Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta kerfi hefur reynst okkur frá-
bærlega og er í raun grundvöllur
starfseminnar. Það er afar mik-
ilvægt að fá tilkynningar um hættu-
legar vörur og geta leitað til kollega
okkar í öðrum löndum,“ segir Guð-
rún Lárusdóttir, gæðastjóri hjá
Neytendastofu.
Í gær var kynnt samantekt síð-
asta árs úr SafetyGate, hraðvirku
viðvörunarkerfi Evrópusambands-
ins um hættulegar vörur aðrar en
matvæli, lyf og lækningatæki. Ár-
lega eru sendar þar inn upplýsingar
um yfir tvö þúsund vörur sem ber að
varast. SafetyGate gerir yfirvöldum
í Evrópulöndum kleift að deila hratt
upplýsingum um ráðstafanir sem
gerðar eru til að koma í veg fyrir eða
takmarka útbreiðslu, notkun og
markaðssetningu á hættulegum
vörum. Listar eru reglulega gefnir
út yfir hættulegar vörur.
Mikið um hættuleg leikföng
Guðrún segir að Ísland hafi um
árabil verið hluti af SafetyGate en
síðustu ár hafi notkunin aukist til
muna. „Í þessu kerfi fáum við upp-
lýsingar um þær vörur sem eru að
komast í tísku. Þarna vissum við
fyrst af spinnerunum og leikfanga-
slíminu svo dæmi séu tekin. Þá get-
um við leitað okkur upplýsinga um
vörurnar og látið skoða þær ef
ástæða er til.“
Guðrún og samstarfsfólk hennar
sendu upplýsingar um þrettán
hættulegar vörur inn í kerfið á síð-
asta ári. Vegna þessara vara var far-
ið í 63 eftirfylgjandi aðgerðir. Meðal
þeirra vara sem tilkynntar voru hér
á landi voru fjórar tegundir af leik-
fangaslími sem innihéldu bór, tvö
mjúk leikföng sem innihéldu smáa
hluti sem gátu losnað frá og valdið
köfnun og hettupeysa með böndum
sem þóttu geta valdið kyrking-
arhættu.
Guðrún segir að einnig hafi reynst
áhugavert að blöðrur sem kannaðar
voru reyndust innihalda efni sem
getur verið krabbameinsvaldandi.
„Þetta var bara í gulum blöðrum en
fyrir nokkrum árum lentum við í
þessu sama með gul snuð. Þetta er
nokkuð sem við höfum áhuga á að
skoða nánar.“
Grímur uppfylltu ekki kröfur
Reglulega er tilkynnt um innkall-
anir á bílum og í fyrra voru 100 teg-
undir innkallaðar hér á landi, alls um
4.300 bílar.
Kórónuveirufaraldurinn setti svip
sinn á þetta starf eins og svo margt
annað. Fylgjast þurfti með hrein-
lætis- og sótthreinsivörum.
„Það var engin menning í Evrópu
að notast við grímur. Það vissi eng-
inn hvaða tegundir af grímum voru í
lagi og hverjar ekki. Margar til-
kynningar bárust um grímur og
mikið var um falsanir. Hér á landi
voru þrjár tegundir af samfélags-
grímum sem uppfylltu ekki kröfur
og sköpuðu því falskt öryggi fyrir
neytendur,“ segir Guðrún.
Fá fjölmargar ábending-
ar um hættulegar vörur
Geta stöðvað útbreiðslu 13 tilkynningar hér í fyrra
Veiruvarnir Dæmi voru um að grím-
ur veittu neytendum falskt öryggi.
Evrópskt viðvörunarkerfi um hættulegar vörur Heimild: Safety Gate
38%
23% 23%
Efnahætta Köfnun Heilsuhætta/
annað
2.253 tilkynn-ingar
bárust um aðgerðir gegn
hættulegum vörum í
Evrópu árið 2020
5.377 eftirfylgjandi aðgerðir
voru framkvæmdar til að
fylgja eftir tilkynningum um
hættulegar vörur
Algengustu áhættutegundir
í tilkynningum á Íslandi 2020
Algengustu vörufl okkar
í tilkynningum á Íslandi
Leikföng 69%
Hlífðarbúnaður 23%
Fatnaður, textíl og
tískuvörur 8%
69%23%
8%
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við viljum vekja athygli á því að
málið er í höndum þingmanna. Það
er of mikið hagsmunamál fyrir sveit-
arfélögin til að
láta það daga
uppi og ef ákvæð-
ið um lágmarks-
íbúafjölda er það
eina sem stendur
í þingmönnum
geta þeir gert
þær breytingar
sem þeir telja
nauðsynlegar til
að þoka málinu
áfram,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, um frumvarp sem er
til umfjöllunar á Alþingi um eflingu
sveitarstjórnarstigsins.
Í umsögn um frumvarpið til um-
hverfis- og samgöngunefndar er
stefna sambandsins um stuðning við
ákvæði frumvarpsins rifjuð upp.
Jafnframt er þess getið að stjórnin
hafi haldið tvo samráðsfundi með
starfshópi fulltrúa fámennra
sveitarfélaga. Þar hafi farið fram
málefnalegt samtal um það hvort
mögulegt væri að leita annarra leiða
til framþróunar á sveitarstjórnar-
stiginu en kveðið er á um í ákvæði
frumvarpsins um lágmarksíbúa-
fjölda. Þær viðræður hafi ekki skilað
skýrum niðurstöðum.
Ekki lögbundið
Stjórnin getur þess í umsögn
sinni að hún hafi rætt hugmyndir
um að fyrirliggjandi viðmið um íbúa-
fjölda sveitarfélaga verði óbreytt í
frumvarpinu en með þeirri breyt-
ingu að þau verði ekki lögskyld.
Þess í stað verði lögbundin markmið
sem vinna beri að og sveitarfélög
þurfi að horfa til við framtíðar-
stefnumörkun sín. Ráðherra hefði
þá áfram þá skyldu að vinna að sam-
einingu fámennra sveitarfélaga til
að ná markmiðum um íbúafjölda en
virða yrði niðurstöðu kosninga íbúa
um sameiningartillögur.
Áður hafði starfshópur minni
sveitarfélaga komið með sínar til-
lögur að breytingum á frumvarpinu
í umsögn til Alþingis. Þar er gert
ráð fyrir að umræða verði tekin upp
að loknum hverjum sveitarstjórnar-
kosningum um það hvort ástæða
væri fyrir viðkomandi sveitarfélag
að sameinast öðrum. Einnig ef staða
sveitarfélags fer versnandi. Þá geti
15% íbúa óskað eftir slíkri umræðu.
Vilji íbúa verði ávallt látinn ráða og í
því felst að ekki verði gert ráð fyrir
lágmarksfjölda íbúa.
Ríkisvaldið hafði frumkvæðið
„Það er allt í lagi að muna það að
málið hófst vegna áhuga ríkisvalds-
ins á að efla og styrkja sveitar-
stjórnarstigið. Við studdum þessa
vegferð enda var það í anda stefnu-
mörkunar sambandsins og ákvarð-
ana landsþinga,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir, formaður Sambands
sveitarfélaga.
Verði ekki gert skylt að sameinast
Samband íslenskra sveitarfélaga opnar á mýkri leið til að stuðla að frekari sameiningu sveitarfélaga
Mikilvægt að mál strandi ekki á deilum Unnið verði að sameiningu en vilji íbúa látinn ráða
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bolungarvík Mörkin eru sett við 1.000 íbúa. Í Bolungarvík eru 955 íbúar.
Aldís
Hafsteinsdóttir
Venus NS kom til Akraness laust
fyrir miðnætti í fyrrakvöld með
520 tonn af loðnu sem fékkst í
Breiðafirði, norðan Grundar-
fjarðar. Bergur Einarsson skip-
stjóri segir að fyrirtaksloðna, sem
henti til hrognavinnslu, hafi fengist
í tveimur köstum. Uppsjávarskipin
voru ýmist á Breiðafirði eða Faxa-
flóa í gær.
„Þetta var fínt til að koma
vinnslunni á Skaganum af stað og
athuga hrognaþroskann, þetta lítur
allt vel út,“ segir Bergur á Venusi.
Vinnslan gekk vel hjá Brimi á
Akranesi í fyrrinótt og fólk var
fljótt að venjast handtökunum þótt
engin hafi verið loðnuvertíðin tvö
síðustu ár.
Venus hélt á ný á miðin í gær-
morgun og náði góðu kasti um
miðjan dag á miðjum Faxaflóa. Þar
kastaði Beitir NK þrívegis í gær og
fleiri skip voru komin á svæðið.
Bergur segir að fyrir helgi hafi
sést talsvert af loðnu á Breiðafirði.
Eftir brælu helgarinnar hafi
minna sést þar, loðnan hafi látið
hafa fyrir sér og erfitt sé að leita á
þessum slóðum. Þá sagði Bergur að
talsvert væri af loðnu fyrir sunnan
Reykjanes, en hrognaþroskinn þar
er kominn skemmra á veg.
Nú er öll áherslan lögð á hrogna-
vinnsluna, sem gefur mest verð-
mæti. Eftir er að veiða um 45 þús-
und tonn af tæplega 70 þúsund
tonna kvóta íslenskra skipa.
Hrognavinnslan komin af stað á Akranesi
Í lokaskýrslu Rannsóknanefndar
samgönguslysa, siglingasviðs, kem-
ur fram að réttindalaus skipverji var
við stjórn fiskibátsins Einars Guðna-
sonar ÍS 303 þegar báturinn strand-
aði við Gölt að kvöldi 13. nóvember
2019. Hann var vanur sjómaður og
hafði verið um einn mánuð á bátn-
um. Í skýrslunni kemur jafnframt
fram að ákæra var gefin út á hendur
skipstjóranum fyrir að fela réttinda-
lausum skipverja stjórn bátsins.
Báturinn hafði verið á línuveiðum
og var á leiðinni til hafnar á Suður-
eyri þegar hann strandaði. Tveir
björgunarbátar ásamt fiskibát fóru
á strandstað en gátu hvorki athafn-
að sig né bjargað áhöfninni vegna
brims í fjörunni. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar bjargaði áhöfninni og var
Ákært vegna réttindalauss stjórnanda
farið með hana til Ísafjarðar. Bátur-
inn eyðilagðist við strandið og í fjör-
unni og nokkrum dögum síðar voru
flest ummerki eftir hann horfin.
Fram kemur í skýrslu RNSA að
báturinn hafði lagt í veiðiferðina um
hádegi daginn áður og hafði verið í
um 34 klukkutíma í ferðinni.