Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Page 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021 Þ að var einn fallegan vetrardag að blaðamaður fór til fundar við Krist- jönu Guðmundsdóttur Motzfeldt á Kattakaffihúsinu í miðbænum. Þar var notalegt að spjalla og drekka kaffi innan um syfjaða ketti sem létu gestina að mestu í friði. Kristjana stendur á sjötugu og nýtur þess að vera komin á eftirlaun. Hún er létt og afslöppuð og blaðamaður fær strax á til- finninguna að þar sé á ferð sterk kona. Krist- jana bjó í aldarfjórðung á Grænlandi en flutti heim árið 2017, sjö árum eftir andlát eigin- mannsins, forsætisráðherrans Jonathans Motz- feldts. Grænland kallaði hana þó til sín löngu áð- ur en þau tóku saman því örlögin beindu henni til landsins strax upp úr tvítugu. Hótelfræði ekki málið Kristjana er fædd og uppalin að mestu í Reykjavík, en bjó þó víða um land, enda var fað- ir hennar síldarskipstjóri. „Á meðan pabbi elti síldina á sjó eltum við mamma og systir mín síldina frá landi, en bræð- ur mínir voru sendir í sveit,“ segir Kristjana. Þegar velja átti menntaskóla varð Mennta- skólinn á Akureyri fyrir valinu og bjó hún þar á heimavist. „Það var mjög góð ákvörðun því þar eignaðist ég alla mína bestu vini sem ég á enn í dag. Þarna voru krakkar alls staðar að af landinu,“ segir Kristjana sem tók svo stefnuna á hótel- fræði eftir stúdentspróf. „Ég tók inntökupróf í háskóla í Glasgow í hót- elfræðum og komst inn. En um sumarið fékk ég vinnu á Hótel Sögu og vann þar í gesta- móttökunni og komst fljótt að því að þetta væri ekkert fyrir mig,“ segir hún og brosir. „Til að gera langa sögu stutta hitti ég gamlan kennara úr landsprófi sem var þá deildarstjóri á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Ég spurði hann hvort hann gæti útvegað mér vinnu og hann tók vel í það. Og ég byrjaði þar vorið 1976 og vann við gróðurrannsóknir. Strax sumarið eftir vorum við komin með fimm ára verkefni á Suður-Grænlandi,“ segir Kristjana og má þá segja að örlög hennar hafi verið ráðin. Ég heillaðist strax! „Þarna er ég strax komin til Grænlands, korn- ung. Við unnum þar við gróðurrannsóknir og kortlagningu gróðurs til að kanna beitarþol. En einhverja menntun varð ég að hafa, ekki satt. Ég fór því í Kennaraháskólann. Ég kenndi ekki nema einn vetur, en það var í Klúkuskóla í Bjarnarfirði. Hann starfaði sjö mánuði ársins; byrjaði eftir sláturtíð og var slitið fyrir sauð- burð,“ segir Kristjana. „En til Grænlands fórum við á hverju ári og var ég þar allt frá þremur vikum og upp í tvo mánuði í hvert sinn. Þarna eru engir vegir á milli bæja þannig að við sigldum á milli og fór- um víða í land til að vinna við beitarrannsóknir og kortleggja gróður. Beitarþolið var helmingi meira en fjöldi sauðfjár sagði til um, og er enn þannig í dag. Það er eins og Eiríkur rauði segir: þarna er grænt milli fjalls og fjöru! Inni í fjörð- um þarna að sumri til er oft 20-25 stiga hiti,“ segir Kristjana og segist strax hafa fallið fyrir landinu. „Ég heillaðist strax! Ég man þegar ég fór allra fyrst, en það var dagsferð til Kulusuk. Ég fór frá Reykjavíkurflugvelli í ausandi rigningu en eftir klukkutíma flug létti til og birtist þá Austur-Grænland með sínu Alpalandslagi. Og svo ísinn! Við lentum í blankalogni, sól og hita,“ segir Kristjana og segir eitthvað sérstakt við landið. „Það er voða erfitt að lýsa Grænlandi. Þetta er land sem þú þarft að upplifa. Það er svo stórt og það er svo mikið og maður upplifir svo sterkt að maður er hluti af náttúrunni.“ Aðeins einu sinni fann Kristjana til hræðslu í grænlenskri náttúru en þá var hún stödd við mælingar í Ketilsfirði. „Ég var sett í land alveg innst inni í firðinum og er þar fram eftir degi og vinn mína vinnu. Fjörðurinn var spegilsléttur og mátti sjá þar stöku ísjaka. Skriðjökull úr Grænlandsjökli var rétt við hliðina á mér. Ég var komin upp í hlíð með mín gögn og er að teikna gróðurmörk nema hvað mér verður litið í kringum um mig og uppgötva að ég sit á greni! Þetta var greni heimskautarefsins og það voru yrðlingar úti um allt. Það var allt í lagi með það, en í sömu andrá flýgur haförn rétt yfir hausnum á mér. Ég stóð upp alveg stjörf. Ég ákvað að ljúka vinnunni og gekk niður að strönd,“ segir Kristjana og bætir við að hún hafi ekki verið í hættu en nokkuð brugðið, enda haförn enginn smáfugl. Kaffi og kökur allan daginn Kristjana vann hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins í tæpa tvo áratugi og að mestu hér á landi. „Við vorum mikið fyrir austan þar sem Kára- hnjúkavirkjun er í dag. Það átti að setja Eyja- bakkana á kaf líka en þeim var bjargað, sem betur fer. Við vorum fyrir austan á hverju ein- asta sumri, bæði að vinna við virkjunar- og gróðurrannsóknir. Þarna voru hreindýrin skokkandi um allt og mjög gróðursælt,“ segir Kristjana. „Við kortlögðum líka allt Snæfellsnesið. Það fylgdi gróðurkortlagningunni að setja landa- merki jarða inn á loftmyndir. Það þýddi að jarð- eigendur voru kallaðir til og búið til landa- merkjabréf sem þeir skrifuðu svo undir. Þarna kynntist ég sveitafólki því þarna kom maður mikið inn á heimili. Það gat verið erfitt því mað- ur var að borða kökur allan daginn og drekka kaffi,“ segir Kristjana og hlær. Varstu þarna á þessum árum búin að kynnast Jonathani? „Það má rekja ástæðu okkar kynna til þess að það var farið með þetta fimm ára verkefni til Jo- nathans. Þá var hann prestur á Suður- Grænlandi og sat líka í gamla landsráðinu, kos- inn 1971, áður en heimastjórn og landsþing var stofnað 1979. Nema það var svo ákveðið að setja á stofn tvær sérstakar nefndir í landsráðinu og Jonathan fór fyrir annarri nefndinni. Sú nefnd átti að kanna framtíðarmöguleika landbúnaðar- ins en Jonathan var einmitt frá Suður- Grænlandi þar sem landbúnaður er stundaður. Hin nefndin átti að kanna framtíðarmöguleika fyrir veiðimennsku. Það gerðist aldrei neitt þar en Jonathan hafði samband við Ísland og vildi sækja þekkingu til Íslands. Það var svo Land- vernd sem bauð honum til Íslands 1975 og árið eftir var svo ákveðið að Rannsóknastofnun landbúnaðarins færi út í þetta rannsókna- verkefni til fimm ára í samvinnu við til- raunastöðina í Upernaviarsuk,“ segir hún. „Jonathan og hans þáverandi kona buðu okk- ur í mat í lok þessarar þriggja vikna vinnuferðar fyrsta sumarið,“ segir hún um þeirra fyrstu kynni. Hún segist lítið hafa spáð í manninn á þeim tímapunkti, enda harðgiftur. Löngu síðar breyttust aðstæður og ástin barði á dyr. Þurfti að ganga á eftir mér Eftir að þessu fimm ára verkefni lauk hélt Kristjana eftir sem áður góðu sambandi við vini sína á Grænlandi. „Svo var það þannig að Búnaðarsamband Grænlands varð 75 ára árið 1990 og okkur var nokkrum boðið til að taka þátt í hátíðahöld- unum,“ segir Kristjana og segir veisluna hafa staðið yfir í viku. Mikið var um dýrðir en einnig voru fundir og fyrirlestar. Jonathan Motzfeldt, sem var þá búinn að gegna stöðu forsætisráð- herra, var staddur við hátíðahöldin. Hann hafði skilið nokkrum árum áður þegar þarna er kom- ið sögu. Amor var þar á ferð og ástin kviknaði á milli hans og Kristjönu en það liðu þó tvö ár þar til hún flutti út til hans. „Ég er þarna tæplega fertug og alls ekki tilbúin að fara að flytja til Grænlands,“ segir Kristjana og brosir. „Hann þurfti dálítið að ganga á eftir mér. En veistu, þessi ákvörðun að flytja til Grænlands er ein sú besta sem ég hef tekið. Ég bjó svo þar frá 1992 til 2017. Þetta eru 25 ár!“ Kristjana og Jonathan bjuggu öll sín ár sam- an í höfuðborginni Nuuk. „Jonathan hafði verið í leyfi frá prests- störfum frá 1979 og fór aldrei aftur í það starf en fór gjarnan í hempuna. Við sigldum mikið og áttum bát, en Jonathan var mikill veiðimaður. Pabbi hans var góður veiðimaður og fór hann á veiðar á sínum kajak. Jónatan veiddi allt; fisk, seli, fugla, hreindýr og sauðnaut,“ segir Krist- jana og segir þau hafa ferðast mikið um á bátn- um. „Jonathan vann sem forsætisráðherra og í sumarfríum sigldum við á hverju sumri milli bæja og þá leysti hann prestana af, launalaust. Hann messaði, fermdi, gifti og greftraði,“ segir hún og segir hann hafa verið afar trúaðan. Sjálf segist hún hafa sína barnatrú. „Við fórum einu sinni saman til Ísraels og það er ógleymanlegt. Hann hafði aldrei komið þang- að áður en var langbesti fararstjórinn.“ Hvað var það í fari Jonathans sem heillaði þig? „Hann var fyndinn og skemmtilegur og alltaf fannst mér best að vera nálægt honum innan um fyrirmenni og kóngafólk. Sagt var um Jon- athan að hann talaði eins við háa sem lága og hann hafði einstaka frásagnargáfu og mundi allt sem hann las. Gat oft vitnað beint,“ segir hún. „Hann gat verið fljótur upp en var svo fljótur niður og var þekktur fyrir að hann erfði aldrei við nokkurn mann ef ósætti var mikið. Hann hafði mikið skap en gat alltaf horfst í augu við fólk, alveg sama hvað gekk á.“ Alls staðar vel tekið Á Grænlandi fékk Kristjana fyrst vinnu á til- raunastöð á Suður-Grænlandi. „Ég var þar sumarið 1992, sumarið sem við giftum okkur. Við fórum svo til Nuuk um haust- ið þegar þingið byrjaði, en hann var þá ekki for- sætisráðherra. Hann datt út sem forsætisráð- herra 1991 til 1997 en var ásamt þing- mennskunni bæði stjórnarformaður fyrir Air Greenland og KNI, Grænlandsversluninni. Svo kom hann aftur inn sem forsætisráðherra á ár- unum 1997 til 2002,“ segir hún. „Í Nuuk var stofnuð Náttúrufræðistofnun Grænlands 1994. Stofnunin er eiginlega sam- bland af Hafrannsóknastofnun og Náttúru- fræðistofnun Íslands að undanskildum jarðvís- indum. Þar var sjávarútvegsdeild og spendýra- og fugladeild þar sem ég fékk vinnu. Ég var þar Land sem þú þarft að upplifa Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt var um fertugt þegar ástin bankaði upp á en sá heppni var grænlenski forsætis- ráðherrann og presturinn Jonathan Motzfeldt. Kristjana flutti þá til Grænlands og bjó þar í aldarfjórðung þar sem hún vann lengst af við gróðurrannsóknir. Kristjana segir Grænland engu líkt og Grænlendinga gott og glatt fólk. Þar upplifði hún sig sem hluta af náttúrunni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Ég er full þakklætis fyrir að hafa fengið að búa á Grænlandi í ald- arfjórðung. Ég átti þar mjög góða daga og mun eiga áfram, því ég missi aldrei tengsl við Grænland,“ segir Kristjana Guðmundsdóttir Motz- feldt sem bjó á Grænlandi í 25 ár.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.