Morgunblaðið - 03.03.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 03.03.2021, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á þeim rúmamánuði sem liðinn er frá því her- inn í Búrma rændi völdum hefur and- spyrna gegn valda- ráninu aukist jafnt og þétt. Undanfarnar vikur hafa helstu borgir landsins verið þéttsetnar mótmælendum, sem krefjast þess að herinn láti þeg- ar í stað af völdum og frelsi þá sem hann hefur fangað. Hvorug krafan fellur herfor- ingjunum í geð, enda líklegt að ferill þeirra sem stóðu að valda- ráninu yrði ekki mikið lengri ef því myndi ljúka með uppgjöf hans. Í fyrstu reyndi herinn því að hafa hemil á mótmælunum með því að trufla samskipti al- mennings yfir netið, og svo var einnig reynt að varpa rýrð á helstu leiðtoga stjórnarflokks- ins NLD, þau Aung San Suu Kyi og Win Myint, forseta landsins, með því að ákæra þau fyrir litlar sakir. Tilraunir herfor- ingjastjórnarinnar til að draga þannig þrek úr mótmæl- endum hafa ekki tekist, og því var ákveðið á sunnu- daginn að grípa til harðari með- ala, en þá skutu her og lögregla að minnsta kosti 18 mótmæl- endur til bana. Það sem af er vikunni hefur það þó ekki dugað til þess að kveða mótmælin nið- ur. Bandaríkjastjórn hefur verið fremst í flokki lýðræðisríkja sem vilja reyna að koma herfor- ingjastjórninni frá, en hún hefur ásamt nokkrum bandalags- ríkjum sínum sett viðskipta- þvinganir á helstu leiðtoga valdaránsins. Þó er ljóst eftir at- burði helgarinnar að það hefur dugað skammt. Leiðtogar vest- rænna ríkja þurfa því að hug- leiða alvarlega hvað geti dugað til að knýja valdaræningjana í Búrma frá völdum sem fyrst. Herforingjastjórnin í Búrma hyggst ekki láta sín illa fengnu völd af hendi} Níðingsverkin halda áfram Ö ðru hvoru koma upp mál sem vekja svo mikla reiði landsmanna að allt leikur á reiðiskjálfi. Í nokkra daga. Svo dettur allt í dúnalogn aftur. Flestum veitist auðvelt að sjá smámál meðan þau stærri sem blasa við eru látin óátalin. Enn gildir gamla þversögnin um flísina og bjálkann. Þegar einhver telur að aðrar reglur gildi um hann en allan almenning þá er það spilling. Hún er þó hálfu verri þegar fest er í lög að ekki gildi sömu reglur um alla. Verst er landlægt misrétti með stuðningi Alþingis og flestra stjórnmálaflokka. Og gott og heiðarlegt fólk viðheldur óréttlætinu með atkvæði sínu. Nokkur dæmi: Sumir hafa hálfan kosninga- rétt á við aðra. Sérvalinn aðall hefur einkarétt á gæðum sjávar á spottprís. Almenningur er lát- inn borga okurverð fyrir landbúnaðarafurðir og kallað stuðningur við bændur. Vilhjálmur Bjarnason, sem var þingmaður Sjálfstæðis- flokks, spurði áleitinna spurninga um spillingu í Morg- unblaðsgrein: „Er aðgangi að takmörkuðum gæðum út- hlutað eftir duttlungum? Er tekið eðlilegt gjald af takmörkuðum gæðum?“ Gunnar I. Birgisson, annar fyrrverandi þingmaður sama flokks, gaf svarið í sama blaði nú í haust: „Tökum dæmi; útgerð sem aðallega er með uppsjávarkvóta og einnig botnfiskkvóta getur leigt botnfiskkvótann frá sér. Tvö þúsund þorskígildistonn gefa 400 milljónir í leigu- tekjur á ári, en greiðsla til ríkisins er 20 milljónir, þannig að nettó-ávinningurinn fyrir útgerðina er 380 milljónir króna. Það er því augljóslega hag- kvæmara að leigja frá sér kvóta en veiða. Breyta þarf tilhögun kvótakerfisins til að skiptingin verði sanngjarnari fyrir ríkissjóð í slíkum tilfellum. Þetta er því miður í boði míns flokks, Sjálfstæðisflokksins.“ Vilhjálmur hélt áfram: „Sértæk lagasetning fyrir þjóðlega atvinnuvegi og þjóðlega starf- semi leiðir af sér „fyrirgreiðslu“. Fyrirgreiðsla er spilling. Almennar aðgerðir eru heiðarleiki og traust.“ Þriðji sjálfstæðismaðurinn, Friðjón R. Frið- jónsson, skrifaði í sama blað og hinir tveir: „Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skilgreina sig sem flokk sem er á móti breytingum á efna- hagslífinu, sjávarútveginum, landbúnaðarkerf- inu, orkumálum, stjórnarskránni og samfélag- inu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dagrenningu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er alls ekki eini flokkurinn sem er á móti breytingum. Núverandi vinstristjórn var stofnuð um óbreytt ástand. Nú lýsa þingmenn hennar því yfir að halda skuli samstarfinu áfram að kosningum loknum. Það fer hrollur um þá sem vilja að ranglætinu linni. Eftir stendur: Kjósendur stjórnarflokkanna viðhalda stóru spillingunni, jafnvel þótt þeir fái enga hlutdeild í henni sjálfir og hafi á henni skömm. Benedikt Jóhannesson Pistill Spilling skekur landið Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. benedikt@talnakonnun.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í frönskumstjórnmálumþykja flest hneykslismál lítið tiltökumál miðað við sum önnur ríki. Mál, sem annars staðar myndu gera út af við fer- il viðkomandi, geta jafnvel styrkt þá í skoðanakönnunum í Frakklandi, líkt og Francois Hollande, fyrrverandi Frakk- landsforseti og einn sá óvinsæl- asti sem setið hefur þar, fékk að reyna þegar hann var grip- inn glóðvolgur við framhjáhald. Frakkar eru þó minna hrifnir af því þegar hneykslin tengjast fjármálalegri spillingu, en á mánudaginn var Nicolas Sar- kozy, fyrirrennari Hollandes á forsetastóli, dæmdur í undir- rétti í París í þriggja ára fang- elsi fyrir að hafa reynt að „múta“ dómara með vænni stöðu í Mónakó í skiptum fyrir að sá léti lögmanni forsetans í té viðkvæmar upplýsingar um rannsókn sem sneri að fjár- málum kosningabaráttu Sar- kozy. Hvort tveggja rann út í sand- inn, rannsóknin sem og hið meinta atvinnutilboð, og vildu verjendur Sarkozys meina að í raun hefði ekki verið um neitt annað að ræða en vinalegt sam- tal í hálfkæringi, en lögreglan hljóðritaði það og önnur sem komu sér illa fyrir forsetann þegar í réttarsalinn var komið. Dómurinn markar tímamót, því að dómstóllinn ákvað að eitt ár af þeim þremur sem Sarkozy ætti að afplána skyldi vera óskilorðsbundið, sem þýðir að forsetinn fyrrverandi þyrfti raunverulega að afplána dóm, en raunar var þess getið að hann mætti afplána þann tíma á heimili sínu, þar sem ökklaband sæi um að tryggja að hann væri í afplánun. Sarkozy verður því fyrsti forseti Frakklands sem fær á sig óskilorðsbundinn dóm, en áður hafði Jaques Chi- rac verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir „bernskubrek“ sem hann framdi meðan hann var borg- arstjóri í París á níunda ára- tugnum. Ekki er þó víst að til afplán- unar komi því að lögfræðingur Sarkozys hefur þegar greint frá því að hann muni áfrýja, og engin leið er að vita hvaða aug- um æðri dómsstig Frakklands muni líta þau gögn sem lögð hafa verið fram. Þá er skammt stórra högga á milli, því Sarkozy bíður einnig annað dómsmál, þar sem hon- um er gefið að sök að hafa brot- ið lög um fjármál stjórn- málaafla þegar hann bauð sig fram til endurkjörs 2012. Jafn- vel þó að Sarkozy næði að hafa fullan sigur í því máli, sem og áfrýjun þess fyrra, stendur hann laskaður eftir. Þó að Sarkozy hafi jafnan gefið lítið fyrir yfirlýsingar um endurkomu hans í stjórnmálin, voru þeir margir, sem töldu forsetann fyrrverandi jafnvel geta komið öllum að óvörum á næsta ári, þegar Macron nú- verandi Frakklandsforseti mun glíma við endurkjör sitt. Dóm- urinn á mánudag hefur hins vegar veikt mjög allar slíkar vonir, jafnvel þó að honum yrði á endanum snúið við á efri dómsstigum. Dómstóll greiðir endurkomuvonum Sarkozys í pólitík þungt högg} Franskur dómur SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ungt fólk greinir frá meiristreitu og einmanaleika,metur andlega heilsu sínaverri og upplifir minni hamingju og velsæld en þeir sem eldri eru. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Talnabrunni land- læknis þar sem greint er frá niður- stöðum mælinga á andlegri heilsu, svefni, streitu, einmanaleika, ham- ingju og velsæld Íslendinga. „Einnig má víða sjá mun á milli kynja. Andleg heilsa virðist lang- samlega verst meðal ungra kvenna en aðeins helmingur þeirra metur andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Sömuleiðis greina konur frá mun meiri streitu en karlar og er sá munur einkar áberandi meðal yngstu aldurshópanna. Konur á miðjum aldri (45-64 ára) greina einnig frá meiri einmanaleika en karlar. Aftur á móti eru karlar hlutfallslega fleiri í hópi þeirra sem sofa of lítið og færri karlar en konur telja sig mjög ham- ingjusama, einkum í aldurshópnum 35-54 ára. Mesta breytingin á ham- ingju yfir tíma kemur aftur á móti fram hjá ungum konum, þar sem marktæk lækkun varð á hlutfalli þeirra sem telja sig mjög hamingju- samar,“ segir í samantekt. Fleiri ná fullum svefni Höfundar greinarinnar benda á ákveðnar langtímabreytingar sem vert sé að veita athygli. Hefur orðið jákvæð hægfara þróun á svefni full- orðinna á síðustu árum þar sem fleiri ná fullum svefni en áður og færri sofa of lítið. Hins vegar hefur átt sér stað neikvæð þróun til lengri tíma hvað einmanaleika varðar en hlutfall þeirra sem segjast finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fimm árum. Einmanaleikinn er sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Hlutfall þeirra sem segjast finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika er áberandi hæst eða 25% meðal 18 til 24 ára og jókst umtalsvert í fyrra en á móti sögðust aðeins 6% fólks 65 ára og eldri finna oft fyrir einmanaleika. Af niðurstöðunum má ráða að andlegri heilsu Íslendinga hafi hrak- að nokkuð á síðasta ári en tæplega þrír af hverjum fjórum mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í fyrra og lækkar hlutfallið úr 76% á árinu 2019 í 72% í fyrra. Konur, sérstaklega í yngri ald- urshópunum, skera sig úr þegar spurt er um streitu í daglegu lífi. Þetta hefur komið fram í fyrri mæl- ingum úr vöktun landlæknisembætt- isins. Í fyrra var hlutfall kvenna sem sögðust finna oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu 28% samanborið við 25% meðal karla en ef litið er á yngri aldurshópa kvenna kemur í ljós að um 46% kvenna á aldrinum 18-24 ára greina frá mikilli streitu í daglegu lífi og hlutfallið er litlu lægra meðal 25- 34 ára (42%) og 35-44 ára (39%). Tæplega 40 prósentustig skilja á milli yngsta aldurshópsins og þess elsta hvað streituna varðar. Höfundar greinarinnar velta fyrir sér hvaða möguleg áhrif veiru- faraldurinn í fyrra hefur á líðan fólks skv. könnuninni. Gögnin sýni að færri mátu andlega heilsu sína góða og töldu sig mjög hamingjusama árið 2020 en árið á undan. Óvíst sé þó hvort rekja megi það til faraldursins þar sem mælingar á einmanaleika voru svipaðar árin 2018 og 2020. Þá komi í ljós að litlar breytingar urðu heilt yfir á svefni og streitu á síðasta ári miðað við árin þar á undan. Landlæknir vaktar helstu áhrifaþætti heilbrigðis og vellíðunar og hefur Gallup lagt kannanir árlega frá 2016 fyrir úrtak fullorðinna af öllu landinu. Úrtakið hefur stækkað með árunum og er nú um 10.000 manns. Andleg heilsa verst meðal ungra kvenna Líðan Íslendinga árið 2020 Hlutfall karla og kvenna sem meta sína líðan góða eða mjög góða (%) Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Andleg heilsa Streita Nægur svefn Einmanaleiki Hamingja Heimild: Embætti landlæknis 78 73 75 70 22 22 29 28 67 68 69 70 9 10 11 13 59 56 62 60 2019 2020 Rúmur meirihluti fullorðinna Ís- lendinga sagðist vera mjög hamingjusamur á seinasta ári eða 58% skv. könnuninni í Talnabrunni en þeim fækkaði þó lítið eitt í fyrra frá árinu á und- an þegar hlutfallið var 61%. Verulegur munur er aftur á móti á milli hópa og er ham- ingjan minnst meðal ungs fólks. „Mikil fækkun hefur orðið í hópi ungra kvenna (18-24 ára) sem telja sig mjög hamingjusamar yfir tíma en hlutfallið fer úr 57% árið 2018 í 44% árið 2020. Ekki kemur fram kynjamunur í yngsta aldurshópnum en í ald- urshópnum 35-54 ára skilja um 10 prósentustig kynin að, þar sem fleiri konur telja sig mjög hamingjusamar en karlar,“ segir í Talnabrunni. Einnig var lagður mælikvarði á andlega velsæld fólks og í heildina greindu 16% fullorð- inna frá mikilli velsæld í fyrra en í ljós kom að meira en tvöfalt fleiri upplifa velsæld í elsta ald- urshópnum (23%) en þeim yngsta (10%). Minnst með- al ungs fólks HAMINGJA OG VELSÆLD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.