Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eldarnir rjúka út og endurprentun
er væntanleg,“ segir Guðrún Vil-
mundardóttir, forleggjari hjá bóka-
útgáfunni Benedikt. Skáldsagan Eld-
arnir – Ástin og aðrar hamfarir, eftir
Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vara-
fréttastjóra á RÚV, kom út fyrir síð-
ustu jól og fékk strax frábæra dóma
og viðtökur. Í bókinni segir frá því
þegar jarðskjálftar skekja Reykja-
nesskaga og eldfjöll vakna til lífsins
eftir hlé í 800 ár. Mörgu í þessari lýs-
ingu þykir svipa til jarðhræringa
suður með sjó síðustu daga. Lykil-
persóna í bókinni er Anna Arn-
ardóttir eldfjallafræðingur sem í
hlutverki forstöðumanns Jarðvís-
indastofnunar þarf að mæta stærsta
verkefninu á starfsferli sínum við
stjórn almannavarna. Ástin fléttast í
þessa atburðarás og fleira gott.
Sagan er frábær flétta
„Textinn er fallegur og sagan frá-
bærlega fléttuð. Þetta er einfaldega
góð bók sem á við á öllum tímum en
kannski sérstaklega núna,“ segir
Guðrún Vilmundardóttir sem er nú
að útbúa Eldana til prentunar í kilju-
formi. Í slíkri útgáfu er bókin vænt-
anleg um páskana. „Við prentuðum
ríflegan skammt af bókum í harð-
spjaldaútgáfu. Salan í haust var góð,
þetta var ein best selda skáldsaga
ársins, og svo rýkur hún út núna aft-
ur, bæði í bókaverslunum og á bóka-
markaðinum í Laugardal,“ segir út-
gefandinn.
„Eldarnir stoppa aldrei og margir
eru á biðlista,“ segir Brynhildur
Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu hjá
Bókasafni Kópavogs. Safnið á alls 12
eintök af bókinni sem eru öll í útláni
nú. Sama er á öðrum söfnum lands-
ins, skv. því sem fram kemur á bóka-
safnsvefnum gegnir.is. Þessi bók er
einfaldlega sjóðandi heit og vænt-
anlega til umræðu á kaffistofum, við
eldhúsborðið og annars staðar. Um-
brotin á Suðurnesjum eru mál mál-
anna þessa stundina.
Endalaust spurt
„Eftir að jarðhræringarnar á
Reykjanesskaga hófust í síðustu viku
er endalaust spurt um Eldana. Bókin
Spænska veikin eftir Gunnar Bjarna-
son er þó það eftirsóttasta hjá okkur í
dag. Báðar eiga þessar bækur, önnur
skáldsaga og hin sagnfræði, sam-
merkt að þar er fjallað um mál sem
tengja má við líðandi stundu.
Spænska veikin árið 1918 svarar til
kórónuveirufaraldursins. Þetta segir
okkur að bókmenntirnar geta verið
lifandi veruleiki. Sjálf hallast ég
raunar að því að Sigríður Hagalín sé
skyggn, samanber sögu hennar, hvað
þá ef fer að gjósa á Reykjanesskaga.
Því fylgjumst við vel með, því þessar
slóðir eru í augnsýn á Bókasafni
Kópavogs á Borgarholtinu,“ segir
Brynhildur Jónsdóttir.
Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson.
Útgefandi „Eldarnir er góð bók sem á við á öllum tímum en sérstaklega
nú,“ segir Guðrún Vilmundardóttir sem hér heldur á bókinni þar sem meðal
annars er að finna kort með eldvirkum sprungusvæðum suður með sjó.
Eldar í endurprentun
Reykjanessaga rýkur út hjá forleggjara Ást og skjálft-
ar í umtöluðu skáldverki Bið eftir sjóðandi heitri bók
Ekki er ljóst hvort varðskipið Týr
komist í rekstur á ný í kjölfar bilana
um borð. Jafnframt er óvíst hvort
Landhelgisgæslan hafi fjármuni til
að standa straum af óvæntum
kostnaði við lagfæringu á varðskip-
inu þar sem ekki var gert ráð fyrir
útgjöldunum í rekstraráætlun eða
fjárlögum.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
í síðustu viku kom upp bilun í
skrúfubúnaði Týs í janúar. Bilunin
veldur því að önnur aðalvél skipsins
er ónothæf. Landhelgisgæslan hef-
ur upplýst að um er að ræða kostn-
aðarsama viðgerð og að unnið sé að
því að meta mögulegar leiðir til við-
gerðar.
Í skriflegu svari við fyrirspurn
blaðamanns segir Ásgeir Erlends-
son, upplýsingafulltrúi Landhelgis-
gæslunnar, að umfang bilunarinnar
hafi ekki verið ljóst í upphafi. „Við
nánari skoðun í slippnum í Reykja-
vík kom í ljós að vél sem stýrir
skrúfubúnaði skipsins er illa
skemmd. Við slipptökuna kom jafn-
framt í ljós að tveir af tönkum
skipsins eru mikið skemmdir sökum
tæringar. Bilunin er því meiri en
upphaflega var talið.“
Hann segir ekki liggja fyrir hver
endanlegur kostnaður viðgerðanna
sé, en gera megi ráð fyrir að hann
hlaupi á tugum milljóna króna.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Sisi
Varðskip Týr hefur verið í Slippn-
um í Reykjavík að undanförnu.
Ekki öruggt að Týr
fari í rekstur á ný
Óvíst hvort fjár-
munir séu til vegna
óvænts kostnaðar
„Reykjanesið
skelfur og eld-
gos er yfirvof-
andi. Í raun og
veru er ég alveg
jafn hissa og allir
aðrir á því hve
nærri veru-
leikanum skáld-
sagan ætlar að
fara,“ segir Sigríður Hagalín
Björnsdóttir um sögu sína sem svo
mikla athygli og umsögn hefur
fengið síðustu daga.
„Kannski fara hér saman rithöf-
undur og fréttamaður; stundum
dettur maður óvænt inn í atburða-
rás og sagan verður til af sjálfu
sér. Sjálf fylgist ég raunar bara
með þessum atburðum núna úr
fjarlægð, komin í tveggja mánaða
leyfi frá fréttastofunni, sem ég
ætla mér að nota meðal annars til
ritstarfa. Og nú velti ég hreinlega
fyrir mér hvort ég eigi framvegis
að halda mig við sögur um liðna
tíð í stað skáldverks sem virðist
hreinlega ætla að verða spásögn.“
Fylgist nú með úr fjarlægð
RITHÖFUNDUR OG FRÉTTAMAÐUR
Sigríður Hagalín
Björnsdóttir
Slökkviliðs Akureyrar og var fólk
boðað í smáum hópum, alls voru 24
bólusettir í einu og að því loknu var
næsti hópur boðaður í sæti.
Gert var ráð fyrir að fara langleið-
ina með að klára þann hóp með þeim
skömmtum sem bárust. Alls er um að
ræða um 900 manns. Þegar var búið
að bólusetja þann hluta hópsins sem
býr á dvalarheimilum og eins hafði
gott aðgengi og skipulagið er alveg
til fyrirmyndar, segir Inga Berglind
Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræð-
ingur á Heilbrigðisstofnun Norður-
lands.
Alls bárust 720 skammtar af
Pfizer-bóluefni á Norðurlandið í
upphafi vikunnar og var það nýtt til
að bólusetja íbúa 80 ára og eldri.
Bólusetning fór fram í húsakynnum
Guðni Einarsson
Margrét Þóra Þórsdóttir
„Bólusetningin gekk alveg glimrandi
vel og það var fínasta stemning. Allir
bara nokkuð glaðir,“ sagði Ragn-
heiður Erla Erlendsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heil-
ugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í gær
voru 1.828 einstaklingar fæddir 1939
eða fyrr bólusettir gegn Covid-19 í
Laugardalshöllinni.
Heldur fleiri mættu í bólusetn-
inguna en reiknað hafði verið með.
Sumir sem höfðu verið boðaðir í dag
ákváðu að fylgja maka sínum sem
átti bólusetningu í gær. „Þeir voru að
sjálfsögðu boðnir velkomnir þannig
að þetta gekk mjög vel,“ sagði Ragn-
heiður. Bólusetningin gekk eins og í
flæðilínu þar til alveg í lokin þegar
varð smá töf á meðan reiknað var út
hvað þurfti að blanda í margar
sprautur til að klára daginn. Haldið
verður áfram í dag við að bólusetja
fólk úr sama aldurshópi og stendur
bólusetningin frá klukkan 9-15.
Skipulag til fyrirmyndar
Um 400 manns, eldri en 80 ára,
voru bólusettir á Akureyri í gær.
„Þetta hefur allt gengið mjög vel,
að sögn Ingu Berglindar einnig ver-
ið farið í heimahús til þeirra sem
ekki áttu heimangengt. Inga Berg-
lind segir að góð samvinna hafi verið
við viðbragðsaðila, lögreglu og
slökkvilið sem lögðu fram lið sitt við
bólusetninguna. Þá hafi sjálf-
boðaliðar frá Rauða krossinum að-
stoðað fólkið sem kom og vísað því
veginn.
Glimrandi gangur í bólusetningunni
Bólusett í
Laugardalshöll
og Slökkvistöð
Akureyrar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Laugardalshöll Fleiri mættu í gær en reiknað hafði verið með.
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri Skipulagið í slökkvistöðinni á Akureyri var gott og gekk allt vel.