira kikk út úr
þessu en íslenska tóbakinu,“ segir hann.
Nú ert þú heilbrigður ungur maður, af
hverju ertu að þessu?
„Úff. Mig langar sko alls ekki að vera að
þessu. Ég er kominn með ógeð á þessu og er
alltaf með plan um
að hætta.
Alveg eins og fólk sem reykir.“
Hefurðu reynt að hætta?
„Já. Ég náði einu sinni þremur dögum. Ég
fékk hita, uppköst og var veikur. Þetta voru
rosaleg fráhvörf, eins og eiturlyfjasjúklingar
upplifa. Ég hef lesið lýsingar heróínfíkla í
fráhvörfum, mér leið bara þannig. Ég fór svo
beint upp í búð, keypti mér dollu og lagaðist
á innan við klukkutíma. Ég hef ekki reynt að
hætta síðan. Þetta er rosalega sterkt.
Þetta er eins og eiturlyf.“
Kaupi það sterkasta
Ertu hræddur um að
þetta skaði þig?
„Ég fer alltaf til
tannlæknis tvisvar á ári og bið hann að
skoða vel tannholdið og tennur. Það er allt í
lagi eins og er en hann sagði mér síðast að
ég þyrfti að fara að hætta þessu sem fyrst,
annars gætu afleiðingar orðið slæmar.“
Jón segir að hægt sé að kaupa nikótínpúða
með mismunandi styrkleika og kaupir hann
það sterkasta sem til er í þeirri tegund sem
hann kaupir.
„Ég kaupi þetta hjá Svens en þeir eru með
sex sölustaði og þar er þetta ódýrast. Ég
kaupi alltaf tíu dollur í einu.“
Stelpur núna líka notendur
Eru allir vinir þínir að nota þetta?
„Já. Áður en þetta erlenda kom á mark-
aðinn voru eiginlega bara strákar að nota
þetta en nú hef ég tekið eftir að stelpur eru
að nota púða líka. Það eru allar stelpur í
Lyfti líka. Þetta sést varla þegar þú ert með
þetta,“ segir hann.
„Þegar ég notaði íslenska tóbakið þurfti
ég að bursta tennurnar fimm sinnum á
dag,“ segir Jón og segir kærustu sína
hafa byrjað að nota nikótínpúðana
þegar þeir komu á markað en
hafði áður hvorki notað tóbak né
reykt.
„Allir vinir mínir nota þetta.
Meira segja þeir sem snertu ekki ís-
lenska tóbakið. Þeir byrjuðu því að nota
nikótín kannski 25-26 ára,“ segir hann og
hristir hausinn yfir því.
„Ég þarf að fara að hætta þessu, þetta
gengur ekki lengur,“ segir Jón að lokum.
NEYTANDI NIKÓTÍNPÚÐA
Eins og heróínfíkill í fráhvörfum
Colorbox
Jón segist nota um einn púða á hverjum klukku-
tíma sem hann er á fótum, eða um 12-15 á dag.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktorí lýðheilsuvísindum, sendi inn athuga-semdir í samráðsgátt sem heilbrigðis-
ráðuneytið opnaði vegna frumvarps um
breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar
fyrir rafrettur. Með breytingunni falla
nikótínpúðar undir þessi lög. Lára telur
breytingarnar alls ekki nægilegar.
Börn ánetjast fyrr
Aðspurð hvers vegna hún hafi sent athuga-
semdir svarar hún:
„Hjartað tekur kipp þegar ég sé stefnu
stjórnvalda stangast á við fræðin í lýðheilsu-
málum, því núverandi aðgerðir eru ekki með
hagsmuni barna að leiðarljósi. Það eru vel
þekktar leiðir til að halda ungdómnum frá
fíkn og stjórnvöld eru að bregðast börnunum
hvað nikótínið varðar. Nikótínvörurnar sem
eru á almennum markaði í dag fást í styrk-
leika sem breyta hratt taugatengingum í
óþroskuðum heila, sem veldur því að barn
ánetjast jafnvel fyrr en ef það hefði byrjað að
reykja. Það væri nær ógerlegt fyrir barn sem
hefur aldrei notað nikótín að reykja þrjár síg-
arettur í einu – sem jafngildir sumum nikótín-
púðum á markaðnum. Í Bandaríkjunum er til
dæmis búið að banna eina af þessum nikótín-
vörum því nikótínmagnið var svo hátt,“ segir
Lára, sem er þessa dagana búsett í Kali-
forníu.
Jafn ávanabindandi og heróín
Eru nikótínpúðar mögulega skárri en tóbak
vegna þess að það er ekki tóbak í púðunum?
„Hver segir að þetta sé ekki tóbak? Nikótín
sem er unnið úr tóbaksplöntunni flokkast
strangt til tekið sem tóbak. Hér í Bandaríkj-
unum er nikótín flokkað sem tóbak. Það eru
söluaðilarnir sem halda því fram að nikótín-
púðar séu ekki tóbak,“ segir hún.
„Fyrir stuttu leitaði ég að rannsóknum á
nikótínpúðum en fann engar. Það eina sem ég
fann voru greinar
eftir sérfræðinga í
lýðheilsumálum,
sem lýstu áhyggjum
sínum því við vitum
ekki nóg um áhætt-
una af því að það
eru ekki til neinar
rannsóknir. Þeir
benda einnig á að
tóbaksframleiðend-
ur markaðssetja
vöruna sem tóbaks-
lausa á sama tíma
og þeir segja að nikótínið komi úr tóbaks-
plöntu. Aðrir framleiðendur selja nikótín sem
læknisfræðilega vöru eða lyf. Samkvæmt
þessu ætti nikótín að flokkast annaðhvort
sem lyf eða tóbak,“ segir Lára.
„Nikótín er álíka ávanabindandi og heróín
og er yfirleitt fyrsta fíkniefni ungmenna. Þeg-
ar börn hafa ánetjast nikótíni er líklegra að
þau leiðist út í önnur fíkniefni því það hefur
áhrif á sömu taugatengingar í umbunarsvæði
heilans,“ segir Lára og vill að í frumvarpinu
verði níkótín flokkað sem sterkt ávanabind-
andi eiturefni.
„Nikótín er taugaeitur. Ef ungt barn setur
nikótínpúða upp í sig getur það hæglega farið
í öndunarstopp.“
Fólk fer strax í fráhvörf
Lára leggur einnig til að bragðefni í nikótín-
púðum verði bannað og að aldurstakmark
kaupenda verði 25 ára.
„Ef maður skoðar lífeðlisfræði heilans eru
fáir sem ánetjast nikótíni eftir 25 ára aldur,“
segir Lára og bætir við:
„Nikótín brotnar svo hratt niður í líkam-
anum að neytandi þess fer strax í fráhvörf.
Þessir púðar eru ekki til þess að láta fólki líða
vel heldur fer notkunin á endanum að snúast
um að minnka vanlíðan. Ég hef heyrt af ung-
lingum sem eru að vakna á nóttunni til að
skipta út púðum vegna fráhvarfa,“ segir hún
og vandar tóbaksfyrirtækjum ekki kveðjurn-
ar:
„Tóbaksfyrirtækin eru búin taka yfir raf-
retturnar og nikótínpúðana. Þau hafa aldrei
haft hagsmuni barna að leiðarljósi, heldur
ræna ungt fólk heilsunni. Ef þú ert meira og
minna í fráhvörfum liðlangan daginn, hvernig
áttu að geta notið lífsins?“
Tuttugufaldur skammtur
Lára segir að eftirliti með seljendum sé veru-
lega ábótavant en Neytendastofa hafi staðið
sig vel.
„Það vantar alla umgjörð um sölu nikótíns.
Eins og staðan er í dag þarf fólkið í landinu
að vera löggan. Neytendastofa reiðir sig mik-
ið til á okkur almenning til að koma upp um
seljendur sem brjóta lög, eins og að rjúfa inn-
sigli og selja nikótín í hærri styrkleika en lög
gera ráð fyrir. Þetta er farið úr böndunum og
ekki hægt að ætlast til að Neytendastofa geti
tryggt að allir seljendur fylgi lögum, eins og
bersýnilega hefur komið í ljós eftir að lög um
rafsígarettur voru sett fyrir um tveimur ár-
um. Það er ekki nóg að setja púðana undir
rafrettulögin; þá þarf að flokka sem tóbak eða
lyf. Allt nikótín ætti að vera flokkað annað-
hvort sem tóbak eða lyf,“ segir Lára.
„Annað sem vert er að benda á er að sam-
kvæmt lyfjalögum má bara selja tvö milli-
grömm af nikótíni í lausasölu en nú er hægt
að kaupa tuttugufaldan skammt í lausasölu og
á netinu. Og hver sem er getur ákveðið að
selja nikótín, sama hvaða forsögu viðkomandi
hefur.“
Ef frumvarpið fer í gegn, heldurðu að eftir-
lit muni ekki aukast?
„Ég efast stórlega um það. Hingað til hefur
fólkið í landinu þurft að sjá um ábendingar og
þessi lög breyta engu um það.“
LÁRA G. SIGURÐARDÓTTIR
Álíka ávanabindandi og heróín
Lára G. Sigurðardóttir
Nikótínpúðar eru í dag seldir við hlið nammis og ekkert aldurstakmark er sett á kaupendur. Með
frumvarpinu verður sett 18 ára aldurstakmark en Lára vill hafa það 25 ára aldur.
Ljósmynd/Hrönn Marinósdóttir