Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
LESBÓK
GLÆPIR Fjórða serían af bresku glæpaþáttunum Unfor-
gotten hóf göngu sína á ITV í Bretlandi í vikunni. RÚV hef-
ur sýnt fyrri seríur og þessi hlýtur að skjóta bráðlega upp
kollinum á skjám landsmanna. Sem fyrr er gamalt og óleyst
mál í brennidepli. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sunny Khan
hefur rannsókn eftir að sundurlimað lík kemur í leit-
irnar en grunur leikur á að það hafi verið geymt í
frysti svo áratugum skiptir. Vinnufélagi hans, Cassie
Stuart, hefur látið af störfum hjá lögreglunni til að
sinna öldruðum föður sínum sem þjáist af elliglöpum
en snýr fljótt aftur af tæknilegum ástæðum, eins og
það er orðað í kynningu á þáttunum. Það eru sem
fyrr Nicola Walker og Sanjeev Bhaskar sem fara
með aðalhlutverkin í Unforgotten.
Sundurlimað lík í frysti
Nicola Walker
leikur Cassie
Stuart.
AFP
SÖKNUÐUR Leik- og sjónvarpskonan Va-
lerie Bertinelli kveðst upplifa sorgarskömm
eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar, gít-
arleikarinn Eddie Van Halen, féll frá síðasta
haust. Ástæðan sé sú að þau hafi skilið árið
2007 og bæði komið sér upp nýjum maka eftir
það. „Þetta er undarlegt. Sorgarskömm er
eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei henda
mig,“ sagði hún í sjónvarpsþættinum Today.
„Ég þekkti manninn í fjörutíu ár og hann er
faðir bestu gjafar sem ég hef fengið, sonar
okkar. Ég elskaði hann enn, þótt það hafi
verið öðruvísi ást, og sakna hans. Og ég má
það. Hann lék stórt hlutverk í mínu lífi.“
Upplifir sorgarskömm út af Van Halen
Valerie Bertinelli er m.a. sjónvarpskokkur.
AFP
Chris Cornell söng í Soundgarden.
Cornell stefnir
Soundgarden
DÓMSMÁL Vicky Cornell, ekkja
Chris Cornell, hefur stefnt eftirlif-
andi meðlimum rokkbandsins
Soundgarden, Kim Thayil, Ben
Shepherd og Matt Cameron, vegna
tilboðs sem þeir gerðu henni í hlut
bónda hennar í útgefnu efni bands-
ins. Henni þykir tilboðið, sem var
innan við 300 þúsund Bandaríkja-
dalir, andvirði um 38 milljóna
króna, alltof lágt enda hafi þrí-
menningarnir fengið mun hærra
tilboð sjálfir frá óháðum aðila. Þeir
hafna því enda sé rétturinn á efninu
ekki til sölu. Lögmaður Cornell
sakar þá félaga um græðgi en þeir
segjast á móti hlakka til að mæta
fyrir rétt, þar sem hið sanna muni
koma í ljós. Þá segjast þeir spenntir
fyrir því að leggja lokahönd á sein-
ustu plötu Soundgarden.
Það fór ekkert á milli mála aðhún var glötuð. Maður sá þaðá svo til hverjum einasta degi.
Hún var þess hvorki umkomin að
bjarga sér sjálf né að fá aðstoð við
það frá öðrum.“
Leikstjórinn John Huston orðaði
þetta ekki svona fyrr en í blaðaviðtali
tuttugu árum seinna en flestum sem
unnu með Marilyn Monroe að síðustu
kvikmyndinni sem hún lauk við, The
Misfits, árið 1960 gerðu sér grein fyr-
ir því að einn bjartasti loginn í Holly-
wood væri að brenna út. Það var
regla fremur en undantakning að
Monroe mætti seint og illa til vinnu –
ef hún lét þá sjá sig yfir höfuð. Og
þegar hún var á staðnum var hún
gjarnan undir áhrifum áfengis, lyfja
eða hvors tveggja. „Sú var tíðin að
leikarar voru reknir fyrir að mæta of
seint,“ var haft eftir mótleikara
hennar í myndinni, gamla brýninu og
sjálfum „konungi Hollywood“, Clark
Gable. Það var víst engin huggun
harmi gegn að nafnið á karakter
hans í myndinni var Gay, eða Glaði.
Hermt er að Sir Laurence Olivier
hafi elst um fimmtán ár við að leik-
stýra og leika á móti Monroe í The
Prince and the Showgirl árið 1956.
Hann reytti víst hár sitt og skegg yfir
ófagmennskunni og kjánalátunum í
stjörnunni sem lét bíða lon og don
eftir sér og þegar hún var á svæðinu
var hún stöðugt að fara yfir handritið
með leiðbeinanda sínum og trún-
aðarvinkonu, Paulu Strasberg úr Ac-
tors Studio, fyrir framan agndofa
leikstjórann.
Línurnar gleymdust auðveldlega
við tökur á The Misfits, sem var svo
sem ekki nýtt vandamál. Billy Wilder
leysti það við gerð Some Like It Hot
árið 1959 með því að skilja eftir texta-
miða hér og þar í leikmyndinni sem
Monroe gat svo lesið. Það er svo sem
ekkert einsdæmi, Marlon Brando
viðurkenndi í endurminningum sín-
um að hann hefði kunnað þessu fyr-
irkomulagi vel. Það stafaði þó meira
af leti en óreglu, auk þess sem
Brando hélt því fram að setningar
yrðu alltaf eðlilegri ef leikarinn væri
að sjá þær í fyrsta sinn meðan
myndavélin rúllaði en ef hann hefði
lært þær utanbókar.
Lögð inn á spítala
Fleira kom til hjá Huston og félögum
við gerð The Misfits, svo sem steikj-
andi hitinn í eyðimörkinni í Nevada,
sem gjarnan sló í 40 gráður yfir há-
daginn, auk þess sem Monroe stóð í
skilnaði við Arthur Miller sem ein-
mitt skrifaði handritið að myndinni. Í
miðjum klíðum þurfti að stöðva tökur
í tvær vikur meðan Monroe lagðist
Eitthvað varð
undan að láta
Á ýmsu gekk við gerð seinustu kvikmyndanna
sem Marilyn Monroe lék í, sérstaklega The Misfits
og Something’s Got To Give, enda stjarnan djúpt
sokkin í fen áfengis og róandi lyfja. Hún féll frá
áður en hægt var að ljúka þeirri síðarnefndu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sir Laurence Olivier leiðbeinir Monroe við gerð The Prince and the Showgirl í
Lundúnum sumarið 1956. Þá strax var stórstjarnan orðin erfið í samstarfi.
AFP