Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Page 12
L
íklega ættum við ekki að halda upp á
eins árs afmæli vágestsins sem lagt
hefur heiminn á hliðina. En á þessum
tímamótum er fróðlegt að horfa til
baka og skoða áhrif veirunnar og
hvaða lærdóm má draga af árinu.
Blaðamaður Sunnudagsblaðsins fór á stúfana
og ræddi við fólk sem veiran hafði meiri áhrif á en
okkur hin, þótt vissulega færi enginn jarðarbúi
varhluta af henni. Þrír viðmælendur hafa áður
komið í viðtal en hafa nú allt aðra sýn en áður, þar
af eru tvær konur sem fengu Covid og súpa enn
seyðið af því. Már Kristjánsson fræðir okkur um
hvað læknar hafa lært og talar um bóluefnin og
framtíðina. Einnig er rætt við hjúkrunarfræðing í
rakningarteyminu og ljósmyndara Landspítalans.
AFP
Eitt ár með
veirunni
Í dag, sunnudag, er eitt ár frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist
á Íslandi. Af því tilefni lítur Sunnudagsblaðið yfir farinn veg og ræðir
við fólk sem hefur reynslu af veirunni á einn eða annan hátt.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
KÓRÓNUVEIRAN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
Eftir að hafa unnið sem sjálfboðaliði í far-sóttarhúsinu hafði ég skráð mig í bak-varðasveitina af því ég er hjúkrunar-
fræðingur þótt ég hafi aldrei starfað sem
slíkur. En ég gróf upp hjúkrunarleyfið og setti
mig á listann. Það var nú kannski af því að ég
er svo stjórnsöm að eðlisfari að mér fannst að
þessi faraldur þyrfti á mér að halda. Er ekki
annars hollt fyrir miðaldra húsmæður að
henda sér aðeins í vinnuna?“ segir Helga
Sverrisdóttir og hlær.
Kveðin í herinn
Helga var kölluð til í rakningarteymið strax
um miðjan mars 2020, en teymið er skipað
bæði hjúkrunarfræðingum og lögreglumönn-
um sem vinna í nánu samstarfi við Covid-
göngudeild og farsóttarhús. Í teyminu er unn-
ið við að rekja smit, hringja í fólk og setja í ein-
angrun og sóttkví, sem og leysa ýmis
vandamál sem upp koma varðandi veiruna.
„Mér leið eins og væri verið að kveða mig í
herinn. Ég var spurð hvort ég gæti komið í
100% vinnu, og líka um páskana. Ég tók
vinnunni og það teygðist nú aðeins úr og ég hef
verið í þessu síðan. Þessi tími hefur verið ótrú-
lega fróðlegur og lærdómsríkur,“ segir Helga.
„Við vinnum á vöktum, kvölds og morgna og
um helgar. Við sjáum þegar ný jákvæð sýni
detta inn í sameiginlegan grunn og tökum þá
hvert einasta tilfelli og greinum hvort þarf að
setja fólk í sóttkví. Við höfum þá samband við
fólk til að fá það til að rekja ferðir sínar. Oft
vissi fólk ekkert hvar það hafði smitast en um
leið og það rakti ferðir sínar vissum við oft
hvaðan smitið kom. Það voru margir staðir
sem voru „heitir“. Oft þegar mikið var að gera
sáum við alls kyns mynstur og stundum vissi
maður nánast fyrir fram hvar fólk hefði smit-
ast,“ segir hún og segir að smitrakningarappið
hafi stundum komið sér vel, en flestir hafi get-
að rakið ferðir sínar.
„Við gátum ekki rakið alveg öll smit en
næstum öll. Sum smit gátum við líka rakið
seinna eftir raðgreiningum, fólk sem hafði ver-
ið á sömu stöðum en var ótengt.“
Fólk í Covid-rómantík
„Þegar mest var að gera voru allt að sjö hjúkr-
unarfræðingar á vakt og fjórir lögreglumenn
og oft var fólk á vakt frá níu á morgnana til ell-
efu á kvöldin til að komast yfir smit dagsins.
Stundum var brjálað að gera en það var líka
gaman. Það gerðist auðvitað oft margt spaugi-
legt,“ segir hún.
„Sumir voru kannski búnir að vera með ein-
hverjum sem þeir áttu ekkert að vera með.
Fólk sem átti alveg að vita betur. Maður lenti í
alls konar,“ segir Helga og segir hafa komið
upp tilvik þar sem manneskja í einangrun hafi
laumast til að heimsækja kærastann eða kær-
ustu. Þá hafi fólk fengið ávítur.
„Stundum var fólk svolítið lúpulegt.“
Setti líf fólks á hvolf
Þau eru ófá símtölin sem Helga hefur hringt
og margir sem hún hefur sent í sóttkví. Helga
segir langflesta hafa sýnt mikið æðruleysi og
brugðist vel við. Sum símtölin hafi þó tekið á.
„Ég skal alveg viðurkenna til dæmis að þeg-
ar ég þurfti að setja hárgreiðslukonu í sóttkví
alla vikuna fyrir jól að ég var alveg að fara að
gráta. Ég var að setja líf fólks gjörsamlega á
hvolf og það var ekkert auðvelt. En ekkert af
þessu hefur verið auðvelt,“ segir Helga og
nefnir að í einstaka tilviki hafi fólk brugðist illa
við.
„Það var kostur að í teyminu væru bæði
hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn því það
reyndist frábær blanda. Stundum þurfti blíðar
hjúkrunarfræðings-
raddir og stundum
ákveðnar lögreglu-
raddir.“
Hvað var erfiðast
við starfið?
„Þegar það kom
upp hópsmit á
Landakoti, Eyrar-
bakka og Reykja-
lundi. Það var mjög
þungbært. Jákvæðu sýnin hrúguðust inn, frá
aðstandendum, starfsfólki og sjúklingum. Þá
þurfti maður líka að setja viðkomandi aðila í
einangrun, veikt fólk sem var kippt burt úr öll-
um aðstæðum og því fólki fannst það al-
gjörlega hjálparvana. Þetta fólk þurfti þá að
horfa upp á vinnustaðinn sinn eða heimili að-
standenda sinna í algerri upplausn og starfs-
fólkið á sjúklinga sína mikið veika. Þarna kom-
umst við næst því að missa tökin á
faraldrinum. Þessi helgi gleymist aldrei,“ segir
Helga.
„Svo var ég að vinna á aðfangadag og þurfti
að setja menntaskólastrák í sóttvarnahús
klukkan hálfsex. Það var ekki auðvelt fyrir
mömmuhjartað.“
Allir jafnir gagnvart Covid
Helga segist í gegnum vinnuna hafa kynnst ís-
lensku þjóðfélagi með öllu sínu litrófi. Kór-
ónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þurfti
Helga að tala jafnt við
bágstatt fólk sem þau
betur efnuðu, útlend-
inga og Íslendinga,
konur sem karla.
„Mannlífið er þarna í
sinni tærustu mynd.
Ég þurfti að setja
bláfátæka erlenda
verkamenn og fólk sem
bjó við erfiðar félags-
legar aðstæður í sóttkví. Og ég þurfti líka að
setja forseta Íslands í sóttkví! Það eru allir
jafnir gagnvart Covid,“ segir Helga.
Helga nefnir einnig að oft hafi hún þurft að
senda fólk í sóttkví eða einangrun sem var við-
kvæmt fyrir.
„Það er mikið sjokk að greinast með Covid
og kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Sumir voru að ganga í gegnum skilnað, aðrir
voru með langveik eða einhverf börn. Sumt
fólk var bara bugað fyrir og það bætti ekki á að
fá svona fréttir. Það gat verið mjög erfitt og þá
fannst því gott að eiga sínar hjúkkur að,“ segir
Helga og segir að í seinni bylgjum hafi verið
mikið rætt um langtímaáhrif sem gerði fólk
mikið hræddara við kórónuveiruna.
Vonast til að verða rekin
„Ég var stundum mjög leið yfir líðan og að-
búnaði fólks. Aðstæður fólks eru víða erfiðar;
ekki síst meðal erlends vinnuafls. Ég sá líka
mikla fátækt og upplifði það að fyrir suma var
tilhugsunin að vera lokaður inni með sínum
nánustu óbærileg. Ég hef orðið vitni að öskr-
um, látum og hótunum í gegnum símann, og
þess vegna var svo gott að hafa líka lög-
reglumenn í teyminu. Við höfum stundum
þurft að senda lögreglubíl á staði til að meta
hvort það þyrfti að grípa til aðgerða.“
Undanfarið hefur verið rólegt hjá Helgu,
enda hefur aðeins þurft einn úr teyminu á vakt
þar sem engin smit hafa greinst í vel yfir mán-
uð. Helga er því á bakvakt og vonar að hún
þurfi ekki að snúa aftur til starfa. Hún segist
munu sakna vinnufélaganna en ekki veir-
unnar.
„Þetta er eina starfið sem maður vonast til
að verða rekinn úr,“ segir hún og bætir við að
lokum: „Ég hef sjálf verið heppin og mín fjöl-
skylda og höfum við hvorki smitast né lent í
sóttkví. Mig langar ekkert að fá þetta!“
HELGA SVERRISDÓTTIR
Helga segir árið með rakningarteyminu hafi verið afar lærdómsríkt en erfitt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Setti forsetann
í sóttkví
’Ég skal alveg viðurkenna tildæmis að þegar ég þurfti aðsetja hárgreiðslukonu í sóttkvíalla vikuna fyrir jól að ég var al-
veg að fara að gráta. Ég var að
setja líf fólks gjörsamlega á hvolf
og það var ekkert auðvelt.