Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Side 2
Hvað er að frétta? Ég var að leika aðalhlutverkið í þætti sem heitir Hver drap Friðrik Dór? og er svokall- að „mockumentary“, eða plat-heimildar- mynd. Við erum í eins konar hliðarheimi að rannsaka meint andlát söngvarans. Strák- arnir í Snark skrifuðu handritið og hringdu í mig þegar ég var enn í leiklistarskólanum og spurðu hvort ég hefði áhuga á svona skrítnu og steiktu verk- efni. Ég sló til. Hvað ertu búinn að vera lengi í tökum? Við höfum verið í tökum í eitt og hálft ár. Ég er búinn að vera andvaka upp á síðkastið því ég trúi varla að þetta sé í höfn og sé að fara í loftið. Er þá Friðrik Dór látinn í þáttunum? Fólk þarf að sjá þættina til að komast að því. Það má ekki uppljóstra of miklu. Eru þættirnir fyndnir? Ég vona það! Þetta á að vera fyndið drama, eða spennugrín. Leikur Friðrik Dór í þáttunum? Já, og Jón Jónsson. Gerðist eitthvað skondið í tökum? Þetta gekk að mestu eins og smurð vél. Það var reyndar skrítið að taka upp í Norrænu í Færeyjum. Það voru allir að furða sig á hvað væri í gangi. Svo vorum við nánast búin að yfirtaka Þórshöfn því í miðjum Covid-faraldri vorum við þeir einu á ferðinni í bænum. Verður framhald? Já, það gæti verið og þá verður jafnvel tekið upp í fleiri löndum. Morgunblaðið/Ásdís VILLI NETO SITUR FYRIR SVÖRUM Hver drap Friðrik Dór? Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021 Það vita ekki margir – og þið hafið kannski hljótt um það – en tvö af mín-um helstu áhugamálum eru mannanöfn og sverð. Sverð heilluðu mig snemma og ég skylmdist mikið sem barn, á engjum og í rjóðrum. Með þokkalegum árangri. Ég get sagt ykkur allt um Grásíðu, sem var dvergasmíði og beit á allt sem fyrir var, og önnur fræg sverð úr sögunni, svo sem Dragvandil sem Ketill hængur úr Hrafnistu tók af Gusi Finnakonungi dauðum. Síðar þóttist ég hafa himin höndum tekið þegar ég hitti einn fremsta skylmingakappa Bretlands á níunda áratugnum, Bruce Dickinson. Eini heimsfrægi maðurinn sem ég hef látið ljósmynda mig með. Því miður var hvorugur okkar með sverð á myndinni. Mannanöfn hafa einnig verið mér hugleikin frá blautu barnsbeini og þá ekki síst þau sem skera sig úr. Ég er líka mikill áhugamaður um undir- flokka eins og viðurnefni, sumum samferðarmönnum mínum til ama. Í þessu ljósi þarf ekki að koma á óvart að þátturinn Síðasta konungs- ríkið, sem Ríkissjónvarpið sýnir nú á þriðjudagskvöldum, sé í miklu uppá- haldi hjá mér. Ekki nóg með að menn skylmist þar eins og enginn sé morgundagurinn (það á raunar bók- staflega við um margar persón- urnar), heldur eru nöfn manna með allra tilkomumesta móti. Aðalsöguhetjan, Danabaninn Útráður af Bebbanborg, er einn mesti kappi sjónvarpssögunnar; með afbrigðum vígfimur og alltaf skrefi á undan óvild- armönnum sínum, bæði í hreyfingum og hugsun. Eins konar James Bond níundu aldarinnar. Sverðið leikur í höndunum á honum. Fyrir kemur að ég þykjustuskylmist með Útráði í stofunni heima, hundinum til mikillar undr- unar. Ætli hann líti ekki svo á að um helgiathöfn af einhverju tagi sé að ræða. Alltént truflar hann mig aldrei. Nýjasta persónan, sem kynnt var til sögunnar í Síðasta konungsríkinu, er verðandi brúður Játvarðs, krónprins Vestur-Saxa. Hún heitir því mik- ilfenglega nafni Álffljóð. Fljóðin flæða raunar um allt í þáttunum en tilvon- andi mágkona Álffljóðs heitir síst lakara nafni, nefnilega Aðalfljóð. Mergjað nafn og óskiljanlegt hvers vegna ekkert slíkt er að finna í þjóðskrá. Við brenndum líka af dauðafæri þegar við klikkuðum á því að nota nafnið sem titil meðan fegurðarsamkeppnir voru enn í tísku hér í fásinninu. Unnur Steinsson, aðalfljóð Íslands, hljómar margfalt betur en Unnur Steinsson, fegurðardrottning Íslands. Ekki satt? Annars er Játvarður þessi sonur Alfreðs mikla konungs Vestur-Saxa (sem í raun og sann var til) en hann er sonur Aðalúlfs konungs. Bræður Alfreðs ríktu allir á undan honum, Aðalbaldur, Aðalbert og Aðalráður. Hvert nafnið er öðru betra og bersýnilega lítið um aukamenn í þessari ætt. Í nafni sverðsins Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Fyrir kemur að égþykjustuskylmist meðÚtráði í stofunni heima,hundinum til mikillar undrunar. Lilja Þormar Nei, ekki beint, en eftir að ég las bókina hennar Sigríðar Hagalín þá veit maður að ýmislegt getur gerst. SPURNING DAGSINS Hræðist þú jarð- skjálfta? Emil Aron Sigurðarson Já, svona stóra. Eir Ólafs Mér finnst þeir ekkert þægilegir en er ekki hrikalega hrædd við þá. Hreiðar Snær Elíasson Nei. Alls ekki. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Þorkell Þorkelsson Hver drap Friðrik Dór?-serían kom í heild sinni inn í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 25. febrúar. Hver drap Friðrik Dór? er fyrsta sjónvarpsþáttaframleiðsla Snark. STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.