Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
Útivist Skokkari á hlaupum niðri við sjó, í bleikri kvöldsólinni.
Eggert
Hugmyndafræðin
að baki lögum um
sjúkratryggingar er
skýr; „að tryggja
sjúkratryggðum að-
stoð til verndar heil-
brigði og jafnan að-
gang að heilbrigðis-
þjónustu óháð
efnahag,“ eins og seg-
ir í fyrstu grein lag-
anna. Markmiðið er
„að stuðla að rekstrar- og þjóð-
hagslegri hagkvæmni heilbrigðis-
þjónustu og hámarksgæðum henn-
ar“ og um leið „að styrkja hlutverk
ríkisins sem kaupanda heilbrigðis-
þjónustu og kostnaðargreina heil-
brigðisþjónustuna“.
Í einfaldleika sínum á skipulag
heilbrigðisþjónustunnar að taka
mið af hagsmunum hinna sjúkra-
tryggðu (okkar allra) en ekki kerf-
isins og gera á allt til að standa
vörð um réttindi þeirra.
Þegar Guðlaugur Þór Þórðarson
mælti sem heilbrigðisráðherra
fyrir frumvarpi sem síðar var sam-
þykkt sem lög um sjúkratrygging-
ar árið 2008 benti hann á að til-
gangurinn væri „í fyrsta lagi að
mæla fyrir með skýrum hætti um
réttindi einstaklinga á Íslandi til
að njóta sjúkratrygginga og þar
með til heilbrigðisþjónustu sem
greiðist úr ríkissjóði. Í öðru lagi er
tilgangur frumvarpsins að kveða á
um hvernig staðið skuli að samn-
ingum, kaupum og greiðslum hins
opinbera fyrir heilbrigðisþjón-
ustu.“
Sjúkratryggðir í forgang
Orðrétt sagði ráðherrann:
„Stefnt er að því að ná markmiði
ríkisstjórnarinnar um blandaða
fjármögnun, þ.e. að auk fastra
greiðslna til stofnana skuli fjár-
magn fylgja sjúklingum og að
greiðslur ríkisins til veitenda heil-
brigðisþjónustu séu þannig tengd-
ar við þörf og fjölda verka. Mark-
mið með frumvarpinu er að
tryggja sjúkratryggðum aðgang að
fullkomnustu heilbrigðisþjónustu
og aðstoð sem á hverjum tíma eru
tök á að veita og að allir sjúkra-
tryggðir njóti umsaminnar þjón-
ustu, óháð efnahag. Þá er það
markmið frumvarpsins að tryggja
hámarksgæði í heilbrigðisþjónustu
eftir því sem frekast er unnt á
hverjum tíma, í sam-
ræmi við lög um heil-
brigðisþjónustu, lög
um réttindi sjúklinga
og önnur lög eftir því
sem við á, en jafn-
framt stuðla að
rekstrarlegri og þjóð-
hagslegri hagkvæmni
þjónustunnar til
lengri og skemmri
tíma. Gert er ráð fyrir
því að þessum mark-
miðum megi ná með
því að styrkja hlut-
verk ríkisins sem kaupanda heil-
brigðisþjónustu og að það verði
gert með því að kostnaðargreina
þjónustuna, ásamt því að byggja
upp meiri þekkingu og beita fag-
legum aðferðum sem sérstaklega
miðast við samningagerð um kaup
á heilbrigðisþjónustu og stjórnun
slíkra samninga.“
Í umræðum fagnaði Ágúst Ólaf-
ur Ágústsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, frumvarpinu og sagði
það tryggja að fjármagn fylgi
sjúklingnum: „Það hlýtur að vera
fagnaðarefni allra sem vilja setja
sjúklingana í forgang. Og það er
hugsunin á bak við þetta frum-
varp, herra forseti. Markmiðið um
betra heilbrigðiskerfi fyrir alla
ætti því að nást enn betur með því
skrefi sem þetta frumvarp getur
um.“
Innbyggð tregða kerfisins
Eftir því sem þjóðin eldist mun-
um við þurfa að auka útgjöld til
heilbrigðismála. Ekki síst þess
vegna er mikilvægt að fjármunir
séu nýttir með skynsamlegum
hætti og þar skiptir skipulagið
mestu. Ég hef áður haldið því fram
að innan kerfisins sé inngróin
tregða til að nýta kosti einka-
framtaksins, auka valmöguleika al-
mennings og stuðla að hagkvæmri
nýtingu fjármuna. Vegna þessa
hefur aldrei tekist fyllilega að
virkja lögin um sjúkratryggingar –
ná markmiðum þeirra um öfluga
þjónustu við sjúkratryggða, ná
rekstrarhagkvæmni og styrkja rík-
ið sem kaupanda að heilbrigðis-
þjónustu fyrir hönd landsmanna.
Þessi innbyggða tregða hefur auk-
ist á síðustu árum. Afleiðingin er
veikari og verri þjónusta.
Að óbreyttri stefnu festist ís-
lensk heilbrigðisþjónusta í sjálf-
heldu fábreytileika, aukinna út-
gjalda, verri þjónustu, biðlista og
lakari starfsmöguleika heilbrigðis-
stétta. Með því að vinna gegn sam-
þættingu og samvinnu opinbers
rekstrar og einkarekstrar með
áherslu á ríkisrekstrarvæðingu
heilbrigðisþjónustunnar verður til
jarðvegur fyrir tvöfalt heilbrigðis-
kerfi og einkareknar sjúkratrygg-
ingar.
Óskilgetið afkvæmi ríkisvæð-
ingar stærsta hluta heilbrigðis-
þjónustunnar er tvöfalt kerfi. Í
nafni jöfnuðar vilja andstæðingar
einkarekstrar fremur lengja bið-
lista en nýta kosti einkaframtaks-
ins. Afleiðingin er hins vegar aukið
misrétti. Hinir efnameiri kaupa
einfaldlega þjónustu beint hér á
landi eða í öðrum löndum. Við hin,
sem öll erum þó sjúkratryggð,
þurfum að sætta okkur við að bíða
mánuðum og misserum saman eft-
ir nauðsynlegri þjónustu og höfum
lítið sem ekkert val um hana.
Með þessu er þjónusta við lands-
menn takmörkuð – valfrelsið er
skert. Gagnsæi kostnaðar hverfur
og „kostnaðaraðhaldið“ verður í
formi biðlista. Samfélagið allt
greiðir reikninginn í formi hærri
kostnaðar og minni lífsgæða. Allt
gengur þetta gegn skýrum mark-
miðum laga um sjúkratryggingar.
Ólíkt ríkisrekstrarsinnum hef ég
verið sannfærður um að verkefni
stjórnmálamanna sé ekki að leggja
steina í götur einkaframtaksins,
heldur að virkja það öllum til
hagsbóta. Valfrelsi um heilbrigðis-
þjónustu óháð efnahag á að vera
markmiðið og með því eykst að-
haldið og stuðlað er að hagkvæm-
ari nýtingu fjármuna. Um leið við-
urkennum við sem samfélag hið
augljósa; læknisfræðin og heil-
brigðisvísindin öll eru þekking-
ariðnaður og reist á hæfileikaríku
og vel menntuðu starfsfólki. Þann-
ig vinnum við gegn því að tvöfalt
heilbrigðiskerfi verði til með til-
heyrandi ójöfnuði.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Með þessu er þjón-
usta við landsmenn
takmörkuð – valfrelsið
er skert. Gagnsæi
kostnaðar hverfur og
„kostnaðaraðhaldið“
verður í formi biðlista.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Gegn tvöföldu kerfi
Lög um dómstóla
nr. 50/2016 tóku gildi
1. janúar 2018. Í 17. gr.
þeirra er að finna
ákvæði um vara-
dómara í Hæstarétti.
Þar segir svo:
„Varadómarar.
Nú geta færri en
fimm, eða eftir atvik-
um sjö, hæstaréttar-
dómarar tekið þátt í
meðferð máls vegna
vanhæfis, leyfis eða annarra forfalla
til skamms tíma og setur þá ráð-
herra samkvæmt tillögu forseta
Hæstaréttar dómara til að taka sæti
í því. Varadómari skal koma úr
röðum fyrrverandi dómara en sé
það ekki unnt þá úr röðum annarra
sem fullnægja skilyrðum til að
hljóta skipun í embætti hæstarétt-
ardómara, sbr. 2. og 3. mgr. 13. gr.
Heimilt er að setja dómara sam-
kvæmt ákvæði þessu þótt hann hafi
náð 70 ára aldri.“
Á tímanum sem liðinn er frá gild-
istöku þessara laga hefur oftsinnis
komið fyrir að kallaðir hafi verið inn
varadómarar til setu í einstökum
málum. Sérstaklega var þetta áber-
andi á árinu 2018, þegar varadóm-
arar sátu í nær öllum
málum sem dæmd
voru það ár. Í fjöl-
mörgum tilvikum
komu varadómarar úr
röðum lögfræðinga
sem ekki höfðu setið í
dómaraembættum í
Hæstarétti og töldust
því ekki til fyrrverandi
dómara við réttinn.
Samkvæmt ársskýrslu
réttarins fyrir árið
2018 voru þeir 31 tals-
ins og voru þeir flestir
kallaðir til oftar en
einu sinni. Fleiri hafa svo bæst við
síðan. Þessa lögfræðinga var sam-
kvæmt lögunum því aðeins heimilt
að kalla til starfa að ekki væri unnt
að setja fyrrverandi dómara við
réttinn til að gegna þeim.
Ég var skipaður dómari við
Hæstarétt 15. október 2004 og
starfaði til 30. september 2012. Til
mín hefur samt aldrei verið leitað á
ofangreindu tímabili með ósk um að
taka sæti sem settur varadómari.
Fæ ég ekki betur séð en að í þessu
efni hafi verið farið gegn fyrr-
greindum lagafyrirmælum með því
að kalla til setu fjölda lögfræðinga
sem aldrei hafa gegnt dómaraemb-
ættum við réttinn og teljast því ekki
til fyrrverandi dómara.
Þegar ég spurðist fyrir um þetta
með bréfi til réttarins á síðasta ári
fékk ég svar þar sem fram kom að
forseta réttarins væri „í sjálfsvald
sett“ til hvaða fyrrverandi hæsta-
réttardómara hann leitaði þegar
hann óskaði eftir setningu vara-
dómara. Hann svaraði engu um hina
sem ekki voru fyrrverandi dómarar
við réttinn. Lögin eru alveg skýr um
að heimild til að leita til þeirra er
bundin við að það sé ekki unnt að fá
fyrrverandi dómara til verksins.
Ég spurði því nánar um þetta í
tölvubréfi 20. október 2020. Þar seg-
ir svo:
„Mér var að berast svarbréf yðar
við tölvupósti mínum um setningu
varadómara sbr. 1. mgr. 17. gr. laga
um dómstóla.
Í bréfinu kemur fram að forsetinn
telji sér það í sjálfsvald sett til
hvaða fyrrverandi hæstaréttardóm-
ara hann leitar þegar hann óskar
eftir setningu varadómara. Svo er
að sjá að sjálfsvaldið taki aðeins til
vals milli fyrrverandi dómara. Er
það rétt skilið?
Svarið fær ekki staðist. Forset-
anum er auðvitað skylt að fara eftir
þessum einföldu lagafyrirmælum. Í
tilefni svarsins er síðan rétt að
spyrja um ástæður þess að forsetinn
hefur ákveðið að sniðganga mig í öll
þau skipti sem á þetta hefur reynt?
Ræður þar persónuleg afstaða hans
til mín? Er ekki sjálfgefið að hann
upplýsi mig um ástæður sínar fyrir
slíkri afstöðu? Sé þetta raunin er
þetta þá frambærileg forsenda við
þessar ákvarðanir? Lítur forsetinn á
dómstólinn sem persónulegt yfir-
ráðasvæði sitt sem hann megi
ráðskast með að vild?“
Við þessu fékk ég svo í bréfi 23.
október 2020 hrokafullt svar. Þar
var sagt að erindi mínu hefði verið
svarað með bréfinu 16. október. Var
sagt að tölvubréf mitt kallaði ekki á
frekari útskýringar eða svör af
hálfu Hæstaréttar.
Fyrir liggur að núverandi forseti
Hæstaréttar er ekki meðal áköfustu
aðdáenda minna, þó að ég eigi erfitt
með að skilja hvers vegna það er.
Þessi lestur hans á texta 17. gr.
dómstólalaga er hins vegar með
nokkrum ólíkindum. Forseti rétt-
arins virðist hreinlega telja að hon-
um sé heimilt í embættisverkum
sínum að víkja til hliðar skýrum
fyrirmælum settra laga í þágu geð-
þótta síns og persónulegrar afstöðu
til einstakra manna. Er þetta rétt-
inum sæmandi?
Ástæða er til að taka fram að ég
sækist ekki sérstaklega eftir störf-
um sem varadómari við Hæstarétt.
Ég er hins vegar áhugamaður um
að rétturinn fari að lögum í sýslan
sinni.
Upplýsingar um þetta eiga að
mínum dómi erindi til almennings.
Mér þótti eðlilegt og sanngjarnt að
gefa forseta Hæstaréttar kost á að
bregðast við framangreindum sjón-
armiðum áður en ég birti opin-
berlega upplýsingar um þetta.
Frestur sem ég gaf honum til þess
er liðinn. Hann virðir mig ekki
svars.
Niðurstaðan er sú að þessi æðsti
dómari landsins fer ekki eftir skýr-
um fyrirmælum í lögum, ef geðþótti
hans stendur til annars. Er slíkum
manni treystandi fyrir dómsvaldi?
Gerir hann kannski bara það sem
honum sýnist við meðferð þess?
Kannski lesendur ættu að svara
þessu hver fyrir sig?
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » „Niðurstaðan er
sú að þessi æðsti
dómari landsins fer
ekki eftir skýrum
fyrirmælum í lögum,
þegar geðþótti hans
stendur til annars.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi
hæstaréttardómari.
Persónulegt yfirráðasvæði forseta Hæstaréttar?