Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Side 19
Einlæg gleði skín úr hverju andliti eftir úrslit í Skrekk árið 2019 en þá sigraði Hlíðaskóli.
Morgunblaðið/Hari
„Ég hef tvisvar tekið
þátt í Skrekk og bæði
skiptin voru frábær.
Ég lærði svo margt
sem ég hefði ekki
getað lært í skólanum
með bók í hendi,“
segir Kári Freyr Krist-
insson, nemi í 2. bekk
í Versló, áður nemi í
Árbæjarskóla.
„Í dag er ég í stjórn Skrekks. Það
má segja að Skrekkur hafi elt mig
upp í menntaskóla. Þetta var svo
skemmtilegt. Ég verð enn spenntur á
haustin þegar Skrekkur er að byrja,“
segir hann.
„Árbæjarskóli vann bæði árin sem
ég tók þátt, en hann hefur unnið
þrisvar sinnum. Ég hef sjaldan verið
jafn stoltur og þegar við unnum
Skrekk.“
Sjaldan verið
eins stoltur
28.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Hlupu allsber af gleði
„Þessi viðburður skiptir krakkana rosalega
miklu máli og ég veit að krökkunum í Garðabæ
og Hafnarfirði finnst leiðinlegt að fá ekki að
taka þátt,“ segir Harpa Rut og útskýrir að
Skrekkur átti þrjátíu ára afmæli árið 2020 en
sökum kórónuveirunnar þurfti að fresta
Skrekki í fyrra. Búið er að færa Skrekk 2020
til nokkrum sinnum.
„Þetta er fjórða dagsetningin. Við erum að
halda Skrekk 2020 í mars 2021 og munum svo
halda Skrekk 2021 í nóvember. Núna vegna kór-
ónuveirunnar hefur félagslíf krakkanna verið
takmarkað og það var fallegt þegar ein stelpa í
10. bekk, sem er að taka þátt í síðasta sinn, sagði
að Skrekkur væri ljósið í myrkrinu í Covid.“
Harpa Rut segir að mikið stolt fylgi því að
vinna Skrekk.
„Ég man þegar ég var að kenna í Austur-
bæjarskóla og krakkarnir unnu Skrekk að þau
fóru upp í Hallgrímskirkju og hlupu allsber í
kringum kirkjuna. Þau fríkuðu svo mikið út
því þetta var svo mikil gleði,“ segir Harpa Rut
og hlær.
Ekkert nema jákvætt
Síðastliðið haust kom út meistararitgerð um
Skrekk og áhrif þátttöku á unglinga. Höf-
undur er Jóna Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt við
Háskóla Íslands. Ber ritgerðin nafnið: Að
vekja listina í sjálfum sér: ávinningur nemenda
af þátttöku í Skrekk, hæfileikakeppni grunn-
skóla Reykjavíkurborgar.
Jóna Guðrún vann rannsókn um Skrekk
ásamt Rannveigu Björk Þorkelsdóttur, dósent
hjá HÍ, og skrifuðu þær grein um niðurstöður
sínar í Netlu, rannsóknarriti Háskóla Íslands.
Jóna Guðrún segir Skrekk hafa afar jákvæð
áhrif á unglinga sem skilar sér meðal annars í
auknu sjálfstrausti og betri félagslegum
tengslum.
„Krakkarnir valdeflast með því að fá að ráða
sjálf verkefninu. Sjálfstraust þeirra eflist og
með þessari samvinnu efla þeir hver annan til
frekari afreka. Vinnuandinn er mjög jákvæður
og krakkarnir þjálfast í að vinna saman, hlusta
á hver annan og taka tillit. Niðurstöður rann-
sóknarinnar voru mjög jákvæðar, en við töl-
uðum við nemendur, kennara og skólastjórn-
endur,“ segir Jóna Guðrún.
„Félagsleg tengsl eflast mikið. Þau taka
margt jákvætt með sér út í lífið,“ segir Jóna
Guðrún og segist nú halda áfram að rannsaka
áhrif Skrekks.
„Næst er að kanna hvaða áhrif Skrekkur
hefur á skólabraginn.“
Harpa Rut tekur í sama streng og segir allt
jákvætt við Skrekk.
„Niðurstöður Jónu Guðrúnar styðja það
sem ég hef séð og það er að Skrekkur hefur
bara jákvæð áhrif á krakkana. Þeir tala um
hvernig þeir fara út fyrir þægindarammann og
sjá að þeir geta meira en þeir trúðu að þeir
gætu gert. Þeir eru að kynnast krökkum úr
öðrum árgöngum sem þau hefðu annars ekki
gert og eru að eignast vini til lífstíðar. Þau eru
búin að rífast og hlæja og gráta saman og kom-
ast svo að sameiginlegri niðurstöðu og enda
síðan á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Það
er magnað.“
Krakkarnir í Klettaskóla hafa tekið þátt í Skrekk þrisvar og verða nú með í fjórða sinn.
Ljósmynd/Anton Bjarni
Morgunblaðið/Hari
Krakkarnir í Austurbæjarskóla lögðu mikla vinnu í búninga árið 2012 eins og sjá má.
Morgunblaðið/Hari
Árbæjarskóli sigraði í
Skrekk árið 2017 og
gleðin var að vonum mikil.
Kári Freyr
Kristinsson