Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Síða 32
Í nýjasta þættinum af teiknimyndaseríunni Scooby-Doo And Guess
Who?, sem frumsýndur var á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network í vik-
unni, skreppur söguhetjan í bílaferðalag eftir hinni goðsagnakenndu
þjóðbraut Route 66 ásamt félögum sínum Fred, Velmu, Daphne og
Shaggy. Þegar dularfullir og óprúttnir leðjumenn gera farartæki
þeirra, Mystery Machine, upptækt eru Scooby-Doo og félagar skyndi-
lega strandaglópar í eyðimörkinni. Hópurinn freistar þess að finna
Wi-Fi í yfirgefnum matvagni, enda forgangsmál nú á tímum, og rekst
þar á engan annan en Íslandsvininn og söngvara rokkbandsins Guns N’
Roses, Axl Rose. Hvern annan? Spennan eykst þegar
Fred, Velma og Daphne hverfa sporlaust og það kemur í
hlut Scooby, Shaggy og Axl að hafa upp á þeim og leysa
ráðgátuna. Axl Rose talar sjálfur fyrir sinn karakter í
þættinum eins og fyrri gestir, svo sem Whoopi Godlberg,
Gigi Hadid og Morgan Freeman.
Axl Rose í Laugardalnum
sumarið 2018. Scooby-Doo
var fjarri góðu gamni þá.
Morgunblaðið/Valli
Axlar ábyrgð með Scooby
Scooby-Doo er sjón-
varpsáhorfendum að
góðu kunnur. Hann
birtist fyrst á skján-
um árið 1969. Reuters
Sjálfur Axl Rose verður á vegi Scooby gamla
Doo í glænýjum sjónvarpsþætti.
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
MADE INDENMARK
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.
„Íslendingum er margt til lista
lagt, nú fyrir skömmu áttu fjór-
ir landar vorir þátt í að slá með
glæsibrag heimsmetið í kossa-
fjölda. Þessi sögulegi atburður
átti sér stað i bænum Covallis i
Oregon-fylki í Bandaríkjunum.“
Með þessum orðum hófst
frétt í Hlaðvarpanum í Morg-
unblaðinu fyrir fjörutíu árum,
28. febrúar 1980.
Metið var slegið á ástardegi
þeirra Bandaríkjamanna eða
Valentínusardeginum, sem er
14. febrúar. Þá tóku 1.100 pör
sig saman og röðuðu sér í
hjartalaga hring og kysstust
samfleytt í tvær mínútur á
íþróttaleikvangi ríkisháskólans í
Oregon. Leikreglur voru frem-
ur einfaldar, annar kyssarinn
varð að vera nemandi í skól-
anum, þar sem metið var sett í
nafni hans. Eldra heimsmetið,
sem skráð var í heimsmetabók
Guinness, áttu nemendur úr
ríkisháskólanum í Flórída, en
þá kysstust 615 pör í eina mín-
útu.
„Hlaðvarpinn óskar hér með
nemendum skólans til ham-
ingju með árangurinn en þó að
sjálfsögðu sérstaklega Íslending-
unum fjórum.“
GAMLA FRÉTTIN
Kossa-
heimsmet
Íslensku methafarnir í lopapeysum að heiman: Flosi Sigurðsson, Helga
Kristinsdóttir, Sædís María Hilmarsdóttir og Guðlaugur Sigurgeirsson.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Courtney Love
tónlistarkona
Guðrún Gunnarsdóttir
útvarps- og söngkona
Emerald Fennell
leikkona og leikstjóri