Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Qupperneq 14
KÓRÓNUVEIRAN
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
Ég áttaði mig strax á því aðþarna var stór atburður áferðinni og að skrásetja þyrfti
hann í myndum. Á sama tíma var
ljóst að ekki væri hægt að hleypa fjöl-
miðlum eða neinum utanaðkomandi
inn á spítalann og var það því á mín-
um herðum, og kvikmyndatöku-
manns spítalans, að skrásetja í
myndum ástandið,“ segir Þorkell
Þorkelsson ljósmyndari Landspít-
alans.
Friðhelgi sjúklings
„Starfið breyttist eiginlega á einni
nóttu. Ég var ekki mikið að mynda
Covid-veikt fólk þótt ég sæi það allt í
kringum mig. Við vorum að skrásetja
starfið en hlutverk spítalans er auð-
vitað að vernda sjúklinga, þannig að
ég var ekki vaða ofan í fólk með
myndavélina þegar það var á við-
kvæmasta tímabili í lífi sínu. Ég var
að reyna að ná því sem var að gerast
án þess að rjúfa þau helgu vé sem
friðhelgi sjúklingsins er. Þetta var
línudans; að mynda nóg án þess að
vera byrði á starfsfólkinu,“ segir Þor-
kell og segist varla hafa tekið sér frí í
ár.
„Þetta hefur reynt talsvert á, það
er aldrei alveg hlé. En ég er alls ekki
að kvarta!“
Alveg hættur að sjá
Þorkell þurfti gjarnan að klæðast
fullum hlífðarbúningi og segir oft
hafa verið erfitt að athafna sig við
myndatökur.
„Svo þurfti maður að setja mynda-
vélina í plastpoka og þar af leiðandi
sá maður ekki vel í gegnum linsuna.
Svo ertu með hlífðargleraugu sem
hjálpa ekki og þar að auki grímu sem
veldur því að gleraugun móðast.
Þarna er maður alveg hættur að sjá.
Ég þurfti bara svolítið mikið að giska
og reiða mig á reynsluna mína sem
blaðaljósmyndari,“ segir Þorkell og
segist ekki hafa verið hræddur um að
smitast.
„Ég vissi auðvitað að það væri
möguleiki. Ég þurfti að huga að eigin
öryggi og þeirra í kringum mig um
leið og ég var að uppfylla mína skyldu
að skrásetja vinnuna og miðla henni
til umheimsins í formi frétta,“ segir
Þorkell og segir starfsfólkið hafa
staðið sig frábærlega.
„Það sýndi allt það besta sem í því
ÞORKELL ÞORKELSSON
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítalans, og Ásvaldur Kristjánsson, kvikmyndatökumaður Landspítalans, þurftu
oft að klæðast hlífðarbúningi við vinnu sína nú í faraldrinum. Þorkell skellti í eina sjálfu í spegli til að sýna aðstæður.
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Álagið var
alltumlykjandi
Það er svo ótrúlega margt semvið höfum lært á þessu ári,“segir Már Kristjánsson, yf-
irlæknir á smitsjúkdómadeild Land-
spítalans, þegar hann er beðinn um
að líta til baka yfir kórónuveiruárið.
„Við höfum séð betur hvað veiru-
sýking getur verið erfið fyrir líkam-
ann. SARS-CoV-2 er eins og kvef-
veira en hingað til höfum við þekkt
kórónuveirur eftir að þær hafa í raun
misst öll bitjárnin. Þær eru greinilega
mjög skæðar fyrst þegar þær koma
úr dýraríkinu og í mannfólkið og við
þá mjög næm fyrir þeim,“ segir Már.
„Hluti fólks sem smitast getur far-
ið mjög illa út úr veikindunum, eins
og gögnin sýna. Fimmti hver sem
smitaðist af kórónuveirunni varð illa
veikur og af þeim var fjórðungur fár-
veikur eða lést.“
Viðvarandi taugaeinkenni
Langtímaáhrif veirunnar eru að
koma í ljós eftir því sem tíminn líður,
að sögn Más.
Hann segir að fólki sem finni fyrir
einkennum löngu eftir smit sé beint
til heilsugæslunnar en þeim sem voru
mjög alvarlega veikir hafi verið vísað
til lungnalækna í eftirfylgni og í rann-
sóknarskyni.
„Örfáir hafa komið til okkar á
göngudeild með einkenni sem rekja
megi til Covid-veikinda og svo eru
talsvert margir sem farið hafa í
endurhæfingu á Reykjalund. Oft er
það fólk sem var hvað veikast; fólk
sem lenti á gjörgæslu,“ segir Már.
„En jafnvel þó að fólk hafi ekki ver-
ið mikið veikt, þá eru margir sem fá
lotubundin einkenni. Fólk er kannski
sæmilegt í nokkra daga en verður svo
afar þreytt, og jafnvel með heilaþoku,
næstu daga,“ segir Már og útskýrir
að margar aðrar veirur geti einnig
valdið ýmsum heilsufarslegum
vandamálum, jafnvel svo mánuðum
skiptir.
„Þetta einskorðast ekki við Covid,
en gerist líka eftir Covid-sýkingu. Við
köllum þetta Post Viral Fatigue, eða
þreytuheilkenni í kjölfar veirusýk-
ingar. Það lenda ekki allir í þessu, en
við vitum ekki hve margir það eru.
Það er ábyggilega vanmetið hjá okk-
ur hversu mikil áhrif veiran hefur inn
í taugakerfið,“ segir Már og nefnir að
Víðir Reynisson hafi einmitt nefnt ný-
lega að hann væri enn með bragð- og
lyktarskynstruflun.
„Það er klárlega taugaeinkenni;
einhver starfræn truflun. Nokkrir
hafa viðvarandi taugaeinkenni, þótt
þau muni ganga til baka hjá þorra
fólks.“
Lyf, reynsla og þekking
Bjuggust þið við færri tilvikum af Co-
vid eða fleiri?
„Okkar stærsti ótti var að lenda í
því sem mörg lönd lentu í, að fá yfir-
fyllingu á okkar getu. Það gerðist
ekki, og alls ekki í seinni bylgju. Þá
voru fleiri einstaklingar sem greind-
ust heldur en í fyrri bylgjunni, en
færri sem þurftu að leggjast á gjör-
gæslu. Að vísu létust fleiri þá, en það
tengdist Landakoti. Það var sá hópur
sem við vorum alltaf að reyna að
verja, en tókst ekki sem skyldi,“ segir
Már og segir ný og betri lyf hafa skipt
sköpum síðasta haust.
„Í fyrstu bylgju vorum við að nota
lyf sem í tilraunaglösum virtust
hjálpa en svo kom á daginn að voru
gagnslaus. En í sumar fengum við
sértæk veirulyf, eins og Remdesivir,
og aukna þekkingu á beitingu bæði
veirulyfja og bólguhemjandi lyfja.
Kerfið okkar var smurðara, en í
fyrstu bylgju þurftum við að leika
þetta af fingrum fram. Ég tel að nýju
lyfin og þekkingin hafi hjálpað okkur
að glíma við veiruna í seinni hlut-
anum,“ segir Már og segir marga
hafa velt fyrir sér hvort veiran hafi
verið mildari í haust en í vor.
„Ég held það hafi ekki verið tilfellið
því í þeim svæsnu tilvikum sem við
sáum dró veiran ekkert af sér. En að
geta komið í veg fyrir að fólk lenti
inni á spítala eða á gjörgæslu, fyrir
tilstilli göngudeildarinnar var okkar
stærsti sigur.“
Fram úr björtustu vonum
Talið berst að bólefnum sem nú
streyma til landsins og eru frá hinum
ýmsu lyfjafyritækjum, eins og Pfizer,
Moderna og AstraZeneca.
Hefur þú fulla trú á öllum þessum
tegundum?
„Já. En þau eru mismunandi og
hafa mismunandi eiginleika. Ég er
mjög hlynntur þessum kjarnsýru-
bóluefnum, eins og þeim frá Pfizer og
Moderna,“ segir Már og segir slík
bóluefni búin til á grunni mikillar
reynslu og þekkingar.
„Þessi sértæku bóluefni sem RNA
kjarnsýrubóluefni eru, opna dyr inn í
gríðarlegar framfarir í bólusetn-
ingum og meðferð ýmissa sjúkdóma
þegar til lengri tíma er litið. Við erum
að upplifa mjög merkilega tíma hvað
það varðar,“ segir Már og segir ótrú-
legt hversu fljótt tókst að búa til bólu-
efni við Covid.
„Þetta fór fram úr okkar björtustu
vonum. Þegar ég var spurður fyrir ári
síðan hvenær kæmi bóluefni, svaraði
ég að það myndi taka mörg ár, kannski
áratugi. Það voru einhverjir sem
þekktu betur fræðasviðið sem sögðu að
þetta gæti gerst á einu ári. Ég hafði
miklar efasemdir um það. En það gerð-
ist, og það gerðist fyrir tilstilli sam-
stillts átaks mjög margra aðila.
Vísindasamfélagið, viðskiptasamfélagið
og eftirlitsaðilasamfélagið lögðust öll á
eitt að flýta ferlinu, án þess að gefa af-
slátt af öryggiskröfunni. Og það tókst.
Sumir spyrja þá, er þetta ekki bara
einhver tilraunamennska? En það er
það ekki. Það er verið að byggja á ára-
tuga langri reynslu. Helsta vand-
kvæðið var að við höfðum ekki reynslu
af svona massabólusetningu með
kjarnsýrubóluefni,“ segir Már.
„Svo eru til margar tegundir sem
ekki eru RNA-kjarnsýrubóluefni,
eins og AstraZeneca. Það er mjög
gagnlegt fyrir einstaklinga undir 65
ára aldri með hraust ónæmiskerfi en
virðist hafa minni virkni í eldra fólki.
Við munum nota það fyrir yngra fólk-
ið þar sem það er afar áhrifaríkt.“
Gott rannsóknartækifæri
Már bindur miklar vonir við heilsu-
rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar
og segir að þegar öll kurl verði komin
til grafar geti sú rannsókn varpað
skýru ljósi á afleiðingar kórónuveir-
unnar.
„Þessi rannsókn er enn í gangi og
búið að bjóða öllum sem voru í fyrstu
MÁR KRISTJÁNSSON
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, segist aldrei hafa
getað ímyndað sér að bóluefni kæmi svona fljótt á markaðinn sem raun bar vitni.
Morgunblaðið/Ásdís
Munum fá
svona veirur
oftar en sjaldnar
’Við köllum þetta PostViral Fatigue, eðaþreytuheilkenni í kjölfarveirusýkingar. Það lenda
ekki allir í þessu, en við
vitum ekki hve margir
það eru. Það er ábyggi-
lega vanmetið hjá okkur
hversu mikil áhrif veiran
hefur inn í taugakerfið.