Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Side 16
Þ að er ekki sérlega tilkomumikið að seilast í tilbúnar persónur til að gefa málatilbúnaði sínum styrk. Hercule Poirot var svo vel löguð týpa af hendi Christie að hún varð sam- ferða kynslóðum lesenda í þúsund löndum sem biðu spenntir eftir nýjustu fréttum af þessum góðkunningja sínum. Og við mörg hver, sem gleyptum í okkur fréttirnar sjóðheitar, þóttumst þekkja viðhorf hans og lífsskoðanir svo vel að geta séð tilsvör hans fyrir áður en komið var að þeirri setningu. Það breytist ekki „Fólk breytist ekki,“ var ein af þeim þekktustu, oft- ast andmæli eða þá muldur sem viðmælandinn heyrði ekki, eftir fullyrðingu sína um það gagnstæða. Íslensk sögupersóna, næsta ókunn, borin við Poi- rot, og varla sett saman af skáldi, lét þess stundum getið að hún hefði alla sína tíð gætt sín á manneskju sem hún hefði séð lauma steinvölu í snjóbolta sinn áður en hún kastaði honum í hinn hópinn í snjókast- inu í skólaportinu. Varfærnin (eða léttu fordómarnir), sagði hún, hafa borgað sig vel á lífsgöngunni í samskiptum við við- komandi. Kastarinn sá þroskaðist vel og dafnaði brátt og kom sér í álit. En hann breyttist ekki. Mun- urinn var aðeins sá að enginn stóð hann að verki síð- ar meir. Einmitt Staðhæfingin um Poirot rifjaðist upp við upphafs- setningu pistils í Andríki í þessum mánuði: „Sama fólkið og lét undan þeim kröfum ESB að íslenskur almenningur gengist í ábyrgð fyrir Icesave virðist nú hafa skuldbundið Ísland gagnvart ESB til að panta ekki nægt bóluefni frá öllum helstu framleið- endum fyrir viðkvæmustu hópa þjóðfélagsins. Í helstu forgangshópum bólusetningar gegn kór- ónuveirunni eru um 90 þúsund Íslendingar. Í þessum hópi eru til að mynda allir sem eru orðnir 60 ára og eldri, langveikir og framlínumenn.“ -Já einmitt, það breytist ekkert, sagði Poirot. Í pistlinum segir svo (bréfritari hefur ekki sann- reynt hann, og þykir óþarft, enda Andríki þekkt fyrir vandvirkni): „Enginn Íslendingur undir 60 ára hefur látist hér á landi með kórónuveirusmit. Um 4.500 Ís- lendingar undir 60 ára aldri hafa hins vegar greinst með smit og þá má gera ráð fyrir að yfir 7.000 á þess- um aldri hafi smitast. Engin andlát. Enda gefur CDC upp dánartíðnina (IFR) 0,003% fyrir 0 – 19 ára og 0,02% fyrir 20 – 49 ára. Að setja þessa hópa í spenni- treyju vegna kórónuveirunnar á sér þá einu mögu- legu réttlætingu að þeir geti borið smit í viðkvæm- asta hópinn en dánartíðni samkvæmt mati CDC fyrir 70 ára og eldri er um 5%. Til að bólusetja 90 þúsund Íslendinga í viðkvæm- asta hópnum þarf 180 þúsund skammta af bóluefnum. Var þá ekki alveg augljóst að panta að algjöru lág- marki 180 þúsund skammta frá öllum helstu bólu- efnaframleiðendum? Engin leið var að vita hver þeirra yrði fyrstur til að koma bóluefni í umferð eða hve virk þau yrðu og hverjar mögulegar langtíma aukaverkanir væru.“ Enn fylgt vondu fordæmi Fleira fróðlegt fylgir í pistlinum sem lesendur geta kíkt í eftir hentugleikum. En þessar hugleiðingar minna á að hluti af pirringi varð þegar á daginn kom að Bretum vegnaði frjálsum mun betur en ESB í slag um að tryggja sínu fólki bóluefni. Þá kom skyndilega skrítið útspil frá Frakklandsforseta um að ekki væri óhætt að nota bóluefni sem Bretar notuðu sem vörn, handa fólki sem væri 65 ára eða eldra! Óneitanlega leit þetta út sem einhvers konar kássa af spælingu og öfund, eins og unglingarnir segja, í garð tjallanna. En svo tilkynntu sóttvarnamenn hér skyndilega að þótt Ísland fengi þetta sama bóluefni þá yrði það ekki notað fyrir fólk eldra en 65 ára vegna þess að einhver yfirvöld á meginlandinu segðu að ekki væri búið að sannreyna hvort slíkt væri í lagi! Það var dálítið eins og þeir sem tilkynntu þetta hér vissu að þetta hljómaði undarlega, því vitnað var til þess eins og sem afsökunar að „norsk yfirvöld“ hefðu tekið sömu afstöðu! Það er búið að brýna alla á því að „vísindamenn“ verði að taka allar ákvarðanir sem snerta fárið (en ekki er þó gert ráð fyrir að þeir beri neina ábyrgð, frekar en embættismenn sem umboðs- maður Alþingis virðist telja að séu endapunktur valds á Íslandi). Norska þjóðin hefur tvívegis hafnað því að ganga í ESB en stjórnkerfið þar og stærsti stjórnarflokk- urinn og stærsti andstöðuflokkurinn hafa fyrir löngu gengið í sambandið. En almenningur hér hlýtur að spyrja sig að því, hvað gerist þegar menn verða 65 ára sem útilokar notkun efnisins sem rannsóknir sýna að henti fólki al- mennt vel. Óneitanlega hljómar þetta eins og hver önnur endaleysa og það styrkir enn þá mynd að Bret- ar gera ekkert með þetta furðutal, hvorki stjórn- málamenn, sem hafa ekkert nema ónýtt þjóð- arumboð, né „vísindamennirnir,“ sem alltaf er látið eins og sé eintalandi hópur, svo ekki sé talað um „stjórnkerfið“ sem á að ráða öllu og helst í öfugu hlut- falli við ábyrgð sína. Var allt í stakasta lagi Enn þykir hið argasta hneyksli að alvarlega hafi ver- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fullvaxið fólk og foringjar feta eins og börn í bandi Reykjavíkurbréf19.02.21 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.