Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021 LESBÓK 22:47FLÝTIVAL FYRIR BÍÓKVÖLD LJÓS DEYFÐ HEIMABÍÓ Í GANG DYRUM LÆST Bíókvöld kerfi virkt SAMSTARFSAÐILI Sérsniðið öryggiskerfi fyrir þitt heimili, enginn binditími. SPRENGJA Sebastian Ramstedt, gítarleikari sænska svartmálmbandsins Necrophobic, sprengdi sprengju í samtali við miðilinn V13 Media á dögunum þegar hann hélt því fram að Jake E. Lee væri ekki bara betri gít- arleikari en kollegi hans Randy Rhoads, heldur miklu betri. „Ég geri mér grein fyrir því að ekki má segja þetta upphátt en þetta er eigi að síður mín trú,“ sagði hann. Rhoads og Lee eru frægastir fyrir að hafa leikið með Ozzy Osbourne á níunda áratugnum en Rhoads, sem lést í flugslysi aðeins 25 ára gamall 1982, er af mörgum talinn einn fremsti gítarleikari málmsögunnar. Spurning hvað aðdáendur Ozzys hafa almennt um þetta að segja. Ramstedt bar einnig lof á Eddie Van Halen og George Lynch úr glysbandinu Dokken í viðtalinu. Lee betri en Rhoads Þessir eru líkast til ekki sáttir við Ramstedt. AFP BÍÓ Fyrsta kvikmynd breska leikstjórans Emer- ald Fennell, Promising Young Woman, hefur fengið glimrandi dóma en almennar sýningar á henni hófust fyrir skemmstu. Um er að ræða svartan kómedíutrylli en hermt er af ungri konu sem hyggur á hefndir vegna atviks sem breytti lífi hennar. Vinkonu hennar var nauðgað með þeim afleiðingum að hún svipti sig lífi. Enginn hefur goldið fyrir ódæðið og mál til komið að láta sverfa til stáls. Breska leikkonan Carey Mulligan fer með aðalhlutverkið og þykir fara á kostum. Af öðrum leikurum má nefna Bo Burnham, Allison Brie, Laverne Cox og Connie Britton. Vel heppnuð frumraun leikstjóra Carey Mulligan og Emerald Fennell. AFP Butler kallar ekki allt ömmu sína. Mergjuð ómennska ÞUNGT Bassafanturinn Terry Butler, sem leikið hefur með geð- þekkum böndum á borð við Death, Massacre, Six Feet Under og Obi- tuary, er kominn í nýtt band sem hlotið hefur nafnið Inhuman Condi- tion. Með honum þar eru trymbill- inn og söngvarinn Jeramie Kling og gítarleikarinn Taylor Nordberg. Inhuman Condition bíður ekki boð- anna en þremenningarnir eru þeg- ar komnir í hljóðver að taka upp sína fyrstu plötu. „Ég er í skýjunum með að vera hluti af Inhuman Condition! Taylor og Jeramie hafa samið nokkur mergjuð og níðþung lög með lykkjum upp um alla veggi. Þetta er hinn fullkomni dauða- málms/þrass-bræðingur og ég get ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra,“ segir Butler. Ótrúlegustu hlutir geta gefiðgömlum og jafnvel löngugleymdum hljómsveitum byr undir báða vængi. Þið munið þegar ómerkilegir og illa þenkjandi menn fóru að póstleggja gró milt- isbrands í akkorði, bráðdrepandi eit- ur, og senda út um allar trissur og tranta í kjölfar hryðjverkaárás- arinnar á tvítyrnið á Manhattan fyr- ir réttum tveimur áratugum. Þið veitið því athygli að ég tala ekki um „tvíburaturnana“, eins og mönnum er tamt hér um slóðir. Ástæðan er sú að orðið „buri“ vísar til einhvers sem er borinn, það er hefur fæðst af móð- ur af holdi og blóði. Turnarnir voru vissulega glæsilegar byggingar á sinni tíð en þeir runnu ekki úr móð- urskauti, heldur voru reistir af kunnáttumönnum í byggingarlist. En það er allt önnur saga. Við vor- um að tala um miltisbrand, eða ant- hrax, eins og óbermið kallast upp á enskuna. Póstfaraldurinn ógurlegi varð einmitt til þess að menn dustuðu rykið af þrassbandinu Ant- hrax, sem átti sitt gullaldarskeið á níunda áratugnum, og Scott Ian, Charlie gamli Benante og félagar voru skyndilega komnir inn á gafl hjá spjallhöfðingjum á borð við Jay Leno og David Letterman. Skífur sveitarinnar seldust á ný eins og heitar lummur – eða gefum okkur það alla vega. Anthrax hefur bara Rafstuð sem aldrei varð Málmbönd eru misfljót að kveikja á perunni. Anthrax nýtti miltisbrandsárásirnar upp úr alda- mótum til að koma sér aftur á framfæri en Tesla klikkaði á rafstuði frá Elon Musk og félögum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Joey Belladonna og Scott Ian í ham með Anthrax á tónleikum árið 2017. Þessir grjóthörðu kyndilberar austurstrandarþrassins eru hvergi af baki dottnir. AFP Frægasta dæmið um að málmband hafi tengt sig við samfélagsumræð- una hlýtur að vera þegar Margrét Thatcher, þáverandi forsætisráð- herra Breta, birtist á umslagi tveggja smáskífna Iron Maiden árið 1980. Bandið var þá að stíga sín fyrstu skref og fékk mikla umfjöllun fyrir vikið en framan á umslagi lagsins Sanctuary mátti skilja það svo að lukkudýr bandsins, Eddie the ’Ead, hefði banað Thatcher, sem gjarnan var kölluð The Iron Maiden eða The Iron Lady í Bretlandi. Á Women in Uniform, smáskífunni sem kom í kjölfarið, var Thatcher á hinn bóginn risin upp frá dauðum og sat fyrir Eddie karlinum á förnum vegi, þungvopnuð með hefnd í huga. Ekki þótti öllum þetta framtak smekklegt en málmbandið Iron Maiden var á allra vörum. Nafnið Iron Maiden vísar einnig í alræmt pynting- artæki frá nítjándu öld en þangað sótti hljómsveitin einmitt nafnið, ekki til Margrétar Thatcher. Banaði forsætisráðherranum Thatcher búin að ná vopnum sínum á Women in Uniform.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.