Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Qupperneq 15
21.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 sérfræðingur í gróðurrannsóknum, sérstaklega með tilliti til hreindýrabeitar. Ég var því líka á faraldsfæti á sumrin en mér tókst að taka sum- arfrí, sem hafði verið óþekkt fyrirbæri á meðan ég vann hér heima. Þá sigldum við gjarnan til Suður-Grænlands. Svo fóru makar alltaf með í opinberar heimsóknir, en Jonathan sinnti mjög vel utanríkismálum,“ segir Kristjana. „Mér var alls staðar vel tekið og almennt er Íslendingum vel tekið á Grænlandi. Þeir finna kannski einhverja samkennd með okkur. Við er- um komin aðeins lengra varðandi sjálfstæði, sem er það sem allir stefna að, en það er spurn- ing um fjárhagslegt sjálfstæði. En þeir hafa smám saman verið að fara eins langt eins og þeir geta, og eiginlega lengra en lög og reglu- gerðir kveða á um, til að mynda í utanríkis- málum sem heyra undir Danmörku. Þeir eru í norðurheimskautsráðinu, en Jonathan var með þegar það var sett á lagg- irnar,“ segir hún. „Á tímabili voru Græn- lendingar settir til hliðar, sem þeir vildu ekki sætta sig við. En nú er það þannig að danski utanríkisráðherrann er með Grænlending og Færeying hvorn sínum meg- in við sig á ársfundi heim- skautsráðsins,“ segir Kristjana, sem segist eiga eftir að sjá Grænlendinga fá algjört sjálfstæði. „Þeir eru svo hrifnir af konungsfjölskyldunni. Enda hefur Margrét Danadrottning sinnt Grænlandi mjög vel.“ Léttir og hlæja mikið Kristjana segist hafa unað hag sínum vel í Nuuk í öll þessi ár. „Þarna er allt til alls en í minna sniði, en þarna búa sextán til sautján þúsund manns. Þarna er töluvert menningarlíf, meðal annars leikhús sem er nú orðið að þjóðleikhúsi. Þetta er allt í áttina,“ segir hún. „Þeir lifa eins og við af sjávarútvegi og ferða- mennskan á mikla framtíðarmöguleika.“ Hvernig eru Grænlendingar? „Þeir eru mjög léttir, brosmildir og hlæja mikið. Þetta er yndislegt fólk. Grænlendingar eru óhemjugóðir við börnin sín og glatt fólk,“ segir hún. „Þeir taka á sorginni á annan hátt en við. Það er mikil sorg. Dauðinn er kannski nær þeim en okkur á einhvern hátt. Þarna eru auðvitað vandamál eins og margir vita; drykkja og há sjálfsmorðstíðni, kynferðisleg misnotkun og ýmis félagsleg vandamál,“ segir hún. Kristjana segir að háskólanám sé að aukast mikið. „Nú í dag útskrifast á ári frá Háskóla Græn- lands alltaf tugir með BA-próf, færri með meist- aragráðu og það eru alltaf einhverjir sem eru í doktorsnámi.“ Ísbjörn í miðri fermingu Sástu aldrei ísbjörn? „Bara skotinn. Það er einn fylgifiskur lofts- lagsbreytinga að ísbirnir eru á vappi við bæi og koma til dæmis bæði inn í Kulusuk og við Scoresbysund. Það er kvóti á ísbjörnum og á vesturströndinni er fimm dýra kvóti, en hann er uppurinn í febrúar eða mars. En svo koma þessi dýr sem eru að villast og ef þau koma í nágrenni byggðar á bara að skjóta þau,“ segir Kristjana og segir oft reynt fyrst að fæla birnina í burtu en oft gangi það illa. „Það er ekkert gaman að fá þá svanga inn í þorp.“ Kristjana segir blaðamanni sögu af ísbirni sem truflaði fermingarveislu. „Einu sinni var Jonathan við fermingu á Suð- ur-Grænlandi en það eru mikil hátíðahöld í kringum fermingar. Sveitafermingar fara fram heima undir berum himni og það mætir fjöldi gesta. Eftir ferminguna er veisla sem stendur allan daginn, með hádegismat, hnallþórum í kaffinu, kvöldmat og miklum ræðuhöldum. Það er allt skreytt og allt það besta er borið fram; nóg af hreindýrakjöti og lambakjöti. Þegar Jonathan var búinn að ferma drenginn og fólk er að klára hádegismatinn hringir síminn. Það er hringt frá næsta bæ, sem var svo sem ekkert nálægt því það er bara hægt að komast siglandi þangað. Á línunni er þá sonur bóndans sem seg- ir að það sé ísbjörn fyrir utan bæinn.“ Og hvað var gert? „Jonathan sagðist sko ekki nenna en allir gestirnir, uppáklæddir í sínu fínasta pússi, drifu sig niður að sjó og um borð í hraðbátana. Já, konurnar í litríkum þjóðbúningum og karlarnir í hvítum anorökkum! Svo var siglt þangað með byssur. Það þurfti að hafa samband til Nuuk til að fá leyfi til að skjóta dýrið, sem fékkst.“ Dauðastríðið var stutt Haustið 2010 lést Jonthan en hann hafði þá greinst með vélindakrabba sem dró hann til dauða. „Þetta tók árið. Dauðastríðið var mjög stutt. Hann var þá 71 árs, sem er enginn aldur. Hann dó ekki beint úr krabbameini heldur fór æð í hálsinum. Það eru rúm tíu ár síðan, en ég var ekkert að flýta mér heim,“ segir Kristjana sem flutti heim sjö árum eftir andlát Jonathans. „Ég vissi alltaf að ég kæmi aftur heim, en ég er í góðum tengslum við mitt fólk á Græn- landi, en Jonathan átti tvö börn með sinni fyrri konu.“ Kristjana fer oft í heimsókn til Grænlands. „Ég fór síðast í desember fyrir rúmu ári en nú hefur maður ekki komist eitt né neitt,“ segir Kristjana og segist hafa nóg fyrir stafni nú þegar hún er komin á eftirlaun en hún varð sjötug á mánudaginn var. „Margar vinkonurnar eru að hætta að vinna og höfum við því nógan tíma til að hittast. Ég ætla að drífa mig norður í land því ekki heldur maður upp á sjötugsafmælið sitt fyrir tuttugu manns,“ segir hún og hlær, en viðtalið var ein- mitt tekið nokkrum dögum fyrir afmælið. „Þetta er enginn aldur og ég lifi frá degi til dags. Á meðan ég hef eitthvað að hlakka til er gaman.“ Miklu meira en skák Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi sem Kristjana segir hafa gert mikið fyrir börnin á Grænlandi. „Ég hef unnið mikið með Hróknum. Hrafn Jökulsson kom einn til Grænlands í fyrsta skipti og það vorum við Jonathan sem tókum á móti honum. Hann bjó hjá okkur í nokkrar nætur en hann var að undirbúa heljarinnar alþjóðlegt skákmót. Það komu um sjötíu manns að utan á alþjóðlega skákmótið og fleiri stórmeistarar. Tímasetningin var frábær því forsetar þinga Grænlands, Íslands og Færeyja héldu sinn árs- fund í kjölfar skákmótsins. Þar voru meðal ann- ars Halldór Blöndal, Friðrik Ólafsson og Guð- fríður Lilja frá Alþingi að ógleymdum Össuri Skarphéðinssyni,“ segir Kristjana og segir Hrókinn hafa eflt skákáhuga Grænlendinga svo um munar. „Starf Hrafns og Hróksins er eins og jökul- sker! Á Grænlandi er það kallað Nunatak og þýðir fjallstoppar sem standa upp úr ís eftir að síðustu ísöld lauk. Hrafn byrjaði á Suður- Grænlandi árið 2003 og fór síðan öll árin eftir það á austurströndina og til Scoresbysunds. Svo þegar Flugfélag Íslands fór að fljúga á vest- urströndina kom Nuuk og vesturströndin inn í og alla leið norður til Kullorsuaq. Þeir bjuggu stundum hjá mér, strákarnir úr Hróknum. En skák er bara lítill hluti af þessu. Hrókurinn hef- ur heimsótt barnaheimili, elliheimili, batasetur og meira að segja fangelsi. Starf Hróksins er meira en bara taflmennska; það er fyrst og fremst til að efla samstarf milli Íslands og Grænlands og hafa þeir oft heimsótt þá sem minna mega sín,“ segir Kristjana og segist nú fylgjast vel þeirri vinnu sem Össur Skarphéð- insson er að vinna að í tengslum við samvinnu milli landanna. Missi aldrei tengslin Hvað stendur upp úr þegar þú horfir yfir farinn veg? „Ég er full þakklætis yfir að hafa fengið að búa á Grænlandi í aldarfjórðung. Ég átti þar mjög góða daga og mun eiga áfram, því ég missi aldrei tengsl við Grænland. Ég horfi björtum augum til framtíðar og veit að samstarf Íslands og Grænlands á eftir að aukast til muna. Við eigum svo margt sameiginlegt. Svo eru ekki nema þrjú hundruð kílómetrar á milli land- anna!“ Morgunblaðið/Ásdís Kristjana og Jonathan hittu oft kónga og þjóðhöfðingja og þá var farið í íslenska þjóðbúninginn. Jonathan klæðist hér hvítum anorakk, sem er þjóðbúningur karla á Grænlandi. Jonathan og Kristjana Motzfeldt sjást hér í fallegum selskinsjökkum. Þau giftu sig árið 1992. Hrafn Jökulsson hefur unnið mikið starf á Grænlandi með Hróknum. ’Þeir eru mjög léttir,brosmildir og hlæjamikið. Þetta er yndislegtfólk. Grænlendingar eru óhemjugóðir við börnin sín og glatt fólk.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.