Morgunblaðið - 03.03.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
Umhverfisvæna ruslapokann má
nálgast í öllum helstu verslunum
Hugsum áður en við hendum!
Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju
sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess
að valda skaða í náttúrunni.
Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum
og passar vel í ruslatunnur á heimilum.
Þýskaland, sem kemst næst þvíESB-ríkja, að teljast allt að því
fullvalda ríki, á erfitt með að umbera
bóluefnahneykslið mikið lengur.
Merkel kanslari,sem ætlar
ekki að hlotnast sú
aðdáunarverða út-
ganga úr kanslara-
embættinu, sem hún
þráði, sætir nú harð-
ari gagnrýni en hún
er vön. Og það sést
undir hælana á fleiri
foringjum ESB-ríkja
vegna klúðurs bú-
rókratanna í Brussel
með bóluefnin gegn
veirunni vondu.
Það sem kyndir undir reiði þeirraer vaxandi fordæming kjósend-
anna, þegar svo ríkulegir hagsmunir
fólksins eru í húfi.
Austurríkismenn segjast ekki leng-ur geta bundið sig við dauðar
bykkjur.
Páll Vilhjámsson skrifar:
Danmörk leitar til Ísraels í von umað fá nauðsynleg bóluefni í bar-
áttunni við Kínaveiruna.
Evrópusambandið sem vill sam-evrópska bólsetningu fær þar
með rauða spjaldið frá Dönum.
Einhverjir snillingar í íslenskaStjórnarráðinu bundu trúss sitt
við ESB í bóluefnamálum.
Það ráðslag var ekki vel ígrundað.
Svo diplómatískt orðalag sé notað.“
Mette Frederiksen
Tombóluefnið
STAKSTEINAR
Sebastian Kurz
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Niðurskurður verður fyrirskipaður á
925 kindum á bænum Vatnshóli í
Húnaþingi vestra vegna riðu sem
greinst hefur í sýni úr kind á bænum.
Mun féð verða skorið fyrir sauðburð.
Samkvæmt upplýsingum frá Mat-
vælastofnun er ekki grunur um smit á
nágrannabæjum enda hafi allir flutn-
ingar fjár á milli bæja verið bannaðir
þar sem sauðfjárveikivarnahólfið
hefur verið skilgreint sem riðusvæði.
Hugsanleg enduruppkoma
Bóndinn á Vatnshóli hafði sam-
band við Matvælastofnun út af veikri
kind. Sýnið var greint á Tilraunastöð
Háskóla Íslands á Keldum þar sem
riða var staðfest.
Búið er í Vatnsneshólfi. Í því hefur
áður komið upp riða á einu búi á síð-
ustu tuttugu árum. Í því tilviki og á
Vatnshóli er möguleg enduruppkoma
riðu sem þar kom upp rétt fyrir alda-
mót. Tekið er fram í tilkynningu Mast
að ekki sé talið að riðutilfellið nú
tengist riðu sem greindist á fimm
bæjum í Tröllaskagahólfi fyrir ára-
mót.
Ljóst er að niðurskurður verður
fyrirskipaður á Vatnshóli, eins og
regla er í baráttunni gegn riðuveiki í
landinu. helgi@mbl.is
Skorið verður niður á stóru fjárbúi
Riða greindist á fjárbúi í Húnaþingi
vestra Kom upp á sama bæ árið 1999
Morgunblaðið/Eggert
Kind Vatnsneshólf er þekkt riðu-
svæði og fara bændur gætilega.
Helgi Vilhelm Jóns-
son, hæstaréttar-
lögmaður og löggiltur
endurskoðandi, lést 2.
mars sl. á Sólteigi,
Hrafnistu, 84 ára að
aldri, eftir erfiða bar-
áttu við Alzheimer-
sjúkdóminn.
Helgi fæddist í
Reykjavík 30. maí
1936, sonur hjónanna
Jóns Sigurðar Helga-
sonar stórkaupmanns
og Hönnu Helgason
og var næstelstur
fjögurra systkina.
Helgi lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1955 og
kandídatsprófi frá lagadeild Há-
skóla Íslands 1960. Hann öðlaðist
réttindi til málflutnings fyrir hér-
aðsdómi 1961, löggildingu endur-
skoðanda 1966 og málflutnings-
réttindi fyrir Hæstarétti 1976.
Að loknu laganámi starfaði
Helgi á endurskoðunarskrifstofu
Kolbeins Jóhannssonar og Co.
þar til hann tók við stöðu skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings
1963 og var síðar borgarendur-
skoðandi 1966-1975. Hann var
einn stofnenda Endurskoðunar
hf. (KPMG ehf.) 1975 og starfaði
þar við endurskoðunar- og lög-
mannsstörf til ársins 2001 en eft-
ir það við einstök
verkefni í félagi við
dóttur sína, Hönnu
Láru. Helga voru fal-
in margvísleg trún-
aðarstörf á starfs-
ferli sínum; sat m.a. í
ríkisskattanefnd
1968-1973 og 1980-
1992 og stjórn
SKÝRR 1967-1980.
Hann var formaður
kjaradeilunefndar frá
1977-1985, formaður
nefndar til að endur-
skoða lög um Kjara-
dóm 1992, formaður
kauplagsnefndar og formaður
samninganefndar Trygginga-
stofnunar ríkisins árin 1983-2001.
Helgi var formaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur 1976, í stjórn
LMFÍ 1977-1982, þar af formaður
frá 1981 og formaður FLE 1987-
1989.
Helgi var mikill íþróttamaður.
Hann lék með gullaldarliði KR í
knattspyrnu og í landsliði Ís-
lands. Hann spilaði einnig körfu-
knattleik og handbolta í meist-
araflokki.
Eftirlifandi eiginkona Helga er
Ingibjörg Jóhannsdóttir, dans-
kennari og húsfreyja. Börn þeirra
eru Hanna Lára, Anna Dóra, Jón
Sigurður og Halla María.
Andlát
Helgi V. Jónsson