Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
HEILSA
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Sofðu betur í
hreinum rúmfötum
Sigrún Ágústsdóttir er mikiðnáttúrubarn. Í raun elskar húnað vera úti í náttúrunni; að
upplifa hana og njóta. Hún hefur alla
tíð verið dugleg að hreyfa sig og í dag
stundar hún meðal annars göngur,
skíði og sjósund sér til heilsubótar.
Sigrún er sjötug að aldri og starfar
sem leikskólakennari í Mosfellsbæ.
Hluti af starfi hennar í dag felur í sér
að fara með börnin í göngutúra og
kenna þeim að njóta umhverfisins.
„Ég er sérlega lánsöm með leik-
skólastjóra á mínum leikskóla því hún
tók mjög vel í þá beiðni mína að fara
með börnin út í göngutúra. Við förum
í fjallgöngur, skógarferðir, upp með
ánni og ýmsar fleiri áhugaverðar leið-
ir þar sem við skoðum náttúruna og
heilsum upp á hunda, hesta og hænur
ásamt því góða fólki sem á vegi okkar
verður,“ segir Sigrún.
„Börnin verða slakari í þessari úti-
veru. Þau taka betur eftir umhverfinu
og læra að hlusta. Það er ekki óalgengt
að þau stoppi og biðji um að fá að
hlusta. Þetta er ómetanleg samvera.“
Mikilvægt að upplifa að
maður hafi nægan tíma
Sigrún er einnig í öðrum sérverk-
efnum fyrir bæinn er varða börn og
stuðning við þau.
„Í öllum mínum verkefnum, hvort
sem er persónulega eða faglega, leit-
ast ég við að gera lífið betra. Ég er já-
kvæð að upplagi, gef mér rými og
heimild til að njóta og tek mig ekki
alltof alvarlega,“ segir hún og hlær.
Henni finnst nauðsynlegt að vera
opin fyrir tækifærum dagsins. Að
vera ekki of niðurnjörvuð þannig að
hún geti tekið á móti vinum, farið í
sjósund, göngu eða hvað sem upp
kemur með stuttum fyrirvara.
„Þetta er allt spurning um við-
horfið fyrir tímanum. Að upplifa að
maður hafi nægan tíma, því þá hefur
maður nægan tíma.“
Reglur og fastir vanar eiga ekki
upp á pallborðið hjá henni í dag. Hún
segist stundum eiga erfitt með að
vakna á morgnana, sér í lagi ef hún
hefur vakað fram eftir, sem hún
bendir á að sé kannski af því að henni
finnst gott að sofa á morgnana og það
sé bara í góðu lagi.
„Góð heilsa fyrir mér er að líða vel í
eigin skinni, andlega jafnt sem líkam-
lega, og að geta gert það sem hug-
urinn vill. Ég þakka fyrir að vera virk
í lífinu, að geta gert það sem mér
finnst bæði skemmtilegt og hollt.“
Sigrún er með það viðhorf að
hreyfing sé ekki skylda heldur
hreyfir hún sig af því hana langar
til þess og hefur þörf fyrir það.
Hún segir að þá morgna sem hana
langar að vakna snemma fari hún í
sund og syndi þá 1.000 m áður en hún
heldur til vinnu. Ekki af því það sé
eitthvað sem hún verði að gera heldur
sé það þá eitthvað sem hana langar að
gera.
„Hreyfing og heilnæmur matur
eru mér mikilvæg. Mér finnst til
dæmis mjög gaman að elda mat frá
grunni. Þannig hlúi ég að heilsu minni
og nýt mín. Ég borða hreinan mat,
gæti að vítamínum og öðrum næring-
argjöfum til að kroppurinn haldi í við
hugann og veiti mér áfram þá gleði að
geta verið virk í lífinu. Ég hef þó aldr-
ei upplifað mig þannig að ég setji mig
og heilsuna í fyrsta sæti heldur hef ég
einfaldlega verið að gera það sem
mér finnst skemmtilegt. Mér finnst
til dæmis sælgæti oft skemmtilegt og
þegar ég borða það nýt ég þess líka.“
Samvera og góðar stundir
Sigrún á stóra fjölskyldu; þrjú börn,
tengdabörn og fjórtán barnabörn.
Hún veit fátt skemmtilegra en að fá
þau öll tuttugu talsins í mat og segir
hún það veita sér mikla gleði. Eins er
ömmuhlutverkið henni mjög mik-
ilvægt.
„Það er fátt skemmtilegra en þeg-
ar barnabörnin koma og gista og eru
mér til ánægju og yndisauka.
Ég hef alltaf lagt mikið upp úr
samveru með börnunum mínum og
barnabörnum.
Jólagjöfin til barnabarnanna var til
dæmis tímar í myndlist. Ég var svo
heppin að finna kennara sem vildi
taka hópinn í myndlistartíma; við vor-
um á aldrinum fjögurra ára til sjötugs
í tímanum. Sú samvera var einstök,“
útskýrir Sigrún með hlýju brosi.
Henni finnst mikilvægt að for-
eldrar séu góðar fyrirmyndir barn-
anna sinna því eins og málshátturinn
segir þá læra börnin það sem fyrir
þeim er haft. Í raun séu hlutirnir ekki
miklu flóknari en það.
„Ég var lánsöm að geta verið
heima með börnunum mínum og fór
ekki að vinna fyrr en þau voru orðin
stálpuð. Það var mikilvægur tími
bæði fyrir mig og börnin, alveg ein-
staklega skemmtilegur tími. Að geta
haft drekkutíma fyrir þau og vini
þeirra, rætt við þau og hlustað var
dásamlegt.“
Spennandi verkefni
Sigrún segir það einnig mikilvægt að
eiga góðar vinkonur og þar sé hún
lánsöm því hennar séu einstaklega
vandamálalausar og til í að gera
skemmtilega hluti eins og að hoppa í
sjóinn, eiga saman spilakvöld, fara í
bústað, á skíði, fjórhjól, kajak og
margt fleira.
„Lífið er skemmtilegt og það er al-
veg óþarfi að flækja það. Ég hef alltaf
val og hef valið að gera mér gott,
njóta fjölskyldunnar, vinkvennanna,
rækta andann og gera skemmtilegar
hreyfingar,“ segir hún.
Sigrún kann margar góðar sögur
af því að vera amma og hefur hún það
fyrir sið að reyna að segja ekki nei við
barnabörnin.
„Vegna þessa hef ég verið fengin í
alls konar áhugaverð verkefni. Ég
man sem dæmi eitt sinn að barna-
barnið mitt, þá fjögurra ára, kom
heim til mín þar sem ég bjó stutt frá
heimili hans. Hann var með nokkrum
vinum sínum og þeir voru að leita að
góðum markmanni. Ég sagði að sjálf-
sögðu já og stóð í marki hjá þeim og
þeir skemmtu sér bara held ég jafn
vel og amman.“
Sálin eldist ekki þótt
líkaminn þroskist
Sigrún er á því að sálin eldist ekki
þótt líkaminn þroskist og því sé
ákveðin kúnst að halda líkamanum í
lagi til að geta gert það sem sálin þrá-
ir að gera.
Besta leiðin til þess sé að fara af
stað, prófa hlutina og halda alltaf
áfram þótt efasemdir komi upp og
takmörkuð geta sé stundum fyrir
verkefnin. Rétt eins og þegar hún
steig inn í að vera markmaður á sín-
um tíma fyrir strákana.
Hún kann fleiri sögur af sér með
börnunum úti að ganga þegar þau
hefur dreymt um að gera hluti í nátt-
úrunni sem hún hefur kannski ekki
gert áður. Ef hún segir já og fer með
þau á staðinn er oft ótrúleg skynsemi
á bak við beiðnirnar hjá börnunum.
Stundum eru draumarnir þannig að
hvorugur aðili þorir að láta verða af
því, svo sem að stökkva niður foss, en
stundum geta líka litlir krakkar þráð
að klappa sem dæmi hesti og þá er
gott að hafa trausta manneskju með
sér sem kann að njóta alls þess sem
náttúran og dýrin hafa upp á að
bjóða. Það kann Sigrún betur en
margir aðrir.
Stefán Sigurðsson, Ragna Sara Jónsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Eva María Jóns-
dóttir, Hildur Pétursdóttir, Hjörleifur Jónsson og Sigurpáll Scheving.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Góð heilsa
er að líða vel í
eigin skinni“
Það er eitthvað við Sigrúnu Ágústsdóttur sem
heillar. Það er eins og hún hafi fundið töframeð-
alið sem fólk leitar að. Leiðina til að eldast fallega í
sátt við náttúruna, menn, konur og ekki síst börn.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Sigrún sér
ekki gagn í því
að flækja lífið.